Vikan


Vikan - 13.09.1978, Side 6

Vikan - 13.09.1978, Side 6
Teikning af fœflingunni. BIÐINNILOKIÐ Þann 25. júlí, klukkan 11.47 um kvöldið var glasabarnið svonefnda tekið með keis- araskurði, níu dögum fyrir tímann. Hér á eftir fer frásögn móðurinnar, Lesley Brown af atburðinum. Ég veit ekki hvort öllum nýbökuðum mæðrum líður eins og mér ... en ég get ekki haft augun af dóttur minni. Ég verð að sjá hana til að vera viss um að hún sé raun- veruleg. Hjúkrunarkonurnar stríða mér og segja: Hafðu engar áhyggjur, frú Brown. Hún getur ekki staðið upp og labbað í burtu! Ég læt ekki stríðni þeirra á mig fá. Ég er hamingjusamasta og ánægðasta móðir í heimi. Þegar dr. Steptoe kom til mín á þriðju- dagskvöldið og sagði mér að þeir ætluðu kannski að gera á mér keisaraskurð siðar það kvöld, varð ég ekkert hrædd, og fann ekki fyrir áhyggjum. Ég var bara fegin þvi að nú yrði biðinni lokið. Ég var alveg róleg, og mér leið vel. Það var ekki hægt að gefa mér deyfilyf vegna barnsins, en ég fékk eitt- hvað smávegis áður en mér var ekið á skurðstofuna. Ég man ekkert frá sjálfri fæðingunni. Það fyrsta, sem ég varð vör við, var að ein- hver strauk mér á kinnina og sagði: — Viltu sjá barnið? Þetta er lítil stúlka. Ég held að ég hafi þá enn verið á skurðstof unni. Síðan sofnaði ég aftur, ég var afar hamingjusöm. Þó ég væri enn undir áhrifum svæfingar- innar skildi ég að barnið var stúlka. Það gladdi mig, ég var svo fegin að barnið mitt var fætt heilbrigt, kynið skipti litlu máli. Ég vaknaði klukkan tvö um nóttina. Það var dimmt í herberginu, en ég gat greint dr. Edwards, sem sat hjá mér. Mér leið ákaf- lega vel og mig langaði svo mikið til að þakka læknunum fyrir allt það, sem þeir höfðu gert fyrir mig. Ég rétti dr. Edwards höndina og hvíslaði: — Þakka þér fyrir. Ég sá að hann brosti, svo sofnaði ég aftur. Næst þegar ég vaknaði var kominn morgunn. Fyrsta hugsun mín var sú, hvort mig hefði bara ekki dreymt þetta allt sam- an. Dr. Steptoe kom til mín. — Hefurðu séð hvað veðrið er fallegt, spurði hann. — Langar þig ekki til að fá barnið inn til þín? Hann náði í dóttur mina og lagði hana í faðm mér. Ég get ekki lýst þeirri tilfinn- ingu, sem greip mig. Ég horfði á þessa yndislegu, litlu veru. Hún var svo mjúk, svo fullkomin. — Kæri Guð, hugsaði ég. Hún er svo falleg. Og ég á hana! Ég gat ekki sleppt henni. Það var eins og við værum einar í öllum heiminum. Ég ósk- aði þess að tíminn stæði kyrr. Ég hafði beðið eftir þessu andartaki allt mitt líf. Mér hafði verið sagt, að sú bið yrði til einskis, ég gæti aldrei eignast barn. Þetta var eins og kraftaverk. Ég held ég gleymi aldrei þeirri stundu, er ég tók barnið mitt í fangið i fyrsta skipti. Allar þær kvalir, sem ég þurfti að ganga í gegnum til að verða þunguð, voru gleymdar. Ég hafði alltaf þráð að eignast bam. Þegar ég var lítil, langaði mig til að verða barnahjúkrunarkona. Svo ætlaði ég að eignast 10 börn sjálf, fimm drengi og fimm stúlkur! Hamingjuóskir streymdu að. Skeyti, póstkort, blóm. Ég var svo stolt. Ég var skyndilega gripin mikilli löngun til að sjá John. Mig langaði svo til að sjá svipinn á honum, þegar hann sæi dóttur okkar. Hann kom inn og brosti til mín. — Þér tókst það, ástin mín, sagði hann. — Ertu búinn að sjá hana, spurði ég. 5g- 6 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.