Vikan - 13.09.1978, Page 20
Við fórum fyrstir. Síðan kom vörubíll-
inn með gullinu. 1 honum voru bílstjóri
og einn minna manna. Síðast kom svo
Stelben höfuðsmaður i hinum Volks-
vagninum ásamt bilstjóra og tveimur
manna minna. Bílstjórarnir voru allir
þýskir. Ég veit ekki, hvað þeir hélu.
Nöfn manna minna voru Flick,
Wrennerog Reinbaum.
Hjá Ponte nella Alpi stönsuðum við
og settum keðjur á bílana. Það lá þykkur
snjóhjúpur á vegunum, og við héldum
nú til fjalla. Það var frost og mjög hált.
Þegar við vorum komnir upp fyrir
Cortina, skipaði Stelben höfuðsmaður
okkur að stansa með því að þeyta bíl-
flautuna. Klukkan var rúmlega tvö um
nótt. Við vorum staddir efst i skarðinu,
og húsið, sem við vorum nýfarnir
framhjá, var Tre Croci gistihúsið.
Höfuðsmaðurinn ók nú að mínum bíl
og sagði mér, að hann hefði fengið inn-
siglaðar fyrirskipanir, sem hann hefði átt
að opna á þessum stað. Hann tók fram
umslag og opnaði það. Síðan sagði hann
mér, að honum væri falið að flytja gullið
til steinsteypta hússins fyrir endanum á
sleðabraut, sem átti að vera þarna ná-
lægt. Hann fór nú á undan, og við ókum
yfir á lítt farna slóð. Brátt komum við að
steinhúsi. Varðmaður kom á móti okk-
ur.
Skíðaskálinn
í Ölpunum.
Þarna var fyrir varðliðsflokkur.
Höfuðsmaðurinn sagði frá fyrirmælun-
um, og varðmaðurinn kallaði í yfirmann
varðliðssveitarinnar. Þegar hann kom
út, rétti Stelben höfuðsmaður honum
fyrirmælin. Varðstjórinn virtist hissa og
sagðist þurfa að tala um þetta við yfir-
^rnann sinn, sem hefðist við i gistihúsinu.
Höfuðsmaðurinn sagði honum að það
væri allt of mikil töf og skírskotaði til
bréfsins, en i því var bersýnilega fyrir-
skipun um að flytja gullið til steinhúss-
ins fyrir dögun. Hann sagði, að þegar
gullið hefði verið flutt upp i steinhúsið,
myndi hann sjálfur koma með honum á
fund yfirmanns hans.
Þetta samþykkti varðstjórinn. Siðan
rufum við innsiglið á vörubílnum og
byrjuðum að flytja gullkassana að tog-
brautinni. Varðliðsmennirnir, sem voru
reyndar aðeins tveir, hjálpuðu okkur
ásamt varðstjóranum. Þegar á þessu
stóð, kom varðstjórinn til min og lét í
Ijós óánægju sína yfir því, að hafa ekki
mátt tilkynna þetta strax. Hann var frá
Bayern. Hann hafði áður verið í fall-
byssusveit og vann nú að loftvarna-
undirbúningi. Hann benti mér á, að
það væri einkennilegt, að hann hefði
ekki verið látinn vita fyrirfram um svo
merkilegan atburð, og smám saman fór
ég að verða kviðinn, einkum vegna þess,
að menn minir voru óánægðir, vegna
þess að þeim hafði verið sagt, að þeir
væru á leiðinni til Þýskalands.
Sleðinn tók aðeins helming gullsins.
Þegar gullinu hafði verið komið fyrir á
sleðanum, fór ég ásamt varðstjóranum
til Stelben höfuðsmanns. Varðstjórinn
krafðist þess að mega tilkynna yfir-
manni sínum þetta. 1 fyrstu þvertók Stel-
ben fyrir það. Hann varð fokvondur og
hótaði varðstjóranum öllu illu fyrir að
reyna að hindra verk Gestapo. Ég benti
höfuðsmanninum á, að fjarvera varð-
stjórans kæmi ekki í veg fyrir Butning
gullsins, einkum þar sem annar varð-
maðurinn gat ekið sleðanum.
