Vikan - 13.09.1978, Blaðsíða 7
Hamkigjusamir foreldrar.
Auðvitað finnst öllum foreldrum barnið
þeirra vera fullkomið. En hjúkrunarliðið
var líka óspart á hrósyrðin:
— Hún er mjög falleg. Þú ert heppin,
frú Brown.
Heppin? Þið getið ímyndað ykkur, að ég
tek undir það. Ég finn það best, þegar ég
horfi á Louise. Andlit hennar er mjúkt og
slétt... á litinn eins og rjómi. Hún er ekk-
ert hrukkótt. Hún hefur fallegt, ljóst hár,
og ég fæ tár í augun i hvert skipti og mér
verður litið á litlu, krepptu hnefana hennar.
Þeir eru svo ótrúlega smáir.
37. TBL.VIKAN 7
Louise Joy Brown, 18 klukkustunda gömul.
— Auðvitað! Ég sá hana i gærkvöldi.
Ég var í svo miklu uppnámi, að ég vissi ekki
hvað ég átti að segja.
— Finnst þér hún ekki falleg, spurði ég.
Hann lagði handlegginn um axlir mér,
tilfinningar hans voru í svo miklu uppnámi,
að röddin brást honum næstum því:
— Hún er fullkomin, agði hann.
Hvernig í ósköpunum hefur okkur tekist að
skapa svona fegurðardís?
c