Vikan


Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 23
byrjuninni í San Francisco, en ég held að til lengdar þá sé það hið eina rétta.” „Nei!” „Ég hef þegar tekið ákvörðun um það.” „Er það út af þessari stúlku?” „Henni líst vel á að búa þar líka...” „En þú sagðir að þú myndir lækka í stöðu.” „Sannleikurinn er sá að ég sé ekki neina framtíð fyrir mér hér. Ekki í þessum bæ.” Rynn horfði á móðuna setjast i röndum á blettinn sem hún hafði nuddað á rúðuna. „Án þess að fara í einstök atriði, þá er nefnd hér sem athugar alla lögreglu- þjóna sem koma til greina við stöðu- hækkanir.” „Og Hallet er i þeirri nefnd?” „Nei. En ég ætla mér ekki að bíða og uppgötva að hann á vini í henni...” „Þú getur ekki farið!” „Ég mun sakna þin, Rynn.” Hún sat í kæfandi hitanum og fann svitann perla á enni sér. „Það sem olli mér einna mestum áhyggjum var að yfirgefa þig. Kemur það þér á óvart?” Rynn megnaði ekki að svara. Hún hristi höfuðið. „Mér leið aldrei vel að vita af þér þarna niðri í trjágöngunum með Hallet á sveimi í kringum þig — ekki meðan ég hélt að þú værir alein.” Hendur hans struku boga stýrisins og mættust. „Ég verð að játa að þangað til ég hitti föður þinn þá hélt ég að þú værir það — alveg alein. Sjáðu, ég gat ekki reiknað út af hverju — í hvert sinn sem ég kom þarna — þú gerðir svona mikið veður út af því að hann væri heima. Hluti af þvi skýrðist kvöldið sem ég komst að þessu með þig og Mario. Þú varst að breiða yfir hann. Allt i lagi. Ég meina, þið tvö eruð nokkuð ung, en mér finnst að það sem þið gerið sé algjörlega ykkar einkamál. Samt sem áður var það ekki fyrr en ég endanlega hitti föður þinn að ég gat verið rólegur vegna Hallets. Að koma við í dag var eins konar lokaathugun á því hvort Hallet hefði meðtekið skila- boðin. Núna, ég meina úr því þú ert ekki alein, get ég farið og vitað að þú ert óhult.” Rynn þráði ekkert frekar en hrópa upp þörf sína fyrir hjálp. Hún kreisti aftur augun á móti heitum tárunum. „Það er mér mikils virði að vita að allt er í lagi hjá þér, Rynn.” Þau sátu í þögninni. „Ég kem við og kveð Mario áður en ég fer, en ég fæ liklega ekki annað tækifæri til að hitta þig...” Stúlkan beið. „Svo ætli þetta sé þá ekki kveðjustundin...” Hún þrýsti andlitinu að kinn hans. Hurðarskellurinn yfirgnæfði ekka hennar. XVIII. kafli. „Ég fer ekki út af heimili mínu nema því eins að neyðin leiði mig við hönd sér,” hafði Emily Dickinson sagt. Rynn vissi hvaða áhættu hún tók með því að fara til Marios. Þessi bær, þessi spítali, þetta var heimurinn. Hún gat ekki lengur falist í litla húsinu sinu bak við trén þar sem hún gat lokað og læst hurðinni. Hvernig gat hún vitað fyrir hvern hún myndi hitta þarna inni? Hvernig gat hún verið viðbúin spurningunum sem þau gætu spurt? Þau. Mario hafði einu sinni spurt hver þau væru. Það var hættan sem þau tvö bjuggu við. Þau gátu verið hver sem var. Fyrsta manneskjan sem hún hitti var hjúkrunarkonan handan við borðiö i upplýsingunum. Hún var ein af þessum stórvöxnu, háværu konum, sem Rynn hafði uppgötvað að voru svo örar til hláturs, svo fljótar til að hjálpa, að hún var farin að