Vikan


Vikan - 13.09.1978, Qupperneq 18

Vikan - 13.09.1978, Qupperneq 18
Hann rétti Engles tvær filmurúllur. ;,Nokkrar myndir af togbrautinni og þarna að auki nokkrar innimyndir. Líttu á þær. Ágætis myndir.” Hann rétti mér þriðju rúlluna. „Langar þig til þess að sjá sjálfan þig að þrotum kominn? Það er ekki nóg Ijós á henni. En þetta er góð mynd. Hún gagntekur mann, enda þótt þú ofleikir dálitið." Hann saup á glasi sínu. Þegar hann lét það frá sér, sagði hann: „Jæja, það er víst best að fara að framkalla. Það er ekkert annað hægt að gera i þessu veðri. Vildi, að ég hefði haft myndavélina með mér, þegar ég kom inn áðan. Ég hefði viljað ná mynd af Valdini með byssuna. Þetta var einhvern veginn allt svo eðlilegt. Segðu ntér seinna. hvað þér finnst um þessar myndir, karl minn." „Ég skal gera það," sagði Engles. Og Joe fór út. Ég leit i kringum mig. Allt virtist með kyrrum kjörum. Mayne hafði sest við pianóið og var að leika eitthvert lag. sern ég kannaðist ekki við. Carla var i áköf- um samræðum við Valdipi. Keramikos sat yfir glasi við hinn endann á barnum. Mayne breytti nú skyndilega yfir i La Donna Immobile. „ Jamm, það er að sjóða upp úr,” sagði Engles lágt. „Ef þetta kemur fyrir aftur, þá verður áreiðanlega skothrið. Ég er viss um. að Valdini er ekki sá eini, sem er með byssu." „Hvað var allt þetta tal um milljón i gulli?" spurði ég. Við gátum talað saman í hálfum hljóðum vegna hávaðans í píanóinu. „Manstu eftir blaðaúrklippununt úr Corriere della Venezia, sem þú sendir mér. Önnur þeirra fjallar um þetta. Það var gullfarmurinn, sem hvarf á leiðinni. Hann hvarf i Tre Croci skarðinu. Og þessvegna eru þessar fuglahræður hérna. Mayne, Keramikos, greifynjan og Valdini vita öll um gullið. Þau halda, að það sé einhvers staðar hérna. En það, sem skiptir mestu máli, er — hver veit nákvæmlega, hvar þaðer?" „Veist þú það?” spurði ég. Hann hristi höfuðið. „Nei. Ég giskaði aðeins á, að það væri hér, vegna þess að Stelben átti einu sinni Col da Varda. Þegar Stelben var fyrst tekinn til fanga, yfirheyrði ég hann í Mílanó. Og við höfðum áhuga á sögunni um horfna gullið. Ég hef rannsakað málið mikið. Skíöaskálinn í Ölpunum. Ég fór meira að segja til Berlinar og sá —” Mayne hætti i þessu að leika á píanóið. Það var skyndileg þögn. Vindurinn gnauðaði á húsveggjunum. Og úti féll snjórinn stanslaust. „Haldið áfram að leika,” sagði Engles við Mayne, „annars byrjum við öll að rifast aftur." Mayne kinkaði kolli nokkuð glaðlega. Hann virtist alveg rólegur. Hann hagræddi sér á stólnum og byrjaði að leika Svmfony Fantastique. Keramikos fikraði sig nær okkur. „Viljið þér gjöra svo vel að segja mér, herra Engles. hvað kom fyrir greifynjuna og Mayne?" spurði hann. Engles sagði honum i stuttu máli það, sem gerst hafði. Þegar hann hafði lokið máli sinu. kinkaði Keramikos kolli. „Ah. Það var hugsunin um allt gullið. sem æsti hana upp. Hún hefur vist verið kölluð verri nöfnum en hóra á ævinni. Svo að hún veit ekki, hvar það er falið?” Hann otaði fram höfðinu. „Vitið þér, hvar þaðer. herra Engles?" „Ef ég vissi það, gætuð þér ekki ætlast lil, að ég segði yður það," svaraði Engles. Keramikos hló við, en hlátur hans lýsti engri gleði. „Auðvitað ekki, vinur minn. En við ættum að hjálpa hvor öðrum. Þetta fólk hérna —” og hann kinkaði kolli í áttina til greifynjunnar og Mayne, „það er hér einungis í eiginhags- munaskyni. En við — við erum ekki að gera þetta fyrir sjálfa okkur.” „Fyrir hvern eruð þér að vinna núna, Keramikos?” spðurði Engles. „Fyrir land mitt." svaraði hann. „Alltaf fyrir land