Vikan - 13.09.1978, Síða 2
GREINAR OG VIÐTÖL:
5 Bouf bourguignon og coq au vin —
Þriðja grein Jónasar Kristjánsson-
ar um veitingahús í matmusterinu
mikla, París.
6 Louise Joy Brown — önnur grein
um barnið, sem getið var í tilrauna-
glasi, nefnist „BIÐINNI I.OKIД.
14 Læknirinn og fyrirsætan — Grein
um óvenjulega sýningarstúlku.
22 Vikan á neytendamarkaði: Flestir
flytja á fardögum heitir grein eftir
Önnu Bjarnason, þar sem fólki er
leiðbeint við flutninga.
32 Þriðjungur þjóðarinnar á Selfossi
— tvær síður með litmyndum frá
landsmóti UMFÍ á Selfossi.
SÖGUR:
17 Skíðaskálinn I Ölpunum. 9. hluti
framhaldssögunnar eftir Hammond
Innes.
31 Morðið á Chadford lávarði —
Mini-krimminn eftir Willy Brein-
holst.
34 Ekkja milljónamæringsins — Smá-
saga eftir Jeff Heller.
46 Myrkrið er eilíft — 10. hluti fram-
haldssö'gunnar eftir Eleanor Ross.
ÝMISLEGT:
2 Mest um fólk: Fólk og golf á Nes-
inu.
12 Vikan kvnnir: Casa — Einfaldleik-
inn efstur á blaði.
27 Á niunda tímanum: Útvarpsþáttur
þeirra Hjálmars Árnasonar og
Guðm. Árna Stefánssonar hefur
vakið mikla athygli og umtal.
Vikan rabbar við þá félaga og i
opnu blaðsins er stórt plakat af
þeim.
30 Tæknifyriralla.
41 Poppfræðiritið.
44 Blái fuglinn.
53 í næstu Viku.
54 Pósturinn.
VIKAN. Otgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristin
Halldórsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Helgi Pétursson.
Blaöamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson. Anna
Kristine Magnúsdóttir. Hrafnhildur Sveinsdóttir,
Jóhanna Þráinsdóttir. Ollitsteiknari: Þorbcrgur
Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglysinga-
stjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn i Síöumúla 12,
auglýsingar, afgreiðsla og dreifing i Þverholti
11, simi 27022. Pósthólf 533. Verð i lausasölu 530.
Áskriftarverð kr. 2000 pr. mánuð, kr. 6000 fyrir 13
tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 11.300 fyrir 26 blöð
hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram, gjald-
dagar: Nóvember, febrúar, mai, ágúst. Áskrift i
Reykjavík og Kópavogi greiöist mánaðarlega.
Fólk
og golf
á
Nesinu
Golf hefur alltaf verið vinsæl
íþrótt, og heyrist það nefnt
verður mörgum efst í huga köfl-
óttar pokabuxur, sportsokkar og
hvítir skór með svartri tungu.
En þótt golfið hafi áður verið
álitin heldrimanna íþrótt, þá
hvarf sú hugmynd um leið og
þessi umræddi einkennisbúning-
ur, og nú tekur fólk á öllum aldri
og úr öllum stéttum þjóðfélags-
ins þátt í golfinu.
Golfklúbbur Ness var stofn-
aður árið 1964, og um leið var
byggður myndarlegur skáli, sem
stendur í útjaðri golfvallarins.
Þar er aðstaðan eins og best
verður á kosið, og margir setjast
þar niður og ræða um landsins
gagn og nauðsynjar, eftir að
hafa spreytt sig á golfkylfunum.
Við litum inn til golfaranna á
Nesinu eitt rigningarkvöld, og
birtum hér nokkrar myndir frá
heimsókninni.
HS.
Tvair velþekktir golfarar, þeir
Aðalsteinn Guðlaugsson,
starfsmaður hjá sakadómi og Geir
Þórðarson, bókbindari hjó Hilmi.
Svo er til fólk, sem leiðist Ijósmyndarar alveg óumræðilega mikið. Myndin af
honum Herði Haraldssyni inspector ó Hótel Sögu var bara svo góð, að við
gótum ekki stillt okkur um að birta hana.
Islandsmótinu f 1. flokki kvenna.
Við óskum henni til hamingju
með órangurinn.
IIIEJT
UmFÓLK