Vikan


Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 50
Pen, sem var með andlitið grafið i kápu sir Richards, tók andköf og barðist við að losa sig úr örmum hans. Hann losaði takið og sagði: „Ertu meiddur, Pen?” „Nei, ekki hið minnsta. Þakka ttér fyrir að halda mér. Ert þú meiddur?” Glerbrot hafði aðeins skorið kinn hans, en þar sem hann hafði haldið sér i eina leðurólina sem hékk í vagn-t horninu, hafði hann ekki kastast til eins og hinir. „Nei, aðeins gramur,” svaraði hann. „Kona góð, þetta er hvorki staður né tími til þess að láta það eftir sér að fá móðursýkiskast.” Þessari hvössu athugasemd var beint til piparmeyjarinnar, sem hafði lent á skrifstofumanninum og var nú i móður- sýkiskasti. „Látið mig komast að dyrunum,” sagði Jimmy Yarde og hóf sjálfan sig upp. „Fari það kolað ef ég verð ekki á þakinu næst þegar ég fer með vagni, þrátt fyrir alla gárunga sem þar verða." Þar sem vagninn hafði ekki oltið alveg á hliðina, en var studdur af kantinum og þyrnigerðinu sem var meðfram skurðinum, var það ekki erfitt að opna dyrnar og klifra út um þær. Það varð þó að lyfta piparmeynni út. Hún var alveg stif og gerði ekki annað en að æpa og berja með hælunum. Pen klifraði út með þvilíkri leikni, að fjarstæða hefði verið að rétta henni hjálparhönd og móður- lega konan sagði að þó að allir herrarnir myndu snúa við henni bakinu, myndi húnkomastútsjálf. Klukkan var orðin töluvert yfir níu, en þó að sólin væri sest var sumarhim- inninn ennþá bjartur og hlýtt úti. Ferða fólkið sá að það var statt á auðum vegi, tvær mílur frá smábænum Wroxham og yfir þrjátíu mílur frá Bristol. Lausleg athugun á vagninum sannfærði fólkið um það, að hann þyrfti mikla viðgerð áður en honum yrði ekið aftur. Sir Richard, sem hafði strax farið að sinna hestunum, kom nú til Pen með þær fréttir að einn þeirra hefði tognað illa á hálsinum. Það var rétt hjá honum að taumarnir höfðu verið afhentir einum af þakfarþegunum. Að nota áætlunarvagn- inn var ágæt skemmtun fyrir unga menn sem töldu sjálfa sig vera góða ökuþóra. En það að atvinnuökumaður væri svo vitlaus að láta keyrið í hendur óreynds manns var óskiljanlegt, þar til fólk komst að þvi hvernig ástand ökumannsins var. Pen, sem sat á ferðatösku sir Richards, tók fréttunum um hina alvar- legu bilun með jafnaðargeði. Allir hinir farþegarnir byrjuðu að mótmæla hástöfum. Þeir réðust að verðinum og kröfðust þess að vera strax fluttir til Bristol, en tilgreindu ekki hvernig það mætti verða. Þar sem hann var hvort tveggja í senn, reiður vegna vanrækslu félaga sins og æstur yfir þvi að sex til sjö manns æptu á hann allir i einu, var vesa- lings maðurinn nokkuð lengi að fá sjálfan sig til þess að hugsa rökrétt. Að lokum stakk hann upp á þvi að far- þegarnir yrðu bara að vera þolinmóðir, hann myndi ríða aftur til Chippenham á einum forystuhestinum og reyna þar að fá eitthvert farartæki til þess að flytja þau til Wroxham. Þar yrðu þau að bíða þar til næsti áætlunarvagn til Bristol tæki þau upp snemma næsta morgun. Flestir ákváðu að leggja undir eins af stað fótgangandi til Wroxham. En pipar- jónkan var enn í kasti, móðurlega konan sagði að hún myndi ekki þola það vegna líkþorna að ganga tvær milur og skrif- stofumaðurinn hélt þvi fram að hann ætti rétt á þvi að vera ekið til Bristol þetta kvöld. Það kom fram augljós tilhneiging hjá einum eða tveim að vilja fara þangað sem sir Richard færi, þar sem hann virtist vera maður sem væri vanur að stjórna hlutunum. Þetta varð til þess að“slr Richard, síður en svo ánægður með þetta, gekk til Pen og sagði lágt en ákveðið: „Ég held að það sé best að við skiljum hér við samferðafólk okkar.” „Já, það skulum við gera,” samþykkti Pen, fúslega. „Veistu það að ég er búin að hugsa upp nýja áætlun. Við förum aldrei til Bristol.” „Þetta kemur mjög óvænt," sagði sir Richard. „Skil ég það rétt að þú hafir skipt um skoðun og ætlir að fara aftur til London?” „Nei, nei, auðvitað ekki. Það er bara það að nú erum við stopp og það væri asnalegt að biða eftir öðrum vagni. vegna þess að frænka myndi mjög lík- lega ná okkur. Og mig langaði aldrei neitt mikið til Bristol.” „Þá er það ef til vill slæmt að við skulum vera komin þetta langt," sagði sir Richard. Augu hennar leiftruðu. „Bjáni! Ég á við það, að heimili mitt er ekki í Bristol, heldur þar nálægt, og ég held að það væri miklu betra, auk þess sem það væri ævintýralegra að ganga það sem eftir er. „Hvar áttu heima?” spurði sir Richard. „Nálægt Queen Charlton, ekki langt frá Keynsham, þú veist hvar það er" „Ég veit það ekki,” sagði Sir Richard. „Þetta er þitt hérað, en ekki mitt. Hve langt heldur þú að sé til Queen Charlton, héðan sem við erum núna?” „Ég er ekki alveg viss,” svaraði Pen varfærnislega, „en ég held að það sé ekki meira en fimmtán, i mesta lagi tuttugu mílur yfir land.” Tyggðu með lokaðan munninnl • Ridgeway WL & Jones Ekki hella niður > kaffinul varaðu þig á sósunnil Passaðu baunirnar! Ekki rekast á mig, Jón forstjóri. Diskurinn er f O Vlkan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.