Vikan


Vikan - 13.09.1978, Síða 22

Vikan - 13.09.1978, Síða 22
Flestir flytja á fardögum Skipuleggið flutninginn vel Eitt af því sem virðist sára ein- falt úr fjarlægð, en er það ekki þegar til kastanna kemur, er flutningur úr einni íbúð í aðra. En með góðri skipulagningu má einfalda flutninginn og komast í gegnum hann án þess að allt fari i handaskolum. Á íslandi eru fardagar tveir, 14. maí og 1. október. Algengast er að fólk skipti um búsetu um fardaga, þótt auðvitað eigi flutn- ingar sér stað á öðrum timum en fardögunum. Gamalt orðtak segir, að ef fólk vilji hafa reglu á sínum hlutum sé því ráðlegast að flytja að minnsta kosti fimmta hvert ár. Það er jafnan svo, að þegar á að pakka allri búslóðinni niður og flytja milli staða kemur í ljós að við eigum í fórum okkar alls kyns dót, sem enginn hefur lengur not fyrir, gömul föt, gömul leikföng, húsgögn, og ýmislegt annað. Fyrst af öllu verður að reyna að losa sig við allt, sem ekki er lengur þörf fyrir. Gömul föt má gefa t.d. til Hjálpræðishersins eða á flóa- markaði. Það sem enginn hefur not fyrir er best komið á ösku- haugunum í Gufunesi. Þegar flutningur stendur fyrir dyrum er alveg fyrirtak að vera búinn að gera sér grein fyrir hvernig raða á hlutunum á nýja staðnum, áður en á hólminn er komið. Hentugast er að stækka venjulega teikningu um helming þannig að það sem er einn sm á arkitektateikningunni verði tveir sm á eigin teikningu. Síðan er hægt að mæla öll húsgögnin (lengd og breidd) teikna þau upp á blað og klippa út. Einn metri á teikningunni verður þá einn sm á teikningunni. Þannig er hægt að raða öllu á blaðið, úthugsa allt á sem bestan hátt. Þannig sést á augabragði hvernig hægt er að koma öllu fyrir á sem hent- ugastan hátt. Auðvitað á þetta sérstaklega við þar sem um þrengsli er að ræða og mikið er til af húsgögnum. Flutningafyrirtæki í nágrannalöndum okkar eru sérstök fyrirtæki, sem sjá um flutninga. Séð er um að pakka öllu niður í kassa og síðan er allt flutt í nýju íbúðina og tekið upp, ef fólk kærir sig um það. Þessi þjónusta er ekki fyrir hendi hér á landi. Hins vegar Venjuleg, þykk eldhúsglös þola vel afl þeim sé staflað og öflrn hverju glasi vafið inn f dagblað. hjálpa sendibílstjórar til við burðinn. Ef nauðsynlegt er að fá tvo utanaðkomandi til þess að bera verður að greiða fyrir ann- an bil með bílstjóra. Hjá Sendibílastöðinni fengum við uppgefið að startgjald sendi- bíla er 1100 kr. (eða var síðast í ágústmánuði). Bíllinn kostar 3.549 kr. á klst. á meðan á ferm- ingu og affermingu stendur og síðan kostar hver ekinn km 118 kr. Gjöldin eru þau sömu hvort sem um er að ræða dag eða eftir- vinnu nema km gjaldið er 177 kr. í eftirvinnu. Eftirvinna telst eftir kl. 5 á daginn og á laugar- dögum og sunnudögum. Skipulagningin Flestu af innbúinu er hægt að pakka niður í kassa nokkuð löngu áður en flutningsdagurinn rennur upp. Að sjálfsögðu verður þó að gæta þess að nauð- synlegustu eldhúsáhöld verði með því síðasta, sem pakkað er niður. Það fæst líka góð heildar- sýn yfir gagnslausa hluti ef byrj- að er að pakka í góðum tíma. Gott er að viða að sér göml- BoHar þola einnig afl staflast þagar öflmm hverjum bolla er vafið I blafl. Fyrst eru blöfl látin é milli diskanna og þeim sfflan pakkafl inn i gömul dagblöfl. Gætifl afi þvi afl „læsa" arminum ð plötuspilaranum ðður en hann er fluttur. Ef þifl eigið klukku með.löði takið þð lóðin og pakkifl þeim sérstaklega fyrir flutninginn. um dagblöðum og pappaköss- um. Kassarnir verða helst að vera það sterkir að þeir láti ekki undan i flutningnum. Þá má oft fá hjá stórmörkuðum og 22 VIKAN37. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.