Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 36
UNDARLEG ATVIK
En eftir úrskurðinn var Guðmundur
samt litlu betur settur, því hann stóð
allslaus uppi, en honum var meinað að fara
til íslands. Þá er talið að hann hafi leitað á
náðir hins ágæta manns Óla Worms
prófessors, sem oft hafði reynst íslend-
ingum haukur í horni. Er lítill vafi á þvi, að
það hefur verið fyrir tilstilli þessa góða
manns, að Guðmundur var skrásettur í
stúdentatölu í Kaupmannahafnarháskóla
þann 12. júní1650.
En þar fékk hann fæði og húsnæði í
stúdentabústaðnum Garði, sem margir
íslendingar áttu eftir að dvelja í síðar.
Guðmundur Andrésson fékk það orð á
sig í háskólanum, að hann væri iðjusamur
og tæki góðum framförum í bókiðnum.
Af hvötum Óla Worms tók hann að
sinna fornum íslenskum fræðum, skýrði
Eddukvæði og þýddi á latínu Völuspá og
Hávamál. En af þessum störfum hlaut
hann virðing og hylli lærðra manna með
Dönum.
Þá lét hann einnig eftir sig í handriti
orðabók íslenska allmikla með latneskum
þýðingum.
Þá má geta þess, að Guðmundur Andrés-
son var skáldmæltur, og eru jafnvel til
rímur eftir hann í handritum (Perseus)..
Honum varð samt ekki langra lífdaga
auðið. Árið 1654 geisaði drepsótt mikil í
Kaupmannahöfn. Lést Guðmundur
Andrésson úr henni.
Endir
Prjónað á það
yngsta
Það er alltaf fjarska gaman að prjóna
spjarir á litla krakka og hér birtist
skemmtileg uppskrift að smekklegum
útifatnaði á yngsta bamið.
Garnið sem notað er í þessari uppskrift
heitir Patons Lime-Light Crepe. Að
sjálfsögðu getið þið tekið aðrar tegundir.
en gætið þess alltaf að um sama
grófleika sé að ræða.
Prjónið prufu á prjóna nr. 3, 14 1. slétt
prjón i 18 umferðir eiga að mælast 5 sm.
Þið kaupið 100 (100) 125 gr af hvítu
garni. 175 (200) 225 gr af bláu garni og
50 (50) 50 gr af grænu garni.
Prjónastærð nr. 2 1/2 og 3.
Brjóstmál: 49 (52) 55 sm.
Treyjan:
Bak: Fitjið upp 68 (72) 76 1. á prj. nr. 2
1/2 með hvítu garni og prjónið
perluprjón i 2 sm (= I. prj.: 1 rétt, 1
snúin. 2. prj.: 1 snúin, 1 rétt, endurtakið
þessa tvo prj. til skiptis). Skiptið á prj.
nr. 3 og prjónið áfram perluprjón þar til
stykkið mælist 15 (16) 18 sm. Fellið af
fyrir handvegi 3 1. í hvorri hlið og fellið
síðan af 1 1. í byrjun og lok annars hvers
prjóns þar til 26 I. eru eftir. Setjið I. á
nælu.
Vinstra framstvkki: Fitjið upp 37 (39) 41
1. á prj. nr. 2 1/2 og prjónið perluprjón
yfir fyrstu 31 (33) 35 I., en siðustu sex
lykkjurnar eru prjónaðar í snúnings-
munstri, 1 r. 1 snúin. Eftir 2 sm á að
setja lykkjurnar sex á nælu. Skiptið á
prjóna nr. 3 og prjónið perluprjón þar til
stykkið mælist jafnhátt bakstykkinu við
handveginn. Fellið af 3 I.
og siðan 1 1. annan hvern prjón þar til 1.
36 Vikan 4. tbl.