Vikan


Vikan - 31.08.1978, Qupperneq 51

Vikan - 31.08.1978, Qupperneq 51
skellti fast, og dyrnar lokuöust með smelli. Dymar Clive megin opnuðust. „Veitið mér þolinmæði!” sagði Clive. Hann skellti hurðinni sín megin og hún lokaðist með smelli. Afturhurðin opn- aðist. Hann starði hatursfullur út um gluggann og taldi upphátt. „Einhvern veginn finnst mér,” sagði hann, þegar hann var kominn upp að tiu, „að þessi bannsetti fomgripur kæri sig ekkert um að komast til kastalans.” Hann gerði sig líklegan til að opna dyrnar sín megin, hætti svo við það og klifraði aftur í Land-Roverinn, þannig að honum tókst með nokkrum erfiðis- munum að lyfta upp afturhurðinni og loka henni innan frá. „Hvað skyldi detta af næst?” sagði hann fýlulega, um leið og hann kom aftur I sætið. Hár hans var úfið, og snyrtilegar buxur hans voru þaktar stuttum stráum. En þegar þetta virðulega ökutæki hafði þannig fengið útrás fyrir þung- lamalega kímnigáfu síha skrölti það hlýðið eftir veginum til kastalans. Kæti Isabel hafði síður en svo bætandi áhrif á skap Clive, svo hún reyndi að bæla hana niður, þó það gengi reyndar ekki vel. Fyrstu tvær mílurnar óku þau því þegjandi, þó einstaka hálfkæft fliss ryfi þögnina. „Hvar eru allir í dag?” spurði Clive eftir nokkra stund. Það var reyndar engan að sjá. Það voru engir aðrir bílar á veginum, og I móunum og á beitilöndunum beggja vegna vegarins var ekki annað að sjá en kindur og fáeinar kýr. Engu að að siður hafði Isabel það á tilfinningunni, að þau væru ekki ein á veginum — að þau væru ekki þau einu, sem væru á leið til kastalans. Á einum stað tók Clive á sig sveig til að forðast litið, grátt dýr, sem hljóp á vegarkantinum. „Kanína,” sagði hann, þegar þau fóru framhjá því, en hárið á hálsi Isabel reis. Var það kanína? Svolítið lengra kom hún auga á Jessie- Anne, sem sat við veginn með skærbláu svuntuna sína. Hún var að skrúfa niður rúðuna og var rétt að því komin að segja Clive að nema staðar og bjóða gömlu konunni far, þegar þetta reyndist vera lítill móhlaði með bláan plastpoka undan áburði við hlið sér. Hún hristi höfuðið til að reyna að hugsa skýrar. Þetta var Jessie-Anne, hugsaði hún, það var það. Ég hlýt að vera farin að sjá ofsjónir! Ég verð að taka mig á. Brátt varð hún þess vör, að það var bíll á veginum fyrir aftan þau, þótt vélarhljóðið í Land-Rovernum væri hátt. Hún sneri sér við í sætinu og leit út um afturgluggann. Jú, þama var greinilega nefið á skærgulum bíl rétt fyrir aftan þau, og þótt hún gæti ekki séð inn um framrúðuna á honum, var ökumannin- um greinilega mikið í mun að fara fram- úr þeim. „Þú ættir kannski að aka til hliðar í næsta útskoti, Clive! Hér er ekki nema ein akrein, og maðurinn á eftir okkur vill komast framúr.” Clive leit hissa í hliðargluggann. „Maður, hvaða maður?” „1 gula bílnum.” Framhald í nsesta blaði. Trend Rafritvélar Japönsk völundarsmíð. Ódýrar, liprar, sterkar og fallegar. Skrifvélin h.f. Suðurlandsbraut 12. Sími 8 52 77. Pósth. 1232. Húsgagnaverzlun Reykjavíkur hf. Verð mjög hagstætt Brautarholti 2 — Símar 11940 -12691 35. TBL.VIKAN 51

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.