Vikan - 31.08.1978, Side 47
„Ég vil ekki fara þangaösagði Isabel
svolítið of hátt. „Auk þess erum við á
leiðinni til kastalans, og ég vil ekki vera
aðeyða tímanum í vitieysu.”
„Ekki vera leiðinleg, Isabel.” Clive
var gramur og stuttur i spuna.
„Við stönsum ekkert þarna,” sagði
Ross. „Við förum bara rétt upp á strönd-
ina og aftur burt þaðan — rétt til að geta
sagt, að við höfum komið þar. Þið fáið
nægan tíma til að vera í kastalanum.”
„Já, áreiðanlega.” Flora hló einkenni-
lega hvellum hlátri. „Svona, Ross —
snúðu bátnum, eða við lendum á klöpp-
unum.”
Þau nálguðust klettanef, sem skyggði
á víkurmynnið, og Ross var að því kom-
inn að snúa stýrinu, þegar annar bátur
kom með nokkrum hraða fram undan
steinunum, og Ross þurfti að venda
skarpt frá ströndinni, til að forðast
árekstur.
Hann bölvaði hátt á gelísku, og I sama
mund heilsaði þeim rödd úr hinum bátn-
um.
„Halló, Isabel!” Þetta var Angus, og
fyrir aftan hann við stýri litla bátsins var
Torquil. Isbel fékk sting i hjartað, þegar
hún sá hann.
„Skrambinn, þarna sluppum við
naumlega!” sagði Clive og greip andann
á lofti. „Við vorum næstum lent í vatn-
inu öll sömul.”
Isabel horfði framhjá Clive og á svip-
inn á andliti Floru. Hvað merkti hann?
Reiði? Vonbrigði? Andartak var stdlkan
næstum því Ijót.
„Hvað í ósköpunum ert þú að gera
hér, Ross?” spurði Torquil, þegar bát-
arnir rákust mjúklega saman. „Þú
ætlaðir þó ekki inn á vikina?”
Ross svaraði einhverju reiðilega á
gelísku, og svipur Torquils breyttist úr
undrun yfir i þungbúinn grunsemdar-
>vip.
„En þú veist það vel,” sagði hann, „að
aðfallið hefst eftir örfáar mínútur, og
þá streymir hafið þarna inn eins og
mylluflaumur."
Augu hans litu af Ross á Floru og
aftur til baka. Ross hélt áfram að tala
HLUTI
gelísku en nú var eins og hann væri að
reyna að koma sér í mjúkinn hjá Tor-
quil. Torquil varðenn meira hissa.
„Á leiðinni til kastalans, segirðu?
Hvernig ætlaðirðu að koma Clive og Isa-
bel upp sex hundruð feta snarbrattan
klettavegg? Er fluglistin meðal þinna
mörgu hæfileika?”
Hann horfði á Floru með nöprum
svip, sem Isabel hafði aldrei áður séð á
andliti hans. Flora var rjóð og reiðileg,
en sagði ekkert.
Isabel þagði einnig. Hræðilegur
grunur fór um hana — grunur um raun-
verulegar ástæður Floru og Ross fyrir
þessari ferð.
Þau höfðu þó ekki ætlað sér að skilja
þau Clive eftir i víkinni án nokkurrar
undankomuvonar? Hugmyndin var of-
boðsleg. En það var enga huggun að
finna í steinrunnum svip Floru.
Jafnvel Clive tók eftir þessu magnaða
og fjandsainlega andrúmslofti, og
honum leið greinilega illa í þögninni —
þögninni, sem lengdist sífellt, eftir því,
sem bátarnir lágu lengur svona sam-
hliða.
Loks leit Torquil yfir bát þeirra og
sagði —:
„Ég sé, að þið hafið körfu meðferðis.
Voruð þið á leiðinni í skógarferð?”
„Jásvaraði Isabel, og varð fegin að
geta komið samræðunum í eðlilegt horf.
„Við ætluöum að skála í víkinni, og fara
svo áfram og borða í kastalanum.”
Torquil brosti breitt til hennar.
„Við Angus tókum líka mat með okk-
ur,” sagði hann. „Hvers vegna förum
við ekki öll yfir á Geitaeyju og borðum
þar? Hún er mjög ánægjulegur staður á
þessum árstíma.”
„Æ, já — gerið það.” Rödd Angusar
var skræk af ákafa. „Ég hef bara komið
þangað einu sinni, og það var ofsalega
gaman!”
Isabel og Clive hlógu bæði að æsingi
drengsins, og jafnvel Flora og Ross virt-
ust fagna því, að spennan var horfin.
Geitaeyja, sem var um það bil helm-
ingi nær þeim en Caisteall Barran, var
lítil, kringlótt og hæðótt eyja með malar-
fjöru landmegin, en flötum klöppum
sjávarmegin.
Mennirnir drógu báta sína upp í sand-
inn, en Angus greip í hönd Isabel og
hljóp með henni efst upp á eyjuna svo
hún yrði fyrst til að sjá lindina, sem átti
upptök sín nákvæmlega á henni miðri,
umkringd af burknum og myrtu.
„Þetta er töfralind,” tilkynnti hann
35. TBL. VIKAN 47