Vikan


Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 21
Eftir Laird Koenig. Þýfl.: Auður Haralds. 4* tbl. Vikan 21 ÚTDRÁTTUR: Rynn var óvenju vel gefin, las Ijóð, orti en átti enga vini. Hún átti sér lika leyndarmál, sem hún vildi ógjarnan að kæmist i hámæli. Heimsóknir frú Haliet og sonar hennar, sem er einkennilegur fullorðinn maður með mikinn áhuga á litlum stúlkum, eru henni því ekkert gleðiefni. Einn góðan veðurdag hvarf svo frú Hallet. Það veit það enginn nema Rynn litla að þann dag var hún einmitt i eftirlitsferð í húsinu, sem Rynn og faðir hennar hafa á leigu. Reyndar var erindi frú Hallet þangað að kvelja og hóta Rynn litlu svo Rynn, sem ekki lét fullorðna nokkru sinni ráða yfir sér, notaði tækifærið og hrinti frú Hallet niður í kjallarann. Hljóðin neðan úr kjallar- anum taka að lokum enda og þá er bara að losna við Bentleyinn hennar frú Hallet. Hún hringir eftir aðstoð og kynnist þá hinum sérkennilega, fatlaða töframanni — drengnum Mario. Hann aðstoðar hana gegn þvi skilyrði að hún segi honum ailan sannleikann. Það sem Rynn segir siðan Mario fær hárin til að rísa á höfði hans. Hún trúir honum fyrir því að faðir hennar sé ekki lengur í lifenda tölu og þvf búi hún ein i húsinu og enginn fuilorðinn hafi vitneskju um það. Reyndar frétti móðir hennar af þvi og kom frá Evrópu til að stjórna Rynn, sem gaf henni te „með möndlubragði” og kom siðan likinu fyrir í kjallaranum. Marío aðstoðar hana við að grafa likin i garðinum. Hann er skelfingu lostinn, en aðstoðar þrátt fyrir allt og samband þeirra verður sífellt nánara. Þar til einn daginn að Marío kemur ekki til hennar „Segja þau þér eitthvað?” „Ófullnægjandi,” sagði hann án þess að leggja nokkra þýðingu i orðið, mjög notadrjúgt orð í hans starfi. Orð, sem út- skýrði ekkert, en batt enda á málið. Hann sneri baki í hana og Rynn gat ekki séð framan í hann, en hún hafði á tilfinningunni að hann væri um það bil að endurtaka að hann skildi hana ekki. Hún yrði að vera viðbúin. Hann sagði: „Þú hefur ekkert spurt um Mario.” Ekkasog. Augu hennar brunnu af tárum. Hann hafði komið henni að óvörum, sem var nákvæmlega það sem hann ætlaði sér. „Ekki síðan á laugardaginn. 1 heila þrjá daga hef ég ekki heyrt...” „Vissirðu það þá ekki?” „Vissi hvað?” „Hann er á sjúkrahúsi.” Hún lokaði augunum og beið. „Lungnabólga.” „Ég vissi það ekki einu sinni. Hversu alvarleg?” „Án fúkkalyfja hefði hann liklega dáið.” „Enginn sagði mér neitt!” „Fyrirgefðu. Ég hélt þú vissir það.” Litla stúlkan við endann á trjágöngunum Þá sá hún Mario, óskaplega lítinn í rúminu hinum megin í herberginu. Andlit hans var ekki hvftt eins og lakið, heldur hrylli- lega gráleitt, sem fékk Rynn til að súpa hveljur. Hún var viss um að hann gæti ekki verið grárri þótt hann væri dáinn. „Hvernig hefði ég átt að vita þaö? Þú hefðirátt aðsegjamérþaðstrax!” Stúlkan reyndi ekki lengur að hafa stjórn á sér. 1 sárum sínum gleymdi hún hvað lá undir moldinni sem þau stóðu á. „Hérna niðri í trjágöngunum ertu ansi mikið út af fyrir þig.” „Ég verð að fára til hans.” „Geturðu farið núna?” Rynn var þegar lögð af stað að lögreglubílnum. Miglioriti gekk aftur að logandi laufhrúgunni og dreifði eldinum. Hún beið við bílinn. „Hefur þú farið til hans?” Lögregluþjónninn kinkaði kolli. „Hvernig leið honum?” „Með óráði. Tautaði og röflaði.” Rynn fann hvernig hún varð ísköld og tóm innra með sér. „Óráðshjal.” „Já?” „Um ykkur tvö.” „Já?” „Sagði hvað hann elskaði þig mikið.” Andlit Rynn var vott og glansandi af tárum. Hún fálmaði í vasann, dró upp greiðu, renndi henni gegnum hár sitt, missti hana. Hendurnar fóru aftur niður í vasana. „Mig vantar seðlaveskið mitt. Ég....” Hún snarsnerist og hljóp inn í húsið. Þegar hún kom niður stigann fann hún Miglioriti i stofunni þar sem hann var að loka aftur kassanum með sultu- krukkunum. Hún beið í holinu. „Éger tilbúin.” En lögreglumaðurinn gaf sér góðan tíma til að ganga frá kassanum. „Hún kom aldrei við?” „Hver?” „Frú Hallet?” „Nei.” „Hún sagði syni sínum að hún ætlaði hingað.” „Hún gerði það aldrei. Getum við farið á sjúkrahúsið núna?” „Hún kemur ekki til með að hafa not fyrir þær.” Hann bætti snöggt viö, „það er bara mín skoðun, þú skilur?” Rynn hélt röddinni stöðugri, en niðri í vösunum fann hún kaldan svita á höndum sér. „Hafið þið.... fundið hana?” „Ekki enn.” „Enþú sagðir....” Hann danglaði fætinum í kassann með krukkunum. Þær skröltu. Hann stikaði fram hjá borðinu, yfir fléttuðu mottuna. „Enn aftur, og þetta er bara min skoðun, og ef þú hefur það eftir mér neyðist ég til að þræta fyrir það, en ég held að við munum aldrei finna hana.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.