Vikan - 31.08.1978, Side 54
PÓSTIRI\N
Þegar stíf lan
brestur
KæraS.Þ.
Það er ófrávíkjanleg venja
okkar að birta aldrei, né svara
neinu, sem kemur nafnlaust.
Viljirðu þess vegna fá ábending-
ar í sambandi við söguna þína,
verður þú að snúa þér til okkar
með fullu nafni. Það er heldur
ekki hundrað i hættunni, við bít-
um ekki, og erum ákaflega
hlynnt því að styðja unga rithöf-
unda í upphafi ferils síns.
Engum til góðs
Pósturinn, Vikunni.
Mig langar að leggja orð í
belg, eins og þið óskið eftir við
lesendur í 30. tbl., varðandi
bréfaflóðið um ástamál
unglinganna, sem til ykkar
berst. Mín tillaga er einföld.
Hættið að birta þessi heimsku-
legu bréf og þá losnar Póst-
urinn við að svara, enda oft á
tíðum engu að svara.
Ég tel að birting á svona
bréfum, eins og sýnd eru í um-
ræddu blaði, sé engum til
gagns, og að segja megi um
þau eins og Stefán Jónsson rit-
höfundur segir í formála fyrir
sögunni „Hjalti litli”, að mörg
þau ævintýri og margar þær
þýddu sögur, sem börn og
unglingar lesa í dag, geri þau
aðeins að meiri kjánum.
Það hlýtur að vera vanda-
laust að velja úr þau bréf, þar
sem spurt er af viti um ástar-
og kynferðismál ásamt fleiru.
Þar getur gott svar ef til vill
hjálpað, því sem betur fer eru
unglingarnir okkar ekki svo
miklir ráðleysingjar upp til
hópa, sem lýsir sér í þessum
bréfum. Ég held að þau séu
ekki síður fær um að ráða fram
úr sínum „smáskotum”, en við,
þegar við vorum á þeirra aldri,
án allrar blaðaþjónustu.
Áskrifandi.
Pósturinn lítur svo á, að öll
bréf, sem honum eru skrifuð,
séu skrifuð vegna þarfar bréfrit-
ara á aðstoð. Lausnin, sem hér
er bent á, er vissulega einföld, en
Pósturinn hefur langa reynslu af
bréfum sem þessum og telur, að
þau bendi eindregið í þá átt, að
unglingar nú á dögum séu inn-
hverfari og leiti ekki til sinna
nánustu með „smávandamár af
þessu tagi.
Hvernig á
ég að f itna?
Kæri Póstur!
Þetta er í annað skiptið sem
ég skrifa þér, og ég vona að
þetta bréf lendi ekki I þinni
elskulegu vinkonu, Helgu, eins
og hitt hefur sjáfsagt gert. —
Mig langar til að biðja þig að
segja mér hvernig hægt er að
fitna, og hvaða matur erfit-
andi, en þó hollur. Það var ein-
hver sem skrifaði þér einu
sinni, og spurði þig ráða til að
fitna, en þú snérir bara út úr,
og sagðir að hanrdhún mætti
bara þakka fyrir að vera ekki
of feitur. En ég skil þessa
manneskju mjög vel, því það er
siður en svo gaman að vera of
mjór. Nóg með það.
En getur þú nokkuð frætt
mig um, hvað það kostar að
vera í samvinnuskólanum að
Bifröst einn vetur, og hvað það
séu miklar líkur á því, að hægt
sé að komast I hann, eftir ár. —
Veist þú um eitthvert gott ráð
til að losna við bólur I andliti
og á baki, annað en að þvo sér
kvölds og morgna?
Að lokum vil ég segja það,
að mér finnst mjög heimskulegt
af stelpum, t.d. sem verða ólétt-
ar, að skrifa til þín Póstur
góður, og spyrja þig ráða, þeg-
ar maður veit ekki einu sinni
hvort þú ert karl eða kona, eða
hvaða viðhorf þú hefur til
slíkra mála. — Auðvitað á
maður að tala við þá nánustu
fyrst af öllu.
