Vikan


Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 63

Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 63
— Hann er mikill áhugamaður um varðveislu orkunnar. Tfmir ekk' einu sinni að eyða sinni eigin. Mikill vandi Kæri Póstur Ég er í miklum vanda stödd. Geturðu sagt mér, hvað margar plötur,, Meatloaf' hefur gefið út og hvað margar ég get fengið hér á landi? Og mig langar að vita, hvort þú veist um verðið á bláa albúminu með Bítlunum. Vertu nú svo vænn að svara mér, mér liggur á þessu. Takk fyrir birtinguna! Meetloafaðdáandi P.S. Það er að vísu eitt enn. Ekki birta bréf eins og t.d.: „Hann er agalega hrifinn af mér, en ég er hrifin af öðrum . . hvað á ég að gera elsku Póstur? Þetta er eins fáránlegt og það mögulega getur verið. Stelpurnar geta auðveldlega leystþetta „stóra” vandamál sjálfar. Bænheyrðu mig í guðanna bænum, annars hætti ég að lesa Póstinn!! Það er aldrei, hættir bara að lesa Póstinn. Fyrst svo er heimtar Pósturinn vandvirkari bréfritara en þig, annars hættir hann alveg að svara bréfum. En án gríns, mikið gleður það hjarta hans að vita, að þú skulir ekki láta þér eigin ástarmál fyrir brjósti brenna og þurfir því ekki aðstoðar við. Gleymdu þó ekki, að menhirnir eru mismunandi að gerð og því gætu aðrir haft allt annað til málanna að leggja. Pósturinn er fremur lítið fróður um fyrirbærið Meatloaf, en flýgur i hug, að árangursrikast fyrir þig væri að hringja í næstu hljómplötuverslun, og þá ættir þú að geta fengið upplýsingar um verðið á Bítlaalbúminu í sama skipti. Að lokum — hvaða mikli vandi steðjar að? Þú minnist á það í byrjun bréfsins, en skilgreinir vandamáiið stóra svo ekkert nánar. Vitsmunir Póstsins og frökenarinnar Heill og sæll Póstur Fyrir þína hönd og annarra vandamanna ætla ég að vona að þú sért heill heilsu. Því að nú hefur soðið upp úr hjá mér, og ég ætla sko aldeilis að skamma þig. Það hafa margir sent þér skammarbréf og fárast yfir því, hvernig bréf þú birtir og margt feira. En það er alveg sáralítið, sem þú lœrir af reynslunni. Ég er nú helst farin að halda að þú öðlist bara alls enga reynslu af þessu starfi þínu. En það sem ég ætla að skammast yfir eru þessi bréf, sem þú birtir. Það er nú allt í lagi með þau sem innihalda almenna fróðleiksfýsn eða spurningar um einhvers konar nám o.fl. En þegar annað hvert bréf á opnunni hjá þér er frá 12-14 ára krökkum, sem eru í standandi vandræðum út af hinu kyninu, þá blöskrar mér nú!! Það er auðvitað skiljanlegt að þú viljir reyna að leysa úr vandamálum krakkagreyjanna (ekki síst ef þú ert barngóður) ef það er það, sem þú ert með í huga. En finnst þér þeim liggja eitthvað á með makavalið? Þetta kalla ég ónýtingu á þessu litla plássi, sem þú hefur til umráða. Svo þegar er nú verið að spyrja hvernig þetta ogþetta merki eigi saman, því í ósköpunum bendir þú þá ekki á einhverja bók, sem inniheldur fróðleik um þessi mál? Það eru til heil ósköp af bókum um þetta. Ég er nærri viss um að þú notar sjálfur einhverjar bækur um þetta þegar þú svarar svona spurningum. Til málamynda get ég nefnt eina bók, sem heitir: Hvernig eigum við saman? Það væri nú kannski hægt að fyrirgefa þér, ef þessi bréf væru þess virði að hlæja að þeim, en það er nú svo fjarri því að maður geti tíst að þeim. Ég held að þú ættir að birta fleiri bréf, álíka og þau, sem þú setur í ramma I opnunni hjá þér, þ.e.a.s. ef þú færð eitthvað af svoleiðis bréfum. En ég held að vitsmunum Islendinga fari bara ört hrakandi, ef þeir geta ekki sent þér skikkanleg bréf til birtingar (auðvitað œtlast ég til að þú birtir þetta bréf, þó svo að mínum vitsmumim fari ört hrakandi). Jæja, ég hafði nú ekki hugsað mér að ganga alveg frá þér með skömmum. Vikan á sína góðu parta eins og önnur blöð, en ýmsu er líka ábótavant eins og skiljanlegt er. Því að það er erfltt að gera öllum til hæfis í einu. En ég vona að þú sért reynslunni ríkari eftir lestur þessa bréfs. Gangi þér sem flest I haginn á ókomnum árum. Vertu sæll. Fröken óánægð. Það er naumast þér liggur á hjarta, kæra fröken óánægð! Póstinum segir svo hugur um, að fyrst þessi ástarvandamál unglinganna fara svona óskaplega í taugarnar á þér, getir þú varla verið eldri en svo að þessi vandamál séu nokkuð nýlega yfirstigin. Sá tími kemur örugglega hjá þér með aukinni lífsreynslu að þú gerir þér grein fyrir, að það sem einum finnst þýðingamikið í dag, getur einmitt þeim sama fundist hlægileg vitleysa daginn eftir. Það breytir þvi þó ekki að jafnvel smávægi- legustu vandamál geta valdið bæði sálrænum flækjum og erfiðleikum ef enginn getur aðstoðað. Satt að segja má eflaust deila um, hvort kemur að meira gagni — að birta þetta bréf þitt eða eitthvert annað, sem „einungis” fjallar um ástarvandamál þrettán ára unglings. Hafir þú fengið þá flugu i höfuðið að Póstinum finnist fólk ætti að bindast mjög ungt hefur þú illa misskilið svör Póstsins og er vonandi að þú sért ein um það. Og þetta með að hlæja að bréfunum — gætir þú ekki skrifað Póstinum um eitthvert þinna „sprenghlægilegu” vandamála, svo við hin getum skemmt okkur á þinn kostnað?! Póstinum finnst hann satt að segja ekki hafa öðlast mikla reynslu við lestur þessa bréfs þíns, nema kannski að honum hafi orðið það enn ljósara en áður, hvað fólki hættir til að líta annarra vandamál smáum augum. Heilsa hans er hins vegar alveg ágæt, þakka þér kærlega umhyggjuna, það væri helst að honum hefði ekki orðið gott af öllu sætindaátinu um jólin. Já, bréfin i rammanum, þá átt nú heiðurinn af einu þeirra. Sjálfsagt hefur þú sjálf einhver „bitastæð” vandamál fyrir aðra lesendur, heldur ef til vill við giftan mann, stelur ellilifeyrinum frá ömmu þinni um mánaðamót eða eitthvað annað kræsilegt, blessuð skrifaðu sem fyrst aftur. 4. tbl. Vikan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.