Vikan


Vikan - 25.01.1979, Side 5

Vikan - 25.01.1979, Side 5
I Gariantep i Austur-Tyrklandi. Setið að snœðingi skammt utan við Ankara. Greinarhöfundur til vinstri. sinnum á ævinni og eru mánuðum eða jafnvel árum saman i hvert skipti. Austurlönd draga marga til sín með undarlegu afli, og fæstir gera sér rellu út af því, þótt þeir hangi nánast á horriminni langtímum saman, ef þeir geta látið þetta eftir sér. í hinum fátæku löndum Asíu gefur að líta lifsform, sem löngu er horfið í Evrópu- löndum, almenningur lifir enn á sama hátt og gert var fyrir þúsund árum. Á fjölförnum ferðamannastöðum hefur vestræn menning þó blandast þeirri, sem fyrir var, og er það oft heldur ömurlegur samsetningur. Við komum til Istanbúl í hinum heilaga mánuði múhameðstrúarmanna, Ramadan. í þessum mánuði mega þeir ekki neyta matar né drykkjar frá sólarupprás til sólarlags, en verða að meðtaka fæðuna að nóttu til. Í mosku i Damaskus. Ferðamannastaðir á daginn — kjallaraholur á kvöldin Kvöld eitt, skömmu eftir sólarlag, vorum við á gangi fyrir utan Bláu moskuna, og urðu þá á vegi okkar nokkrir Tyrkir, sem sátu að snæðingi á gangstéttinni. Þeir buðu okkur þegar til málsverðarins með sér, og eftir að við höfðum troðið okkur út af alls konar kræsingum, bauðst einn þeirra til að gerast leiðsögumaður okkar, meðan við dveldum í Istanbúl, og sýna okkur borgina frá öðru sjónarhorni en ferðafólk sér hana almennt. Þetta fór á þann veg, að á daginn skoðuðum við ýmsa ferðamannastaði, svo sem Hagia Sofia, Topkapi Museum, brúna yfir Bosporus, sem tengir saman tvær heimsálfur, og fleira og fleira. Ekki má heldur gleyma Grand Bazar, en það er eins konar súpermarkaður á austurlenska vísu. Þar er fjöldinn allur af búðum, og hægt að fá svo að segja hvað sem er, en yfir allt saman er byggt risavaxið þak. Sumir segja, að undir þessu þaki séu 5000 búðir, en ekki veit ég sönnur á því. Á kvöldin lögðum við svo leið okkar inn í hverfi, þar sem ferðamenn sáust sjaldan, en tyrkneskir nátthrafnar sátu þar í illa lýstum kjallaraholum við bjórdrykkju og teningaspil. í öllum þessum búllum var framreiddur tyrkneskur matur, sem yfirleitt er mjög góður, en kemur stundum á óvart, t.d. þegar maður finnur svínslöpp á botninum i súpuskálinni eða kynnist vambasúpu af eigin raun i fyrsta skipti. í Istanbúl kynntumst við líka tyrknesku baði í fyrsta sinn. Baðhúsin eru gerð úr marmara, og á miðju gólfi er stór upphækk- aður pallur úr sama efni. Þar logar eldur 4. tbl. Vikan S

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.