Vikan - 13.09.1978, Page 8
Lesley gefur dóttur sinni pela eftir heimkomuna.
Nú langar mig mest af öllu að komast
heim. Fólk hefur verið mér einstaklega
gott, en ég þrái heimili mitt. Ég er bara
ósköp venjulega manneskja, og húsið
okkar er ekkert til að státa af, en við erum
ánægð með heimili okkar. Ég hlakka til að
koma heim með Louise, fara út með hana í
vagninum hennar, lifa ?ftur eðlilegu fjöl-
skyldulífi.
Ég ætla sjálf að sjá um uppeldi Louise.
Ég ætla ekki að vinna úti. Ég er ákaflega
heimakær og á mér ekki aðrar hugsjónir en
að sjá vel um fjölskyldu mína.
Margir hafa spurt hvort ég ætli að reyna
aftur. Ég vildi gjarnan gera það, ef dr.
Steptoe samþykkir það. Mig langar til að
eignast fleiri börn. Rétt áður en Louise
fæddist, spurði ég John hvort hann sæi
eftir þessu.
— Auðvitað ekki, sagði hann. Þetta
svar hans gladdi mig mjög.
Ég vil eindregið ráðleggja öðrum konum,
sem ekki geta átt börn af sömu ástæðu og
ég, að reyna þessa aðferð. Um þetta eru
mjög skiptar skoðanir, sjálfri finnst mér
ekkert óeðlilegt við þetta.
í minum augum eru allar fæðingar
kraftaverk. Dóttir min er þó alveg sérstakt
kraftaverk. Stundum finnst mér alveg ótrú-
legt, að þetta skyldi henda mig. Ég er
ósköp venjuleg manneskja, og langt frá þvi
að vera auðug.
Ég hef Louise á brjósti núna. Lifið hefur
verið mér örlátt. Og ég ætla að sjá til þess
að dóttir mín verði hamingjusamur ein-
staklingur.
JOHN
VISSIEKKI
AÐFÆD-
INGIN VAR
í VÆNDUM
— Þriðjudagurinn 25. júlí var ósköp
venjulegur, segir John Brown. — Ég sat
hjá Lesley næstum allan daginn, fór bara í
bæinn til að kaupa afmælisgjöf handa
henni. Hún átti 31. árs afmæli næsta
mánudag. Annars lásum við blöðin, og
horfðum á sjónvanjið. Ég fór frá Lesley
klukkan tíu um kvöldið. Ég hafði ekki hug-
mynd um, að fæðingin stóð fyrir dyrum.
Lesley var samt undarlega þögul, en ég hélt
að henni hefði verið gefið eitthvað róandi.
— Hún hafði fengið að vita hvað stæði
til klukkan 6. En hún vildi ekki segja mér
frá því, þar sem hún hélt að það mundi
valda mér of miklum óþarfa áhyggjum. Þar
sem mér fannst hún þögulli en venjulega,
hringdi ég á sjúkrahúsið klukkan að verða
11. Þá var mér sagt að koma, þar sem henni
virtist brugðið.
— Ég heimsótti Lesley, og þegar ég kom
út aftur var mér sagt að nú ætti hún að fara
á skurðstofuna.
8 VIKAN 37. TBL.