Vikan


Vikan - 13.09.1978, Side 11

Vikan - 13.09.1978, Side 11
Frá kristnu siðgæðissjónarmiði eru ekki sjáanlegir meinbugir á því út af fyrir sig að koma getnaði í kring utan móðurlífs, ef makar, sem geta ekki eignast afkvæmi saman með venjulegum hætti, vilja fá for- eldraþörf sinni fullnægt á slikan veg. Sú til- tekna tilraun.sem hér er um að ræða, þar sem tekist hefur að koma mannsfóstri fram með þvi að hnika til ásköpuðum skilyrðum, er mikið afrek og byggist á forsendum, þekkingarlegum og tæknilegum, sem vafa- laust má hagnýta til mikils góðs, ef vel er á haldið. Hitt veit enginn, hve margar slíkar tilraunir hafa verið gerðar án árangurs. Slikt eru reyndar engin tíðindi í sjálfu sér, hver sú tilraun í vísindum, sem heppnast, kostar jafnan margar misheppnaðar. En í þessu tilviki snertir tilraunastarfsemin við- kvæmar, mannlegar tilfinningar og mennsk örlög, fléttast inn í líf mannlegra einstakl- inga og þess vegna finnst mönnum meira að kveða og meira í húfi en þegar gerðar eru tilraunir með mýs og rottur. Þetta er mál fyrir sig. Hitt er stærra atriði, að i sam- bandi við þetta fréttnæma afrek eru menn minntir á ýmsa aðra möguleika, margs konar tilraunir og tæknibrögð með lifið, sem fela í sér mjög alvarlegar spurningar. Það er nú orðið flestum mönnum ljóst, að takmörk eru fyrir því, hvað náttúran lætur bjóða sér. Það eru varla takmörk fyrir því, hvernig tæknin getur ráðskast með mann- legt líf. En það eru takmörk fyrir því, hvað hún má í því efni, ef hún á ekki að valda meiri bölvun en blessun, þegar lengra er horft og dýpra. Sá tími er liðinn, þegar unnt var að fagna hverju vísindaafreki með fyrir- varalausri bjartsýni. Menn geta myndað fóstur með tæknilegum tilfæringum. Menn geta deytt fóstur með auðveldu móti. í námunda við þetta og í nánum tengslum við það eru óteljandi möguleikar í augsýn, sem gera fært að stýra gangi lífsins langt út fyrir alla eðlilega farvegi. Það eru fullkomin úrræði fyrir hendi til þess að meðhöndla manneskjur, frá getnaðar- stundu til dauðadags, eins og búpening, þar sem eintökin og afbrigðin hafa engan rétt, engan tilgang nema þann að samsvara hugmyndum og kröfum um nytjar þeim til handa, sem taka sér vald til þess að ákvarða eigindir þeirra og sköpulag. Lotning fyrir lífinu er stórt orð og hugsjón, sem flestir vilja viðurkenna i orði kveðnu. En það er djúptækt siðgæðislegt hugtak og stefnu- mið, sem mannkyn verður að virða í raun, ef það vill allsgáðum huga fóta sig í fluga- björgum og ekki láta gambanteina sið- blindrar tækni og mengaðrar hugsunar seiða sig fram af feigðarbrún. Sigurbjörn Einarsson. Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson Að meðhöndla mann- eskjur eins pg búpening. 37. TBL.VIKAN 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.