Vikan


Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 62
PÓSTURIM Hvaöerf kvöldmatinn? Þsssa sórstsaðu mynd ssndi H. óskipta athygli á ritstjóm M. Pólsdóttir Póstinum af Iftilli Vikunnar og Pósturinn hvstur þó vinkonu sinni. Sú litla hsitir ssm siga sksmmtilsgar og Hanna Maja og býr ó ÁHhólsvagi sérstœðar myndir til að senda 176. Mynd þsssi hefur vakið þœr inn til birtingar. Hœttuleg vandræði Sæll Póstur! Þetta er í fyrsta sinn, sem ég skrifa þér, og vona ég því, að þú svarir mér mjög fljótt. Ég er í hættulegum vandræðum. Þannig er mál með vexti, að ég er með giftum manni, og hann er alltaf að segja mér, að hann elski mig. Við erum saman við hvert tækifæri sem gefst. Hann á þrjú börn, en ég hef ekkert spurt hann, hvort hann ætli að skilja við konuna sína. En fólk er farið að gruna ýmislegt. Og ef þetta kæmist upp, þá yrðum við bæði í hrœðilegum vandræðum. Elsku Póstur. Hvað á ég að gera? Ekki segja að ég verði að hætta við hann, því ég elska hann allt of mikið til þess að geta það. Ein í hœttulegum vandræðum P.S. Hann sagði, að ef þetta kæmist upp, þá myndum við fara eitthvað saman. Nú er þetta örugglega allt fyrir löngu komið fram í dagsljósið, því svona lagað kemst oftast upp að lokum, og þið því farin eitthvað saman — eða hvað? Satt að segja finnst Póstinum langsennilegast, að hann sé kominn aftur í faðm fjölskyld- unnar (það er að segja, ef konar hefur tekið við honum) og þú sitjir eftir með sárt ennið og vonandi reynslunni ríkari. Hafi maðurinn geð í sér til að fara á bak við konuna sína, vefst þaðj örugglega ekki fyrir honum að blekkja þig líka, það ættir þú að j hafa gert þér ljóst strax íj upphafi. Það er valt að treysta því, að hann hafi verið fyllilega hreinskilinn í ykkar sambandi og þótt hann segist elska þig, er það haldlítil trygging. Gleymdu þessu ævintýri hið snarasta og gættu þín vel á giftum mönnum í framtíðinni. Hann gerði mig ólétta Kæri Póstur! Ég vona bara, að þú birtir þetta bréf fyrir mig í þœttinun. þínum. Ég hef aldrei skrifað þér áður, vegna þess að ég hef hingað til alltaf getað hjálpað mér sjálf. En nú er í óefni komið. Þannig er nefnilega mál pneð vexti, að ég var með strák og hann gerði mig ólétta. Mamma og pabbi vita ekkert um hann, en mamma hefur oft sagt mér, að hún vilji ekkert með barn hafa verði ég ófrísk. Þau vissu ekkert, að ég væri með þessum strák, því ég er frekar hæglát og róleg. Ég er ekki í skóla. Geturðu ekki hjálpað mér eitthvað? Sigga Því miður getur Pósturinn lítið gert þér til hjálpar fyrst svona er komið. Þegar þetta svar kemst á þrykk, hafa foreldrar þínir örugglega komist að öllu saman, og það er til í dæminu, að þú verðir þá þegar orðin móðir. Sennilega hefur þú ekki þurft að hafa svona miklar áhyggjur af því, sem móðir þín sagði, hún hefur aðeins haldið, að með þessu gæti hún komið í veg fyrir að svona færi, sem er því miður algengur misskilningur meðal mæðra. Þegar barnið svo er fætt verður hún líklega ein af þessum umhyggjusömu ömmum, sem láta sér ekkert óviðkomandi i uppeldi barnsins. Póstinum finnst harla ótrúlegt, að drengnum hafi tekist að „gera þig ólétta” án þess að þú sjálf kæmir þar nokkuð nærri, eins og skilja má af orðalaginu. Hertu upp hugann, þetta er enginn heimsendir og með árunum getur þú örugglega ekki hugsað þér lifið án barnsins þíns. Pennavinfr Ársæll Benediktsson, Barmahlið 55,101 Reykjavik óskar eftir pennavinum á aldrinum 17-20ára. Stephan H. Lauretta 229 W. 109 th St. Apt 91, New York, NY 10025 U. S. A. óskar eftir bréfasambandi viö konur á aldrinum 20-30 ára, sem hafa áhuga á tungumálum, ferðalögum, sígildri tónlist og leiklist. Sigríður Baldursdóttir, BjamavöDum 10, 230 Keflavik óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aidrinum 15-17 ára. Hildur Jósteinsdóttir, Yrsufelli 15, 1091 Reykjavfk óskar eftir pennavinum á aldrinum 12-13 ára. Áhugamál eru hestar, íþróttir o.fl. Svarar öUum bréfum. Richard A. Gutierrez, jr. 1000 Windy Pass, SP. 111 Barstow, California USA 92311 vill komast í bréfasamband við Islendinga. Hann er 23 ára nemi í fjöl- miðlun o.fl. Með námi vinnur hann sem i plötusnúður en einnig sem ljósmyndari. Hann hefur tekið myndir víða um lönd og segir ísland vera sitt mesta áhugaefni á þessu sviði. Ingi Björn Þorbergsson, 17 ára, og Bjarni Þór Þorbergsson, 16 ára, báðir til heimilis að Gerði, Suðursveit, A-Skaft. óska eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 15-lS ára. Þeirra aðaláhugamál er stelpur. John Hammond, P.O. Box 662, Cape Coast, Ghana, West-Africa óskar eftir bréfasambandi við íslendinga. Hann er nítján ára gamall, skrifar á ensku og áhugamál eru lestur og bréfaskriftir. Gary Harwell, 315 Ishmeal, Houston, Texas 77091 óskar eftir bréfasambandi við íslenskar stúlkur á aldrinum 18-22 ára. Áhugamál eru tónlist, siglingar, saga og ferðalög. Hann biður um mynd með fyrsta bréfi og einhverjar persónu- legar upplýsingar. L. R. Ruby, 831, Dagenham Road, Dagenham, Essex England óskar eftir bréfasambandi við íslenska konu á aldrinum 24-27 ára. Hún er sjálf 25 ára, gift og hefur áhuga á t.d. garðyrkju og dýrum. Jay Lindfors, 833 Hancock, Alina, Kansas, 67401 USA óskar eftir bréfa- skiptum við íslenska stúlku jafnvel með nánari kynni í huga. Hann er Amerikani, ættaður frá Sviþjóð. — Þafl var ekkert afl ristafla brauðinu — þetta var munnþurrkan, sem þú varst afl kyngja. 62 Vlkan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.