Vikan - 31.08.1978, Síða 55
árs, svo ef þú ert að hugsa um
skólavist að ári liðnu, þarft þú
að útvega þér nánari upplýsing-
ar um þau mál, þegar þar að
kemur. Inn i skólann eru teknir
u.þ.b. 40 nemendur árlega og er
þá undirstöðumenntun látin
ráða úrslitum.
Ljón og Krabbi fara ágætlega
saman, ef þið takið tillit til hvors
annars og milli ljóns og hrúts
ríkir gagnkvæm virðing — og
ást! Þú ert viljasterk og fljót að
svara fyrir þig, og skynsemi þín
er sterkari en tilfinningarnar.
Hvað heitir
hesturinn?
Kæri Póstur!
Best að koma sér strax að
efninu. Svo er mál með vexti,
að ég og vinkona mín erum að
rífast um hvað hesturinn heitir,
sem Sigurður Ólafsson söngvari
(og hestamaður) situr á, í aug-
lýsingunni í sjónvarpinu, þar
sem verið er að auglýsa plöt-
una hans?
Elsku Póstur. Mig vantar
svo svar við þessu. Viltu ekki
sleppa því í þetta sinn, að gefa
Helgu bréfið, því mér liggur
meira á svari en henni. Jæja,
svo er það þetta venjulega.
Hvernig er skriftin og hvað lest
þú úr henni?
Ein, sem bíður eftir svari.
Hesturinn sem Sigurður
Ólafsson söngvari situr á í sjón-
varpsauglýsingunni, heitir Völs-
ungur. Hann er 23. vetra og
kominn út af Laugarneskyninu.
Pósturinn vonar að þetta svar
nægi til að gera út um deilumál
ykkar vinkvennanna. Skriftin er
snyrtileg og sýnir að þú ert skjót-
ráð og athafnasöm.
Á ég að halda
framhjá?
Sæll góði Póstur!
Ég hef skrifað þér einu sinni
áður. Þá birtir þú bréf mitt, og
gafst mér gott ráð. Fór ég eftir
því og varð ekkert nema gott
af. Þakka þér kærlega fyrir. Nú
ætla ég að biðja þig að hjálpa
mér aftur. Ég á við dálítið
vandamál að stríða. Ég er með
strák, sem er með mér í skóla, í
sama bekk og ég. Hann er
farinn norður á land og verður
þar í sumar. Áður en hann fór
hétum við hvort öðru að vera
trú (halda ekki framhjá).
Vinkonur mínar eru báðar með
strákum, sem þær halda oft
framhjá, og verður oft voða
vesen, sem venjulega endar
með uppsögn. Ég og
strákurinn, sem ég er með,
erum alltaf hreinskilin hvort
við annað og höldum aldrei
framhjá hvort öðru, þó við
höfum oft tœkifæri til þess.
Við erum búin að vera saman í
eittoghálftár. Nú, vinkonur
mínar vilja endilega að ég sé
með einhverjum strák eða
strákum í sumar, meðan stráksi
er fyrir norðan, en ég vil ekki
hlada framhjá honum, því ég
veit að hann heldur ekki
framhjá mér, það hef ég
margreynt. Ég er svo sár út í
stelpurnar. Þær segjast ætla að
hætta að vera með mér ef ég sé
svona fúl , en ég vil frekar
missa þessar vinkonur mínar en
strákinn, því ég hef aldrei átt
eins góðan og hreinskilinn
unnusta, og hreinskUni met ég
mikils. Finnst þér að ég eigi að
láta undan og halda framhjá,
og skrökva svo að honum
þegar hann kemur heim í
haust? Jæja, elsku góði Póstur,
ég ætla að hætta núna. Bið
kærlega að heilsa öllum á
Vikunni, gangi henni, og þó
sérstaklega þér, allt í haginn í
framtíðinni Með fyrirfram
þökk.
Lúsý
P.S. Veist þú nokkuð hvar ég
get lært íslensku (ritgerð,
stafsetningu og málfrœði)
eingöngu? Ef svo er, viltu þá
vera svo góður að segja mér
það um leið og þú svarar
bréfinu. Lifðu heill,
L
Nei, mér finnst alveg eindregið
að þú eigir að halda loforð þitt
við stráksa, og halda ekki
framhjá honum. Auk þess get ég
ekki ímyndað mér að þig langi
nokkuð til, þess, eftir þessu bréfi
þínu að dæma, og þú ert
örugglega skynsamari en svo, að
þú farir að hlusta á vinkonur
þínar og láta þær hafa þau áhrif
á þig, að þú gerir eitthvað, sem
samviska þin býður þér að gera
ekki. Ef þú ert með gagnfræða-
próf eða hliðstæða menntun, tel
líklegt að þú getir fengið að taka
íslensku eina og sér í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð. Þú
ættir að hafa samband við
skólann í síma 85140 eða 85155,
og þá geturðu fengið allar
upplýsingar um þetta. Það er
svolítið erfitt fyrir Póstinn að
svara þessu, þar sem þú gefur
ekki upp hvaða menntun þú ert
með.
Bankará
Keflavíkurflug-
velli
Kæri Póstur!
Nú er illt I efni hjá mér. Mig
langar að fá svör við nokkrum
spurningum, og var ég búin að
velta því mikið fyrir mér hvar
éggætifengið þessi svör, en það
fór allt I eina flækju í kollinum
á mér. Að lokum ákvað ég að
leita til þín, og vona ég að þú
getir hjálpað mér að greiða úr
þessari Jlœkju, Spurningarnar
eru þessar: 1. Eru fleiri en einn
enskur eða amerískur banki á
Keflavíkurflugvelli? 2. Ef svo
er, hvað heitaþeir? 3. Ogmig
langar líka til að vita hvað
bankastjórar eða yfirmenn
bankans heita.
Ein í vanda.
Það eru eingöngu starfræktir
íslenskir bankar á Keflavíkur-
flugvelli, enginn bandarískur.
Sumar
í Þórsmörk
Hæ sísvarandi Póstur!
Þetta er nú ífyrsta skipti,
sem ég skrifa þér, og líklega í
það síðasta. Ég ætla að spyrja
þig að svolitlu: Eru farnar
reglubundnar ferðir í Þórsmörk
á sumrin? Efsvo er, segðu mér
þá allt um það, hvað það
kostar og svoleiðis.
Bæ, bæ, ég bið að heilsa
þér.
Inga
Hjá ferðafélagi íslands fengum
við þær upplýsingar, að ferðir í
Þórsmörk eru farnar á hverjum
föstudegi, og komið til baka á
sunnudegi. Ferðir og gisting (í
skála) kostar samtals 9.000
krónur
35. TBL. VIKAN 55