Vikan - 31.08.1978, Síða 46
Framhaldssaga
eftir
Eleanor Ross
Það, sem gerst hefun
Isabel fer til eyjar forfeðranna eftir
andlát foreldra sihná og kynnist þar
mörgum sérstæðum manngerðum.
Jessie-Anne, — gömul kona með vald
yfir huldum öflum, -» Flora, ung kona
með hættulegt augnaráð, — Torquil,
dökkeygi maðurinn með dularfullu for-
tíðina og — Mary-Chaterine, sem lést
á dularfullan hátt.
Hún hefur ekki lengur vald á eigin
hugsunum og sér bcði-Mná og óorðna
atburði. Er þetta allt ímyndun, eða
Isabel fann til saknaðar, þegar hún
minntist þess, er hún kom hingað með
Torquil og Angusi. Mikið hafði sá dagur
verið ánægjulegur, og svo aftur á móti
gerði hún sér grein fyrir því, hve mörg
ský hafði dregið fyrir sólu síðan þá.
Ross hjálpaði henni um borð með
ýktri kurteisi, og hélt óþarflega lengi ut-
an um hana.
Þegar Clive og Flora höfðu komið sér
fyrir, tók Ross hlífina af nýjum öflugum
utanborðsmótor, og brátt flugu þau yfir
blátt vatnið í breiðum boga, sem
myndi koma þeim út úr höfninni og
áleiðis norður til Caisteall Barran.
Ross hægði á sér, þegar þau voru
komin út úr höfninni, og breytti stefn-
unni þannig, að hún lá samhliða strönd-
inni.
Nú gátu þau talað saman, þegar drun-
urnar í vélinni voru minni og vindmót-
staðan var ekki meiri en andvari.
„Ekkert liggur á,” sagði Ross. „Við
höfum allan daginn fyrir okkur.”
„Svona á að ferðast!” Clive var frá sér
numinn af hrifningu. „Ef ég byggi
hérna, þá myndi ég fá mér yfirbyggðan
bát og dóla svo á vatninu allan liðlangan
daginn.”
Ross hló samsinnandi, og Flora brosti
IMu getum við boðið þessi finnsk-hönnuðu sófa
sett með leðuráklæði. Framleiðum þau einnig
með áklæðum eftir eigin vali. Eigum margar
tegundir af leðursófasettum.
L/tid inn!
Verið velkomin!
KJÖRGARDI SIMI /6 975 SMIDJUVEGI6 SIMI 44544
til hans þaðan sem hún sat samanhnipr-
uðí stafninum.
Isabel skemmti sér við að fylgjast með
kunnuglegum stöðum renna framhjá.
Sólin og ferskur blærinn voru mjög
ánægjuleg, og í augnablikinu voru allar
áhyggjur gleymdar.
„Þetta er stórkostlegt,” sagði Clive
eftir nokkra stund. „Veistu hvað, Isabel,
við ættum kannski að vera hérna einn,
tvo daga í viðbót og skoða okkur betur
um. Við ættum að gera eitthvað þessu
líkt aftur. Nema, auðvitað, að þið séuð
of önnum kafin.” Hann snéri sér andar-
tak að Ross, en leit svo á Floru.
„Góð hugmynd,” sagði Ross. „Dag-
arnir eru langir, og við megum yfirleitt
sjá af fáeinum klukkustundum í vina-
hópi, ha, Systa?”
„Að sjálfsögðu,” malaði Flora.
„Ekkert kann ég betur að meta.”
Isabel fylgdist með Floru og Clive
með tilfinningu, sem var beggja blands
— skemmtun og afbrýðisemi.
Hin spengilega Flora hallaði sér tæl-
andi út af í skutnum, og hún horfði á
Clive í gegnum augnhárin. Græn augu
hennar viku ekki af andliti hans.
Isabel braut heilann um það, hvort
hún væri heldur, — manngerðin, sem
ekki getur staðist menn annarra kvenna,
— eða hvort hún væri að leika sinn eigin
leik.
Brátt nálguðust þau land, og Isabel
vissi, að þarna var víkin, sem þau Angus
höfðu sloppið svo naumlega burt frá.
Hún starði á klappimar, þegar þær
nálguðust. Séðar frá hafi voru þær of-
boðslega háar, brattar og glansandi, og
vatnið, sem skolaðist inn I víkina,
freyddi blíðlega við rætur þeirra.
Smám saman tók Isabel eftir því, að
báturinn þeirra breytti stefnu örlítið,
þegar sterkur straumur bar þau I átt að
víkurmynninu, og henni varð litið til
Ross, því hún furðaði sig á því að hann
rétti ekki skekkjuna. En Ross horfði á
klettana.
„Það er langt síðan ég hef komið hing-
að,” sagði hann. „Ég minnist þess ekki.
hvenær ég sá þennan stað siðast I jafn
fögru veðri. Þetta eru áhrifamiklir
klettar, finnst ykkur ekki?”
Þá datt honum skyndilega nokkuð I
hug.
„Förum snöggvast inn í víkina.
Hvernig líst ykkur á það? Clive gæti þá
aldeilis gert sér I hugarlund ævintýrið
þitt þarna I fyrradag, Isabel.”
Það síðasta, sem Isabel langaði til, var
að fara inn á víkina. Satt að segja hefði
hún aldrei viljað stiga þangað fæti sin-
um framar. En áður en hún gat komið
með nokkrar mótbárur, hrópaði Flora
áköf —:
„Æ, já, gerum það! Ég hef aldrei kom-
ið þarna. Ég hefði aldrei vogað mér aö
klifra niður klettana. Ég er ekki eins
hugrökk og þú, Isabel.”
„Já, farðu með okkur inn, Ross.
Hvers vegna ekki?” sagði Clive. „Við
gætum skálað á ströndinni fyrir hug-
rekki Isabel.”
46VIKAN 35. TBL.