Vikan


Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 26
frönskum kartöflum með blóðrauðum tómatsósuslettum á. Rynn kreisti niður nokkar skeiðar af súpunni, eina kexköku og súrmetis- sneiðina. Þrátt fyrir doðann tókst henni að greiða fyrir veitingarnar og fara út. Hún gekk. Ljósin voru björt, en ekki hlý, og fljótlega varð henni napurlega kalt og hún skalf þó svo hendurnar vaeru á kafi i vösunum. Hún gekk án markmiðs, rak fyrir straumnum, dofin. Sumar verslanirnar voru opnar, leiftrandi af Ijósi og fyrstu jólaskreytingunum. Það var ekki fyrr en hún stóð fyrir framan bókabúð sem henni varð ljóst að þetta var það sem hún hafði leitað. Dyr verslunarinnar voru læstar. Rynn sá ekki kunnuglega myndina af úlpu og gallabuxum speglast í myrkum búðarglugganum, heldur starði þögult grátt andlit Marios á móti henni. Hún gekk í burtu. Neðar í götunni blossaði auglýsing kvik- myndahúss. Rynn hafði aldrei áður farið ein í kvikmyndahús. Stefnulaust dró hún tvo dali úr seðlaveski sínu og gekk að miðasölunni. Unga konan fyrir innan glerið barði fingri í glerrúðuna til að draga athygli Rynn að spjaldi á rúðunni. Myndin var bönnuð börnum, jafnvel börn í fylgd með fullorðnum fengu ekki inngöngu. í öðru kvikmyndahúsi með jafn björtum ljósum fékk nafnið Walt Disney Rynn til að reyna aftur. Þó svo hún væri ekki hrifin af þeirri tegund hugmyndaflugs sem nafnið stóð fyrir, áleit hún að henni yrði leyft að borga með peningunum sínum og ganga inn. í miðasölunni var horaður maður með spangargleraugu sem ljósið speglaðist í. Hann bað um námsskírtein- ið hennar og við það myndaðist hræðslukökkur í Rynn. Kökkurinn leystist upp þegar maðurinn útskýrði að út á það fengi hún afslátt af aðgöngu- miðunum. Hún keypti skirteini og miða og augnabliki seinna var hún komin inn í hlýja dimmuna sem angaði af poppkorni. Hún sökk niður i heitt myrkrið og lét skæra liti og tónlist skolast yfir sig. En litirnir og tónlistin gátu ekki máð burtu grátt andlit Marios. Eins og á kaffihúsinu var hún dofin fyrir umhverfi sínu. Síbreytilegar myndirnar og hljómarnir á tjaldinu hröðuðu sér fram hjá eins og skellur í bútateppi, tilgangslaus ringulreið. Myndin tók enda og dauft Ijós af- hjúpaði um fimmtíu manneskjur sem biðu meðan tónlist, sem hljómaði eins og Mantovani, var leikin. Fáein börn hlupu upp og niður eftir teppalögðum ganginum og helltu niður gosdrykkjum úr vaxbornum pappaglösum og dreifðu poppkorni úr pappaöskjum. Önnur mynd, hundur og fullt af skjót- andi byssum og æpandi börnum fylltu tjaldið. Henni varð hugsað til Marios og grét. Ljósin kviknuðu snögglega og fengu Rynn til að þurrka sér um augun i skyndi meðan fólkið gekk upp ganginn, klæddi sig í þungan vetrarfatnaðinn og reyndi að halda saman vettlingum og treflum. Meðan hún stóð á strætisvagna- biðstöðinni var næturkuldinn ekki svo bítandi í fyrstu. En þegar ljósaauglýsing kvikmyndahússins var slokknuð, gatan var myrk, og siðustu áhorfendurnir höfðu skilið hana eftir eina að bíða eftir strætisvagninum, nisti vindurinn eins og rakvélarblað gegnum úlpuna og gallabuxurnar hennar og þvingaði hana til að hnipra sig saman gegn veðrinu. Hún var að rýna niður götuna meðan hún velti fyrir sér hvort vagninn kæmi nokkurn tima, þegar bíll með skellandi vé! nálgaðist hana og hægði á sér. Hún færði sig aftur á bak frá gangstéttar- brúninni. Bílrúðunum var rennt niður og unglingsdrengir, andlit þeirra flekkótt af bólum og náhvít undir götuljósinu, flautuðu og kölluðu til hennar. Einn þeirra rétti sígarettu að henni. Annar gaf frá sér ólýsanlega viðbjóðslegt soghljóð. „Þú misstir af siðasta strætónum. Komdu. Inn í bilinn. Við skulum halda á þér hita.” Hláturrokur heyrðust úr bílnum. Rynn sneri baki í bílinn og stóð augliti til auglitis við myrka glugga ljósmynda- verslunar, þar sem blind augu mynda- vélanna störðu á hana. 1 endurspeglun Litla stúlkan við endann á trjágöngunum rúðunnar sá hún að bíllinn var ekki far- inn, og hjarta hennar hætti að slá þegar afturdyrnar opnuðust og piltur í leðurjakka og gallabuxum með glampandi járnbólum á steig út og benti hinum að fylgja sér. Drengurinn renndi fingrunum gegn- um sitt hár sitt og rölti yfir gangstéttina. Rynn skimaði upp og niður eftir götunni. Þama i nóttunni var engin hreyfing. Annar unglingur spratt út úr bílnum og gaf frá sér kossa- og soghljóð meðan hann fór yfir gangstéttina til að loka leiðinni hinum megin við hana. Full örvæntingar horfði Rynn á þá speglast í rúðunni þar sem þeir nálguðust hana frá báðum hliðum. Of seint að hlaupa. Hún hrökklaðist upp að verslunardyrunum. Báðir unglingarnir voru farnir að gefa frá sér þetta smjattandi soghljóð þegar rödd æpti úr bilnum. Þeir stöns- uðu skyndilega, sneru sér við og flúðu inn í bílinn sem geystist í burtu. Við gangstéttarbrúnina stöðvaðist hvitur og svartur lögreglubíll. eftir Bud Blake Labbakútarnir 26 Vikan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.