Vikan


Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 8

Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 8
I Hanging Gardens f Bombay. Á leiðinni yfir sléttuna sáum við fjölda af úlfaldalestum, sem hlaðnar voru föggum hirðingja, sem héldu þarna til. Vegna kuldans héldumst við ekki við þarna nema tvo daga og tókum okkur þá far með rútu til Kabúl aftur. Leið okkar lá yfir hátt fjallaskarð, ca 3300 m.y.s., og þegar við vorum að leggja á skarðið, bræddi bíllinn úr sér, enda ævagamall orðinn. Það var ekki um annað að ræða en að halda áfram á puttanum, og fengum við far á vörubílspalli um það leyti sem myrkrið skall á. Þarna hírðumst við alla nóttina og kom ekki dúr á auga vegna kuldans, sem nísti gegnum merg og bein. Þetta var löng og erfið ferð, en i morguns- árið komumst við heilu og höldnu til Kabúl og gátum sest við ofninn á hótelinu okkar þar. í Kabúl sneri Sveinn til baka, en við hinir héldum áfram austur og tókum okkur far með rútu til Delí á Indlandi. Leið okkar lá um hið sögufræga Khyberskarð, en um það hafa flestar innrásir verið gerðar á liðnum öldum, siðast innrás túrista, sem nú streyma þangað í þúsundatali flytjandi með sér kóka-kólamenninguna, sem alltaf fylgir þeim. Eðluseyði skottulæknisins í Delí Það var komið fram í nóvember og orðið kalt í Kabúl, en þegar til Pakistan kom, var strax hlýrra, og í Delí var vel heitt. Þessar hitabreytingar urðu til þess, að við kvefuð- umst illilega og leituðum til skottulæknis til að fá bót meina okkar. Hann gaf við þessu töflur af ýmsum gerðum og stærðum, einnig smyrsl og duft og mórautt gut! í flösku til að skola þessu niður með. Seinna tolla, og það er mikið um, að t.d. Þjóðverjai flytji bíla til Sýrlands frá Þýskalandi og selji þá þar með góðum hagnaði. Meðan gengið var frá kaupunum, héldum við til í húsi viðskiptavinar okkar, sem virtist vera vel efnum búinn. Hann átti tvær konur og hafði sér til aðstoðar dálitla hirð af ættingjum og þjónum. Þegar forms- atriðum varðandi söluna hafði loks verið fullnægt, var vegabréfsáritun okkar að verða útrunnin, og þurftum við því að hafa hraðan á að koma okkur í burtu. í fótspor Alexanders mikla Við afhentum bílinn við landamæri Jórdaníu og héldum siðan rakleiðis til Tyrklands aftur og þaðan til Teheran í íran með litlum töfum. Þar gefur að lita gífur- legar andstæður örbirgðar og auðs, eins og reyndar alls staðar i þessum heimshluta, en fátt er þar, sem laðar að sér ferðafólk, og margir, sem leið eiga þar um, láta sér nægja að skoða krýningardjásn keisarans, sem eru sögð svo dýrmæt, að það hafi merkjanleg áhrif á gjaldeyrismál heimsins, hvar þau eru niður komin. Teheran er einnig miðstöð fyrir sölu og útflutning persneskra teppa, sem þar kosta aðeins brot af því, sem þau eru seld fyrir á Vesturlöndum. Frá Teheran lá leið okkar til Afganistan, og nú fórum við að hægja á okkur aftur. Við stöldruðum við í fornfrægum borgum, s.s. Kandahar og Herat, þar sem enn má sjá minjar um herferð Alexanders mikla til Austurlanda. 1 Kabúl, höfuðborginni, vorum við í þrjár vikur og höfðum Iítið fyrir stafni annað en að kynnast íbúum landsins. Afganir eru flestir stórskornir og háir vexti og stoltir með afbrigðum, þrátt fyrir fátæktina er lítið um betlara þar. Landið er hrjóstrugt og fjöllótt, og vegna hæðar yfir sjó eru vetur mjög kaldir og sumur að sama skapi heit. Hirðingjar reika þarna um auðnirnar með úlfalda sína og annan fénað, og er vandséð, hvernig þeir draga fram lífið í þessu gróðurlitla landi, enda fellur bæði fólk og fénaður, ef eitthvað ber út af með veðráttu. Bænastundirnar töfðu för Frá Kabúl fórum við í tveggja daga ferð til Mazar-i-Sharif, sem liggur norður undir landamærum Sovétríkjanna. Við lögðum af stað snemma morguns, og var okkur sagt. að ferðin tæki um sjö tima. Við vorum, er hér var komið sögu, farnir að kynnast tíma- skyni Afgana og reiknuðum með helmingi lengri tíma, sem reyndist vera nærri lagi. Við þurftum oft að stoppa á leiðinni, til að múhameðstrúarmennirnir gætu beðist fyrir, og þá lögðust þeir allir á bænamottur sínar fyrir utan rútuna og sneru sér í átt til Mekka. Mazar-i-Sharif stendur á hásléttu í mikilli hæð yfir sjó. Umferðarhnútur i Deli. Myndbi er tekin út um afturglugga á leigubil. Litil stúlka með betlibauk f Bombay. Þetta var einn af sárafáum bethmim, sem virtist ganga heill til skógar og þar að auki í göðum holdum. Ibúðarhúsnœði i Bombay. Konan neðst á myndinni er við matseld. 8 Víkan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.