Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 46
GLA UMGOSINN
Fólkið sem var inni í vagninum kastaðist til og
frá. Konurnar æptu, bóndinn bölvaði, brothljóð
heyrðist í viðnum og rúðurnar mölvuðust.
Vagninn lá út af veginum og greinar af
þyrnirunna þrýstust í gegnum brotna gluggana.
FRAMHALDS-
SAGA
eftir
Georgette Heyer
Þýð.: Emit Kristjánsson
ÚTDRÁTTUR:
Sir Richard Wyndham er ungur og
eftirsóttur, en ætti venjum samkvæmt
að vera löngu giftur. Hátterni hans
veldur bæði systur hans og móður tals-
vcrðum áhyggjum, og nú hefur George
ákveðió að láta að óskum þeirra og
kvænast Meiissu Brandon, sem er
göfugrar ættar, eins og hann sjálfur.
Kvöldið áöur en hann hyggst bera upp
formlegt bónorð við föður Melissu,
veitir hann drykkjuhneigð sinni
rikulega útrás, og á heiinleiðinni veit
hann ekki fyrr til en hann stcndur með
unga stúlku, dulbúna sem pilt, í
fanginu. Penelope Creed er á flótta frá
ógeðfelldum ráöahag.
Sjálfkrafa tók sir Richard um bindið
sitt. Fingur hans sögðu honum að það
væri frekar krumpað og eins var með
löfin á bláum frakka hans. Bifurskinns
hatturinn virtist auka vanlíðan hans.
Hann tók hann ofan, hélt á honum og
reyndi að losa sig við svefnlöngunina.
„Guð minn góður,” sagði hann
loðnmæltur. „Hvarerum við.”
„Ég er ekki viss, en við erum komin
fram hjá Reading,” svaraði Pen og virti
hann áhyggjufull fyrir sér.
„Við erum hjá Calcot Green,” sagði
stóri maðurinn. „Hann stansaði til þess
að setja einhvern úr. Þeir hafa ekki
miklar áhyggjur af tímaáætluninni. Ég
held að ökumaðurinn hafi farið að fá sér
aðdrekka.”
„Nú, jæja,” sagði kona hans
þolinmóð. „Hann hlýtur að þyrsta, að
sitja þarna uppi í sólinni.”
„Það er rétt,” sagði stóri maðurinn.
„Ef fyrirtækið frétti af þessu, yrði
honum sagt upp,” sagði skrif-
stofumaðurinn og saug upp í nefið.
„Hegðan þessara ökumanna er orðin
hneykslanleg.”
„Það er engin ástæða til þess að verða
illur, þó maðurinn verði aðeins á eftir
áætlun,” sagði konan. „Lifið lífinu
lifandi er það sem ég segi alltaf.”
Maður hennar samþykkti þetta á sinn
vanalega hátt. Vagninn rann af stað
aftur og Pen sagði svo hinir heyrðu ekki.
„Þú sagðir mér að þú værir drukkinn og
núna sé ég að þú hefur verið það. Ég var
hrædd um að þú sæir eftir að hafa
komið með.”
Sir Richard leit upp. „Drukkinn hef
ég verið, en ég sé ekki eftir neinu nema
koníakinu. Hvenær kemur vagninn til
Bristol?”
„Þetta er ekki einn af hraðvögnunum.
Hann fer ekki meira en átta milur á
klukkutima. Ég held að við verðum í
Bristol um klukkan ellefu. Við virðumst
þurfa að stansa nokkuð oft. Er þér mjög
illa við þetta?”
Hann leit á hana. „Er þér illa við
það?”
„Ef satt skal segja,” sagði hún með
trúnaði, „ekki hið minnsta. Égskemmti
mér konunglega. Ég vil bara ekki að þér
Liði illa mín vegna. Ég sé að þú átt alls
ekki heima i áætlunarvagni.”
„Kæra barn, þú átt enga sök á
óþægindum minum þessa stundina,
trúðu því. Og hvað það varðar að ég sé
ekki þar sem ég á heima, hvað þá með
þig?”
Spékopparnir komu i Ijós. „Ég er nú
bara litill skóladrengur.
„Sagði ég það?”
Hún kinkaði kolli.
„Nú, jæja. Þú ert það,” sagði sir
Richard og horfði gagnrýninn á hana.
„Fyrir utan eitt. Hnýtti ég þetta bindi?
Jú ég hlýt að hafa gert það. Hvað ertu
með þama?”
„Epli,” svaraði Pen og sýndi honum
það. „Feita konan sem fór út núna áðan
gaf mér það.”
Þú ætlar þó ekki að fara að eta það
hér?”spurði sir Richard.