Loks lét Stelben undan og hélt ásamt
varðstjóranum til yfirmanns hans. Hann
skipaði mér að flytja gullið upp í stein-
húsið. Ég átti að skilja einn manna
minna, ásamt tveimur varðmönnum,
eftir hjá gullinu. Siðan hélt hann af stað,
ásamt varðstjóranum.
Ég lét einn minna manna standa vörð
við vörubílinn og steig síðan upp í
sleðann. Þar sem togbrautin endaði, var
steinhús sem byggt hafði verið ofan á, en
í sjálfum steingrunninum var vélarúm
fyrir togsleðann. Nálægt húsinu var litill
kofi, en fyrir ofan hann var verið að
koma fyrir fallbyssum. Við vorum ný-
búnir að koma gullinu öllu inn, þegar
síminn i vélarúminu hringdi. Ég fór inn
og svaraði. Það var höfuðsmaðurinn.
Hann skipaði mér að láta flytja kassana
að barmi einnar grafarinnar, sem hafði
verið grafin undir steyptan grunn fall-
byssnanna. Það átti að verða dýpsta
gröfin. Á meðan á þessu stóð, átti ég að
senda sleðann niður til þess að ná í
hann. Ég gerði þetta og skipaði mönnun-
um að flytja kassana að grafarbarmin-
um. Það lá slóð frá togbrautinni að
gröfunum. En það var mjög hált þarna.
Það var mikill halli og auk þess var
erfitt að halda á kössunum. Menn minir
voru farnir að verða nokkuð órólegir.
Við höfðum ekki lokið verkinu, þegar
höfuðsmaðurinn kom. Hann kvartaði
yfir þvi, hvað við værum seinir. Og hann
var alltaf að líta á úrið. Honum virtist
órótt innanbrjósts. Mennirnir nöldruðu
jafnvel í áheyrn hans, og hann ásakaði
mig um agaleysi.
Þegar verkinu var lokið og kössunum
hafði verið komið fyrir á grafarbakkan-
uni, sagði hann: „Farðu með alla menn
þina inn í vélarrúmið.Ég ætla að tala við
þá." Ég gerði þetta, og þeir gengu i röð
inn í vélarúmið, en þar var mjög þröngt
um þá. Ég var taugaóstyrkur og menn
mínir líka. Það var erfitt að stjórna
mönnunum nú orðið, en við vorum enn
hræddir við Gestapo. Höfuðsmaðurinn
skipaði manninum, sem ók sleðanum, að
koma inn, og hann gerði það skömm-
ustulegur á svip.
Síðan skipaði höfuðsmaðurinn ein-
hverjum að loka hurðinni. Hann gretti
sig, og ég tók eftir blóði á skyrtu hans og
vinstri hendinni. Ég hélt að hann hefði
dottið og skorið sig. Hann virtist æstur
og fitlaði stanslaust við ólina, þar sem
skammbyssa hans hékk. „Einn kassanna
i bílnum hefur verið opnaður og tekið úr
honum gull,” sagði hann. „Ég ætla að
leita á ykkur. Snúið ykkur við.” Við
snerum okkur ósjálfrátt við með andlitin
aðsteinveggnum.
Af einhverri ástæðu sneri ég mér við
aftur. Ég sá, að hann hélt á byssu i hend
inni. Um leið ogégsneri mér við, byrjaði
hann að skjóta. Ég hljóp að Ijósaper
unni, sem hékk neðan úr loftinu og sló
til hennar með hnefanum. Um leið datt
ég um einhverja vél og féll á vinduhjólið.
Það var niðamyrkur inni. Herbergið var
fullt af reyk, og hávaðinn í byssunni var
ærandi inni í þessu litla herbergi. Ég var
hálfringlaður, því að ég hafði dottið á
höfuðið. Það var kveikt á blysi. Ég lá
kyrr. Ég sá höfuðsmanninn gegnum rifu
á vinduhjólinu. Hann gekk að veggnum
og byrjaði að rannsaka likin. Hann var
með blysið í annarri hendinni, en byss-
una í hinni. Ég var mjög nálægt dyrun-
um.
Framhald í næsta blaði.
FERÐASLYSATRYGGINGAR
SJÚKRATRYGGINGAR
FARANGURSTRYGGINGAR
BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS
Laugavegi 103, sími 26055
Umboðsmenn um land allt
20 VIKAN 37. TBL.