Vikan - 31.08.1978, Side 49
Torquil tók hinn rólegasti stjórnina í
sinar hendur.
„Isabel, þú getur komiö heim með
okkur Angusi,” sagði hann. „Það er líka
rúm fyrir þig, Clive, ef þú vilt koma með
okkur.”
„Vertu samferða okkur, það er áreið-
anelga vissara. Ross virðist töluvert
drukkinn.” Isabel var lágróma, en ein-
mitt í þessu leit Flora upp, og brosti til
Clive.
„Nei, það er best ég fari með þeim og
Uti eftir þeim,” sagði Clive. „Ross gæti
sofnað við stýrið eða eitthvað slíkt. En
far þúmeðTorquil, ef þér finnst það ör-
uggara.
Hann klappaði á handiegg hennar og
brosti svolítið dapurlega til hennar.
Isabel og Angus bjuggu því um dótið,
og aðgættu vandlega, að hvergi væri
neitt rusl eftir í grasinu. Síðan eltu þau
hitt fólkið niður á ströndina.
Clive og Torquil þurftu að draga bát-
ana niður að sjónum, því Ross var ekki
til mikils gagns, en loks tókst honum að
komast um borð og setja vélina í gang.
Clive og Flora komu sér fyrir i bátn-
um og Isabel horfði kvíðin á Ross taka
stefnu nokkurn veginn í átt til hafnar.
„Flýttu þér.” Torquil kom Isabel,
Angusi og körfunni fyrir um borð. „Ég
vil ekki láta þau fara of langt á undan
okkur, og hann hefur öflugri vél en ég.”
Enn einu sinni hallaði Isabel sér upp
að sjóstakknum í stafni bátsins, með son
Torquil hvílandi á hnjám sér. Angus
söng eina gelíska sönginn sinn. Torquil
beindi hins vegar allri athygli sinni að
bátnum á undan þeim, því hann fylgdi
mjög reikulli stefnu og Ross veifaði öðr-
um handleggnum og virtist vera að
halda ræðu eða syngja við stýrið.
Torquil rumdi fyrirlitlega.
„Sem betur fer er vélin í bátnum góð,”
sagði hann. „Hún flytti hann næstum
heim af sjálfsdáðum, ef hann léti hana
eina um það.”
Clive og Flora sátu saman á miðþótt-
unni, og jafnvel úr þessari fjarlægð sá
Isabel að Clive fylgdist grannt með
Ross, viðbúinn hverju sem vera skyldi.
En það kom ekkert óhapp fyrir, og
þau komust öll heil til hafnar, þó Clive
og Isabel væri reyndar báðum nokkuö
Sadolin
^adolin
Sadol**1
Ml QulVO
Ígsör^
H’SSfplin
$&2!rnbJn-~t
Síðumiíla 15. Sími33070
brugðið og þau væru því fegnust, að
hafa fast land undir fótum aftur.
Það var farið að renna af Ross, og
hann var mjög úrillur.
„Allt þér að kenna, Systa,” urraði
hann. „Ég hefði aldrei átt að láta þig
telja mig á þetta.” En Flora þaggaði
niður í honum með einu orði og augna-
ráði, og bátarnir voru bundnir þarna
hlið við hlið, án þess að fleira væri sagt.
„Ef þú vilt endilega komast til kastal-
ans,” sagði Torquil við Clive, „spyrðu þá
Jamez MacKenzie, hvort þú getir fengið
gamla LandRoverinn hans lánaðan.
Hann er hastur, en traustur, og kemur
þér fram og til baka heilum á húfi. Það
er ógerlegt að komast að kastalanum frá
hafi. Ég skil ekki, hvað Ross var að fara,
aðstingauppáþví.”
„Já — já, við gætum gert þetta. Hvað
finnst þér, Isabel?”
En Isabel hafði snúið sér við til að gá
að Floru og Ross, og henni kom það á
óvart og létti jafnframt að sjá, að þau
voru farin burt án þess að kveðja.
Torquil og Angus áttu erindi i fiski-
skúrana, þannig að Clive og Isabel
gengu saman að hótelinu og stóðu þar
við hliðið.
„Ég er að hugsa um að fara heim
núna,” sagði Isabel. „Ég þarf að fara i
bað og skipta um föt. Af hverju kem-
jurðu ekki þangað á eftir? Ég get eldað
eitthvað handa okkur í kofanum.”
Clive hikaði.
„Nei,* sagði hann loks. „Komdu hing-
að á hótelið að borða. Mig langar í ljós
pg hávaða og kátan félagsskap.”
Isabel gekk í hægðum sínum í átt'ina
til Clachan og reyndi að koma einhverju
lagi á hugsanirnar, sem þyrluðust um
huga hennar.
tvöföld vernd
í 24 tíma!
Admiral svitavarinn
veitir þér tvöfalda vernd
Hann hefur bæói hemil
á svita og eyðir lykt
í 24 tima samf levtt.
ADMIRAL SVITAVARI
fæst bæói á
spraybrúsum:
ADMIRAL DRY
og á kúluflöskum:
ADMIRAL ROLL-ON
i m 4ST1 P£RSPIB4
Léi ^ Jk ROLI
1, i -/'ý y ON
1 t-JivV, 1 i m
m ■ ■ ' m DEODOR4N1
Vi W JL.
\ 'Á V 05
35. TBL. VIKAN49