„Jú, það ætla ég að gera. Hversvegna
ætti ég ekki að gera það? Viltu bita?"
„Ég held nú siður,” sagði sir Richard.
„Nú, en ég er mjög svöng. Þetta er
þaðeina sem við gleymdum.”
„Hvað varþað?”
„Matur,” sagði Pen og sökkti
tönnunum í eplið. „Við hefðum átt að
útvega okkur körfu með mat til þess að
borða á leiðinni. Ég gleymdi þvi að
áætlunarvagninn stoþpar ekki á
skiptistöðvunum eins og póstvagninn.
Það er að segja, ég gleymdi því ekki,
vegna þess að ég vissi það aldrei.”
„Þetta verðum við að athuga,” sagði
sir Richard. „Ef þú ert svöng, þá verður
þú að fá að borða. Hvað ætlar þú að
gera við kjarnann af eplinu?”
„Borða hann,” sagði Pen.
„Viðbjóðslegi krakki!” sagði sir
Richard og það fór hrollur um hann.
Hann hallaði sér aftur á bak úti í
horninu en þá var togað í ermina hans.
„Ég sagði þessu fólki að þú væri
kennari minn,” hvíslaði Pen.
„Auðvitað, ungur herramaður í
umsjón kennara síns myndi ferðast með
almenningsvagninum,” sagði sir
Richard og tók við kennarastöðunni.
Á næstu stöð sem var Woolhampton
hóf hann sig upp úr því magnleysi sem
var að ná valdi á honum. Hann steig út
úr vagninum og sýndi óvænt efni sín
með því að kaupa í snyrtilegri kránni
góða kælda máltíð fyrir nemanda sinn.
Ökumaðurinn beið hans fúslega. Skörp
augu skrifstofumannsins höfðu séð
hönd sir Richards fara ofan í vasann og
rétta eitthvað til ökumannsins og nú
muldraði hann um mútur og spillingu á
þjóðvegum konungsins.
„Fáið yður kjúkling,” sagöi sir
Richard vinalega.
Skrifstofumaðurinn afþakkaði boðið
með auðsjáanlegri fyrirlitningu, en það
voru margir aðrir farþegar sem voru
viljugir til þess að deiia með þeim úr
körfunni á hnjám Pen, sérstaklega lítill
drengur sem var kirtlaveikur.
Sir Richard hafði mikla ástæðu til
þess að ætla að framkoma ungfrú Creed
væri mjög traustvekjandi; á langri
dagferð þeirra hafði hann komist að
því, að galli hennar var hve hún var
vingjarnleg. Hún virti alla farþegana
fyrir sér með björtu og óeigingjörnu
augnaráði. Hún var meira að segja
viðfelldin við skrifstofumanninn. Þar að
auki sýndi hún hættulega viðleitni til að
verða lífiðogsálin í hópnum. Þegar hún
var spurð unt hana sjálfa og
ákvörðunarstað hennar, spann húm
upp vel kryddaða skröksögu, sem hún
bætti i hvert sinn sem hún fór með hana
aftur. Sir Richard fannst hann verða að
staðfesta þetta, kastaði sér út i ævintýrið
og bætti við undirbúningslaust nokkrum
smáatriðum.
Pen virtist vera ánægð með það, en
henni líkaði ekki jafnvel að hann skyldi
ekki vilja vera með henni í því að
skemmta kirtlaveika drengnum.
Hann hallaði sér aftur á bak í horninu
og skemmti sér við að hlusta á ferðalag
ungfrú Creed inn í heim ímynd-
unarinnar. Hann var að hugsa um hvað
móðir hans og systir myndu halda, ef
li 'J li — —Y Y" heimilistækin * eru viðurkennd fyrir gæði.
Gerið verðsamanburð
U ppþ votta vélar
Tvær gerðir
Utanmál: H X B X D: 85 X 60 X 60 cm.
Afköst persónur: 12. Fjöldi valstillinga: 5.
Hitastig við þvott og skolun: 55/65°C.
Innra hólf úr ryðfríu stáli.
Spenna: 220/380 V. — Orka: 2800/2200 W.
Hægt er að nota heitt eða kalt vatn inn á vcl-
ina.
Uppþvottatími: Heitt vatn: 58 min. — Kalt
vatn: 1 klst. og 25 mín. Þurrkar með heitu
lofti.
flwð ZANU88ISL 612
ZANUSSI
Fáanleg í Raf halitum.
Stœrsti heimilistækjaframleiðandi
Evrópu.
_le. I3L JL/I O viðurkennd
varahluta- og viðgerðarþjónusta
/.
í Austurveri, Háaleitisbraut 68,
sími 84445 og 86035