Jœja... jæja. Hvernig fara
svo saman Ijónið (kvk.) og
krabbinn (kk.) og svo Ijónið
(kvk.) og hrúturinn (kk.)
Hvernig skaplyndi og mann-
gerð lest þú úr skriftinni. En ég
veit alveg hvað ég er gömul,
svo þú þarft ekki að reyna að
finna það út. (Ég skil bara ekki,
hvernig þið farið að því að lesa
úr skrift fólks?) Þetta ætti að
vera nóg handa þér í bili.
Vertu blessaður og sæll og ég
vonast eftir þvi að bréfið verði
birt.
Gudda.
Ef þú ert bæði að biðja um
ráð til að fitna, og ráð til að
losna við bólur, fyrir sjálfa þig.
ja, þá er úr vöndu að ráða. Þvi
óbrigðult ráð til að fitna, er að
borða mikinn og feitan mat, og
eins að borða eins mikið og þú
getur milli mála, svo sem kökur,
brauð og sælgæti. En ef þú þarft
að losna við bólur, þá er sælgæti
algjör bannvara. — Mörg ráð
hafa verið við óæskilegum ból-
um, eins og að setja andlitið í
gufubað tvisvar í viku, þvo það
upp úr spritti, þvo það með
sápu, en ég held að allir séu sam-
mála Póstinum í því, að þetta sé
mjög persónubundið. Þess
vegna er best fyrir þig, að leita á
náðir húðsjúkdómasérfræðings
(þú finnur nöfn þeirra á bls.
380—383 í símaskránni) sem
gefur þér góð ráð, eftir að hafa
athugað hvort þú ert með feita,
eðlilega, eða þurra húð.
Ómögulegt er að segja til um
nákvæmlega hvað það kostar að
vera einn vetur á Samvinnuskól-
anum að Bifröst, en Pósturinn
hafði samband við Hauk Ingi-
bergsson skólastjóra og taldi
hann að nemendur hefðu þurft
að borga um 350.000 krónur
fyrir síðasta vetur. En eins og þú
veist breytist verðlagið frá ári til
Ættartölur
Halló Póstur!
Þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa þér, og ég vonast eftir
svari, því ef ég fæ það ekki hjá þér, þá fæ ég það líklegast
hvergi.
Nú, þannig er mál með vexti, að mig langar til að láta
rekja fyrir mig ætt mína. Getur þú sagt mér hvert ég á að
snúa mér, hvað það kostar og hvað það tekur langan tíma?
Nægir ekki að ég viti um þrjá ættliði, það er að segja,
ömmu, langömmu og langalangömmu?
Og svo þetta vanalega. Hvað lest þú úr skriftinni og hvað
heldur þú að ég sé gömul? Hvernig eiga saman krabbi (kvk.)
og Ijón (kk.)? Hverjir eru happalitir-dagur-tala og mánuður
þess sem erfæddur 27.6.
Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna.
Ein, sem er forvitin
um fortíðina.
Engin skrá er til yfirfólk, semrekur ættir. En á Landsbóka-
safninu fékk Pósturinn þær upplýsingar, að námsflokkarnir
hefðu verið með kennslu í ættfræði, undir leiðsögn Ólafs Þ.
Kristjánssonar. Ef þú hefur samband við hann, getur hann ef
til vill bent þér á einhvern, sem vill taka það að sér að rekja
ætt þína. Einnig hafði Pósturinn spurnir af tveimur stúlkum,
Heru Maríu Karlsdóttur og Helenu Hreiðarsdóttur, Völvu-
felli 46, sem hafa eitthvað fengist við að rekja ættir, og getur
þú reynt að fá þær til að gera það fyrir þig.
Skriftin bendir til þess að þú sért viðkvæm, og fljót að
skipta skapi, og líklega ert þú á 16. ári. Milli krabba og ljóns
eru miklar ástríður, happatölur þess sem er fæddur 27.6 eru 9
og 7, happadagur mánudagur og happalitur ljósblár.
54VIKAN 35. TBL.