mitt.” Hann einblíndi á Engles. „Þér munið, að við höfum sést áður." „Auðvitað man ég það,”svaraði Engl- es. „Ég var þá í Pireus. Þér höfðuð nokkra ELAS skæruliða i för með yður og ætluðuð að leggja tundurdufl i höfn- ina þetta kvöld." „Ah — ég vissi. að þér munduð eftir því. Það var kalt i veðri þetta kvöld. Höfnin var svört og full af oliu og skit. Vatnið var ekki sérlega bragðgott. Ég naut þess ekki beint að synda þetta kvöld.” Hann brosti. „Og nú drekkum við saman. Finnst yður það ekki einkennilegt?” „Menn geta ekki alltaf ráðið þvi, hver erdrykkjufélagi þeirra,” svaraði Engles. Það iskraði i Keramikos, og litil augu hans ljóntuðu bak við þykk gleraugun. „Svona er lífið,” sagði hann. „Þér vinnið fyrir yðar rikisstjórn. ég fyrir mina. Endurfundir okkar æltu að vera hátíðlegir, með byssum og tilheyrandi. eins og Valdini. í stað þess drekkum við.” „Látið nú ekki eins og kjáni. Keramikos,” sagði Engles. „Þér hafið ekki lengur neina ríkisstjórn til þess að vinna fyrir.” Keramikos andvarpaði. „Það er satt. Það er alveg satt. Eins og er, er ekkert eftir annað en félag, mjög laust i reipunum, neðanjarðarhreyfing. En ennþá vinna margir Þjóðverjar eins og ég alls staðar i heiminum. Við vinnum stjórnlaust, án nokkurrar aðstoðar. En það á eftir að breytast. Enn erum við að reyna að afla okkur fjár. Þessvegna er ég hérna. Ég er yfir félagsskap i Grikklandi. Við verðum að hafa peninga, ef félags- skapurinn á að geta haldið áfram slarfi sinu. Fjórar milljónir dollara i gulli myndi vel þegið. En það verður ekki alltaf þannig. Einhverntima byrjar Þýskaland að aðhafast eitthvað á ný. Og næsta skiptið — þriðja skiptið — þá mun okkur ekki mistakast. Þið segið þegar, að Þýskalandi verði að vegna vel, svo að það stuðli að fjárhagslegri velmegun Evrópu. Við eigum engar þjóðarskuldir, eins og þið. Við höfum borgað með ósigri okkar. Við sveltunt núna, og þessvegna verður gamalt fólk að láta lífið. Og það er gott fyrir þjóðina. lðnaður okkar er i rústum. Það er einnig gott. Þegar við kontum iðnaðinum aftur á fót. verður hann nýtiskulegur og samsvarar sínum tima. Það verða engar gantlar verksntiðjur endurbættar, eins og ykkar. heldur nýjar verksntiðjur. Þannig verður það einnig með herinn. Sannið þér til. Siðast tók það luttugu ár. Tuttugu ár er langur timi. Það verður komin ný kynslóð, kynslóð, sem þekkir ekkiógnir stríðsins.” „Þér eruð hreinskilinn,” sagði Engles. „Hversvegna ekki? Þér eruð embættismaður i brezku upplýsinga- þjónustunni.” „Var,” leiðrétti Engles. „Ég er ekki lengur i hernum.” ÍCeRAMIKOS yppti öxlum. „Hverju skiptir það, hvað þér kallið yður? Ég kalla mig skipamiðlara. En þér eruð enn i upplýsingaþjónustunni, og þér hljótið að gera yður grein fyrir, að þjóð yðar verður að viðurkenna tilveru okkar. En hvað geta þeir gert? Hvað geta þeir til dæmis gert við mig? Ég er griskur þjóð- ernissinni. Grikkland er sjálfstætt land. Þeir geta ekki tekið mig til fanga. Og ég mun ekki gera neitt glappaskot héma á ítaliu. Ég ætla að ná í gullið. En ég ætla að fara að öllu með gát. Ég ælla ekki að drepa neinn, ef ég get komist hjá þvi. Mayne og Valdini eru öðruvisi. Þeir eru báðir glæpamenn, og hættumeiri. Mayne er liðhlaupi, eins og ég, sagði Blair.” „Já, ég veit allt um Mayne.” sagði Engles. „Ég vil einungis vita, hvernig þér komust að leyndarmálinu um gullið. Þér getið ekki hafa komist að því i Grikklandi.” „Einmitt það?" Honum virtist skemmt. „Samt er þetta i fyrsta skiptið, sem ég fer frá Grikklandi siðan ég var i 18 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.