Vikan - 13.09.1978, Qupperneq 19
Alexandriu. Og það er langt siðan —
skömmu fyrir grisku uppreisnina. Nei.
Ég komst að því i Grikklandi. Það var
heppni. Eini maðurinn í varðsveitinni
sem komst lífs af, leitaði hjálpar minna
manna i Salonika. Þeir báðu hann að
segja, hver hann væri. Og hann kjaftaði
loks frá öllu. En vitið þér, hvernig
Stelben fékk gullið?”
„Ég veit fátt um það," svaraði Engles.
„Ég hef engar sannanir. Stelben hélt
kjafti. Og ég vissi alls ekki, að einn varð
mannanna hafði komist lifs af. Hann
drap meira að segja einkaþjón sinn,
sem hafði þjónað honum i sex ár. Mér
þætti gaman að vita, hvað maðurinn
hafði að segja. Og Blair hérna veit ekkert
um þettaalltennþá."
„Ah. Þá skuluð þið lesa yfirlýsingu
liðþjálfans, sem komst undan, og við
skulum fá okkur að drekka til þess að
styrkja okkur." Hann pantaði eitthvað
að drekka, og ég hallaði mér nær, vegna
þess að Mayne var nú að leika eitthvað
hávaðasamt, og það var erfitt að heyra
mælt mál þarna inni, einnig vegna
vindsins, sem gnauðaði á gluggunum.
Þegar Aldo rétti okkur glösin, sagði
Keramikos: „Þetta eru engin meðmæli
með Gestapo. En sérhver félagsskapur
hefur, eins og þér vitið, sina svörtu
sauði. Þér verðið að muna. að þetta var í
lok stríðsins. Og Stelben hafði drepið
marga. áður en hann skaut þessa niu
hermenn. Gullið var i banka í Feneyj-
um. Það var eign banka i Róm og hafði
verið flutt þangað fyrir öryggis sakir.
Þegar her ykkar steig á land i Anzio
og við urðum að hörfa til bakka
árinnar Pó, var Stelben fyrirskipað að
flytja gullið til Ríkisbankans i Munchen.
Hann átti að fara með það á bílum,
vegna þess að þið voruð alltaf að varpa
sprengjum úr lofti á járnbrautir. og
leiðin, sem valin var, lá gegnum Cortina
og Bolzano til Innsbruck. Þér verðið að
gera yður grein fyrir þessari litlu lest. Það
var stór vörubíll með gullið. Hann var
læstur og innsiglaður. Siðan komu tveir
Volkswagen. Þar að auki voru sjö heið-
virðir þýskir hermenn og Stelben — og
að lokum gullið, en andvirði þess var um
það bil átta milljónir dollara.”
Keramikos þagnaði og leit í kringum
sig. Mayne var að leika Danse Macabre
núna. Greifynjan og Valdini voru enn
að talast við. Snjórinn féll látlaust fyrir
utan og myndaði stóra skafla á verönd-
inni. Siðan tók Keramikos gamalt og
snjáð leðurveski upp úr vasanum og tók
úr því samanbrotið blað. „Þetta er yfir-
lýsing Holtz liðþjálfa i skotliðasveit-
inni,” sagði hann. „Gjörið svo vel að
lesa hana.”
Engles lagði blaðið á borðið, svo að ég
gæti lesið yfir öxl hans. Það var vélritað
á þýsku. Það var dagsett níunda okóber
1945. Ég prenta það hérna, vegna þess
að svo vill til, að ég er með það í fórum
minum, þegar ég skrifa þetta, og vegna
þess að þetta er góð yfirlýsing. Holtz
segir söguna á heiðarlegan ogsanngjarn-
an hátt og dregur ekki af neinu, eins og
hermanna er vandi. Þetta gerði það að
verkum, að ég átti mjög auðvelt með að
lifa upp þennan atburð, þegar ég stóð
beint yfir þeim stað, sem þetta hafði
komið fyrir á. Sagan var, eins og Kera-
mikos hafði sagt, ekki falleg, og maður
sá fyrir sér gullið, fjárgráðuga menn,
menn, sem vildu jafnvel drepa fyrir
þennan glóandi málm. Maður sá fyrir
sér allar þær hörmungar, sem gullið
hafði valdið. Yfirlýsingin er svohljóð-
andi:
„15. marz 1945, var mér skipað að
mæta ásamt þrem varðmönnum hjá
Heinrich Stelben höfuðsmanni, sem
hafðist við í Albergo Daniele í Feneyj-
um. Stelben höfuðsmaður skipaði mér að
fara til Bancca Commerciale del Popolo
og ná þar í fjörutiu trékassa fulla af gulli.
Þegar dimmt var orðið, náðum við í
kassana og héldum til Piazzale Roma.
Þar settum við kassana í lokaðan vöru-
bil, sem Stelben höfuðsmaður lét síðan
innsigla i nærveru bankastarfsmanns.
Ég var einnig viðstaddur, þegar vörubill-
inn var innsiglaður. Höfuðsmaðurinn
sagði mér síðan, hvert ég ætti að fara, en
leiðin var Mestra-Conigliamo-Cortina-
Bolzano-lnnsbruck til Munchen. Auk
vörubílsins voru tveir Volkswagen. Ég
var í öðrum vagninum ásamt bilstjóra.
Trend Rafritvélar
Japönsk völundarsmíð.
Ódýrar, liprar, sterkar og fallegar.
Skrifvélin h.f.
Suðurlandsbraut 12. Sími 8 52 77. Pósth. 1232.
Húsgögn fyrir fólk a öllum aldri
ncjnjavmui m.
Brautarholti 2 — Símar 11940 -12691
Verð
mjög
hagstætt
37. TBL. VIKAN 19