Vikan


Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 5

Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 5
I Gariantep i Austur-Tyrklandi. Setið að snœðingi skammt utan við Ankara. Greinarhöfundur til vinstri. sinnum á ævinni og eru mánuðum eða jafnvel árum saman i hvert skipti. Austurlönd draga marga til sín með undarlegu afli, og fæstir gera sér rellu út af því, þótt þeir hangi nánast á horriminni langtímum saman, ef þeir geta látið þetta eftir sér. í hinum fátæku löndum Asíu gefur að líta lifsform, sem löngu er horfið í Evrópu- löndum, almenningur lifir enn á sama hátt og gert var fyrir þúsund árum. Á fjölförnum ferðamannastöðum hefur vestræn menning þó blandast þeirri, sem fyrir var, og er það oft heldur ömurlegur samsetningur. Við komum til Istanbúl í hinum heilaga mánuði múhameðstrúarmanna, Ramadan. í þessum mánuði mega þeir ekki neyta matar né drykkjar frá sólarupprás til sólarlags, en verða að meðtaka fæðuna að nóttu til. Í mosku i Damaskus. Ferðamannastaðir á daginn — kjallaraholur á kvöldin Kvöld eitt, skömmu eftir sólarlag, vorum við á gangi fyrir utan Bláu moskuna, og urðu þá á vegi okkar nokkrir Tyrkir, sem sátu að snæðingi á gangstéttinni. Þeir buðu okkur þegar til málsverðarins með sér, og eftir að við höfðum troðið okkur út af alls konar kræsingum, bauðst einn þeirra til að gerast leiðsögumaður okkar, meðan við dveldum í Istanbúl, og sýna okkur borgina frá öðru sjónarhorni en ferðafólk sér hana almennt. Þetta fór á þann veg, að á daginn skoðuðum við ýmsa ferðamannastaði, svo sem Hagia Sofia, Topkapi Museum, brúna yfir Bosporus, sem tengir saman tvær heimsálfur, og fleira og fleira. Ekki má heldur gleyma Grand Bazar, en það er eins konar súpermarkaður á austurlenska vísu. Þar er fjöldinn allur af búðum, og hægt að fá svo að segja hvað sem er, en yfir allt saman er byggt risavaxið þak. Sumir segja, að undir þessu þaki séu 5000 búðir, en ekki veit ég sönnur á því. Á kvöldin lögðum við svo leið okkar inn í hverfi, þar sem ferðamenn sáust sjaldan, en tyrkneskir nátthrafnar sátu þar í illa lýstum kjallaraholum við bjórdrykkju og teningaspil. í öllum þessum búllum var framreiddur tyrkneskur matur, sem yfirleitt er mjög góður, en kemur stundum á óvart, t.d. þegar maður finnur svínslöpp á botninum i súpuskálinni eða kynnist vambasúpu af eigin raun i fyrsta skipti. í Istanbúl kynntumst við líka tyrknesku baði í fyrsta sinn. Baðhúsin eru gerð úr marmara, og á miðju gólfi er stór upphækk- aður pallur úr sama efni. Þar logar eldur 4. tbl. Vikan S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.