Vikan


Vikan - 31.08.1978, Qupperneq 48

Vikan - 31.08.1978, Qupperneq 48
henni. „Þú þarft að taka vatn í lófa þinn og drekka það. Svo geturðu óskað þér. Þú verður auðvitað að halda óskinni leyndri, því annars rætist hún ekki, og þú þarft að fara með töfraþulu — svona:” Hann lokaði augunum og þuldi —: „Hlauptu vindur, hlauptu vatn. Hlauptu hjörtur, hlauptu hind. Hlaupið með ósk mina, svo þeir megi heyra hana.” Hann opnaði augun og setti upp fræðimannlegan alvörusvip. „Þetta hljómar betur á gelísku, eins og amma mín segir það.” Isabel hló, og drakk af vatninu, og fór svo með þuluna Angusi til velþóknunar. „Kannt þú einhverja galdra?” spurði hann. Isabel braut heilann um þetta vanda- mál. „Bara einn, sem ég man eftir í svipinn. Hann er svona—: „Ikki, Okki, Svarti Bokki, Allra fiska tal; Ef þú leitar ástarinnar, eigna mér þitt val.” t þvi hún lauk við þuluna heyrði hún lágt hljóð fyrir aftan sig og leit snöggt við. Þar stóð Torquil, og brosti hinn ró legasti til hennar. Hún blóðroðnaði og flýtti sér á fætur. „Komdu nú, Angus. Hjálpaðu mér með matarkörfuna.” Hún flýtti sér að taka upp matinnjsem hún hafði fengið é hótelinu, og henni til mikils léttis kom hitt fólkið frá ströndinni. Málsverðurinn var fremur þegjanda- legur. Það virtist enginn kæra sig um að tala mikið, og Angus var sá eini, sem skemmti sér konunglega. Torquil hallaði sér hinn rólegasti upp að þúfu, en hann horfðt nugsandi á Floru og Ross með hálfluktum águm. Clive var einnig óvenju þögull og djúpt hugsi. Hann borðaði lítið og drakk enn minna af víninu, sem hann hafði komið með frá hótelinu, en fyllti þó glös Floru og Ross að börmum, hvenær sem þau réttu honum þau. Það var ósjaldan. Þegar þau voru búin að taka saman eftir matinn, varð Isabel fegin þeirri upp- ástungu Angusar að ganga hringinn i kringum eyjuna, óg fara svo og fóðra haf-anemónurnar með brauðmolum. „Kemurðu með, Clive?” spurði hún. Clive var nýbúinn að kveikja sér í síg arettu, og sýndi ekki á sér neitt farar- snið. „Ég finn ykkur seinna,” sagði hann‘ Litla eyjan var þakin grófu grasi í skjólinu landmegin, og þar spruttu líka hávaxin hvít og fjólublá brönugrös hér og þar. Við lækinn, sem rann úr lind inni, spruttu brúskar af hávöxnum, gul- um sverðliljum. Auk þess var þama ara- grúi af litlum bláum, fjólubláum og gul- um blómum, sem Isabel bar ekki kennsl á, og býflugurnar voru önnum kafnar. „Pabbi segir, að hér séu svo mörg blóm, vegna þess að hér hefur aldrei búið fólk, og kindur og kýr hafa aldrei verið hér á beit,” sagði Angus henni. „Hún er ennþá alveg eins og Guð skap- aði hana. Falleg, finnst þér ekki?” Hin hlið eyjunnar var mun hrikalegri, og þar hafði útfallið skilið breiða grunna polla eftir milli steinanna. Angus tautaði ánægður við sjálfan sig á meðan hann tróð brauðmolum i ane- mónurnar, sannfærður um það, að þær hlytu ekki slíkan veislumat í annað sinn á ævinni. Isabel sat og fylgdist með honum, og reyndi að hugsa ekki of mikið um at- burði morgunsins. Hvað, ef Torquil hefði ekki verið þarna fyrir með bátinn sinn? Ross hefði áreiðanlegasett þau i land í víkinni, þótt hann vissi vel, að flóðið var hættuelgt, og hvað svo? Hugur hennar hörfaði frá tilhugsuninni um það, sem á eftir hefði getað orðið. Hversu langt vildi Flora ganga, til að losa sig við keppinaut? Hafði hún losað sig við keppinaut áður... Mary-Cather- ine? Þrátt fyrir sólarylinn fór hrollur um Isabel. Hún kallaði á Angus, og saman luku þau við hringferðina um eyjuna og komu aftur þangað, sem þau höfðu skil- ið við hitt fólkið. Þar komust þau að því, að vínið hafði haft sín áhrif á Floru og Ross. Flora var rjóð og virtist vera heitt, en Ross hafði greinilega verið að skemmta félögum sinum með sögum frá þeim tíma, er hann var í kaupskipaflotanum. Hann var í miðju kafi að segja mjög tvíræða skrítlu um „skemmtanirnar” í Penang-höfn, þegar Isabel og Angus komu. „Hættu, Ross,” sagði Clive hvasst, um leið og Isabel gat heyrt til þeirra. „Ha ... hvað?” Ross leit í kringum sig, og Isabel sá, að augu hans voru blóð- hlaupin og að tóm hálfflaska af viskíi lá á milli vínflasknanna í grasinu. „Æ, já ... má ekki móðga dömuna,” sagði Ross og brosti ógeðslega til hennar. 8 Gæðavara á góðu verði Girmi rafmagnstækin létta þér heimilisstörfin. ★ Girmi eldhústæki ★ Girmi heimilistæki ★ Girmi snyrtitæki RAFIÐJAN / RAFTORG Aðalumboó Kirkjustræti 8, s.: 19294 — 26660 Girmi raftækin fást í öllum helstu raftækjaverslunum landsins.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.