halda að það væru svona konur sem héldu Ameríku gangandi. Þessar konur voru alls staðar, hæfar, vinsamlegar og hræðilega yfirþyrmandi. „Hann er uppi á næstu hæð, innar- lega á ganginum. Fjögurhundruðogsjö. Gakktu bara á hljóðið. Það getur ekki farið fram hjá þér. Það er stofan sem hljómar eins og ítalskt brúðkaup.” „Eru einhverjir í heimsókn hjá honum?” spurði hún. Hjúkrunarkonan, sem minnti Rynn á ljóshærða ameríska kvikmyndaleikkonu sem hún hafði einu sinni séð en vissi ekki hvað hét, leit niður á stæðilegan handlegg og örsmátt gullúr. „Á þessum tima á þriðjudegi? Það efa ég. Þú getur farið upp. Ó, biddu augna- blik.” Stúlkan hélt niðri í sér andanum. Hafði eitthvað gengið úrskeiðis þegar? Ljóshærða konan fór inn á eina skrif- stofuna, kom þaðan aftur og skellti vasa með gulum krysantemum í fang henni. Rynn var ekki viss um hváð var ætlast til að hún gerði. „Taktu þær. Hann getur alveg eins notið þeirra.” Hjúkrunarkonan sá græn augu stúlk- unnar stara opin yfir gul blómin. „Þau voru send öðrum, en hún er hér ekki lengur...” „Þakka þér fyrir,” sagði Rynn. Konan brosti breitt. „Hann er ægilegt krútt, er það ekki? Ef ég væri þú myndi ég koma mér til hans áður en öll fjölskylda hans ryðst inn og byrjar að æpa.” Fyrir utan stofu 407 lagði Rynn við hlustimar. Ekkert heyrðist, ekki einu sinni þegar hún lagði eyrað að hurðinni. Hún hafði ákveðið að ef einhver væri hjá Mario myndi hún koma aftur seinna. Þar sem hún heyrði ekkert, opnaði hún dymar. Fyrir innan var hamoníku- tjaldinu, sem skipti herberginu í tvennt, ýtt saman að hálfu leyti. 1 rúminu nær dyrunum var feitur maður sem leit út eins og óviðkunnanlegur Búddha. Hann rýndi píreygur á kvikmynd í sjón- varpinu. Ekkert hljóð kom úr tækinu. Stúlka, á að giska tólf ára, sem leit út eins og hún hefði borðað of margar spaghettimáltíðir, sat á hækjum sér á gólfinu og muðlaði konfekt úr risa- vöxnum gylltum kassa. Hún dreifði tómu brúnu bréfbollunum í kringum sig eins og haustlaufum. Drengur á aldur við Rynn, hraustlegri útgáfa af Mario, sat nálægt hinu rúminu. Hann Ieit ekki upp úr litríku myndablaðinu sem hann var að lesa. Þá sá hún Mario, óskaplega lítinn, nærri týndan í rúminu hinum megin í herberginu. Andlit hans var ekki hvítt eins og lakið, heldur hryllilega gráleitt, sem fékk Rynn til að súpa hveljur. Hún var viss um að hann gæti ekki verið grárri þótt hann væri dáinn. Með blómin í höndunum starði Rynn hrelld, varla meðvitandi þess að stúlkan sem hafði verið að japla konfektið hafði litið upp og hvíslað eitthvað. Hún reyndi að greiða úr örvæntingarflækjunni sem hún var föst í. Mario hafði verið veikur, hræðilega veikur, það vissi hún. Hann var enn á sjúkrahúsinu, en hún hafði aldrei ímyndað sér að Mario, Mario hennar, töframaðurinn Mario, gæti litið svona út... Stúlkunni á gólfinu virtist þykja nauðsynlegt að útskýra hvað hún var að gera. „Herra Pierce í hinu rúminu er heyrnarlaus, svo honum er sama þótt hljóðið sé ekki á.” Röddin var lágróma. „Og mamma segir að þegar við erum hjá Mario eigum við að hafa hljótt um 4. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.