Vikan


Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 12

Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 12
hefði engar fyrirmyndir til að styðjast við beint þá miðaði ég við blöð eins og Daily News í New York og Chicago Sun. Þetta eru svona meira „sensation”-blöð eða æsi- fregnablöð. Þau miða við að hafa stórar fyrirsagnir á forsíðu, en lítinn texta og nota forsíðuna meira til að vísa til efnis inni í blaðinu. Það er líka ein aðalregla blaðamannsins að þjappa efni þannig saman að það mikilvægasta komi fremst og aukaatriðin seinna. Það mikilvægasta fer þvi á forsíðuna með stóru letri. Þetta hef ég gert frá upphafi og þetta er það sem síðdegisblöðin gera núna. — Upphaflega kom blaðið alltaf út á mánudögum, eins og nafnið ber með sér, en svo hefur þetta færst fram, og undanfarin 10 ár hefur það komið út á föstudögum. Það er það eina sem er líkt með Mánudags- blaðinu, Time og Newsweek að þau eru öll dagsett á mánudegi. Hver mútaði núna? Á tímabili, og það var nokkuð langt tímabil, var önnur hver auglýsing sem birtist frá mér í útvarpinu á þá leið að Mánudagsblaðið væri uppselt hjá útgef- anda — svo eftirsótt var blaðið. Og það brást ekki að í hvert skipti sem ég ekki kom blaðinu út á réttum tíma, eða það tafðist einhverra hluta vegna, þá var strax sagt — hver mútaði núna? Mánudagsblaðið átti að hafa verið keypt upp trekk í trekk. En sannleikurinn er sá að það hefur aldrei komið fyrir. Því hvernig í ósköpunum á slíkt að geta átt sér stað? Það vita allir sem eitthvað hafa komið nálægt blaðamennsku hversu auðvelt og fljótlegt er að skipta um forsíðu eða kippa út grein ef það væri tiífellið. Mánudagsblaðið hefur aðeins einu sinni verið bremsað af og það var að ráði lögfræðings. Blaðinu var þá kippt til baka og ekkert af því keyrt út. Þá hafði ég skrifað um eitthvert mál sem upp hafði komið á Vatneyri fyrir vestan og það gat brugðið til beggja vona, hvort það sem stóð i blaðinu væri satt eða ekki. Að sögn lögfræðingsins gat þetta kostað mig 20-30 þúsund krónur, sem voru miklir peningar þá, því útgáfa alls upplagsins, sem frétt þessi var í, kostaði 2000 krónur. Þetta var því stórfé og ég þorði ekki að taka áhættuna. Ég man nú ekki alveg um hvað þetta mál snerist en þetta var þjófnaður eða fjárkúgun upp á 10-20 þúsund krónur og slíkt þótti glæpur í þá daga. Nei, ég fékk ekki eyri fyrir að kippa upplaginu til baka. Engin f réttastofa Nei, nei, nei, ég hef aldrei haft neina fréttastofu og allar fréttir sem komið hafa í Mánudagsblaðinu hef ég bara snapað upp. Það hefur verið sami hátturinn á því öll þessi ár. Ég held að ég hafi nú nokkuð góð sambönd, þekki marga og tala við marga. í tugi ára hef ég drukkið kaffi á hverjum morgni við sama borðið, fyrst á Skálanum og síðan á Borginni. Þetta er orðið frægt borð og það er alltaf sami kjarninn sem situr við það: Albert Guðmundsson, Pétur og Óli í P&Ó, Haukur Jakobsen, Pétur Guðjónsson, Haukur Öskarsson og fleiri og fleiri. Á þetta borð fáum við gesti daglega, nýtt og nýtt fólk, og fyrir bragðið heyrir maður ýmislegt. Það má segja að þetta sé hluti af fréttastofu Mánudagsblaðsins. Og ég hef aldrei verið í hönk með efni, þó svo 12 Vikan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.