Vikan


Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 16

Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 16
Vikan prófar léttu vínin: 4. Rínarvín hin syðri Komu þægilega á óvart Hvítvínin frá Rheinhessen og Pfalz komu skemmtilega á óvart í gæðaprófun Vikunnar eftir töluverð vonbrigði með sum vín frá virðulegri vínræktar- héruðum við Rin og Mósel, svo sem komið hefur fram í síðustu tölublöðum. 1 gæðaprófun Vikunnar reyndust Hessen- og Pfalzvinin jafnbest hinna þýsku hvítvína, sem fást í Rikinu. Ekkert hinna fimm vína í prófuninni fékk lægri einkunn en fimm og eitt komst upp í níu eða hæstu einkunn, sem gefin hefur verið. Það kom lika á óvart, að nýjar tegundir stóðu sig bærilega í þessari prófun. 1 hinum þremur fyrri fóru slik vín oftast halloka og reyndust jafnvel ódrykkjarhæf. Eina undantekningin var Hochheimer Daubhaus frá Rheingau, sem nýlega er komið á verðskrá. Mehringer Goldkupp frá Mósel, Kreuznacher St. Martin frá Nahe og Furst Puckler eru þau vín, sem reynst hafa ódrykkjarhæf í prófun- um Vikunnar. Öll eru þessi vín nýlega komin i sölu hjá Ríkinu. Hins vegar er Eitt fékk einkunn hið stórkostlega vín Schloss Johannis- bergerhorfiðúrsölu. Fyrir þessa siðustu gæðaprófun var ég kominn á þá skoðun, að eitthvað meira en litið alvarlegt hefði komið fyrir í mati Ríkisinsáþeimvínum.sem þaðtekurí sölu, annaðhvort spilling eða heimska. Þessi kenning hlaut svo hnekki í gæðaprófun vína frá Hessen og Pfalz. Þá kom í Ijós, að Ríkið velur sér líka frambærileg og góð vin til endurnýjunar á verðskránni. níu í Mikið notuð í Liebfraumilch Rheinhessen er vínræktarsvæðið í vinklinum sunnan og vestan við Rín andspænis hinu fræga vínræktarsvæði Rheingau, sem fjallað var um í síðustu prófun. Hessenvínin þykja fremur hvers- dagsleg, oftast úr vinberjategundunum Sylvaner og Muller-Thurgau. Þau eru oft létt, mjúk og meðalsæt, enda aðal- uppistaðan í vinblöndum þeim, sem bera tegundarheitið Liebfraumilch og fjallað var um i annarri vinprófun Vikunnar. Best Hessenvin eru ræktuð við Rin miðja vega á svæðinu umhverfis borgirnar Nierstein og Oppenheim. Vínin tvö, sem eru fulltrúar þessa svæðis hjá Ríkinu, eru hins vegar frá endimörkum svæðisins, frá Mainz, sem er nyrst, og Worms, sem er syðst. Kirkjuakurinn stóð fyrir sínu Vínið frá Worms er „WORMSER LIEBFRAUENSTIFT KIRCH- ENSTOCK, Riesling Spátlese”, árgangur 1976 frá Langenbach. Þetta er praktvín frá mjög frægum vinakri umhverfis Guðsmóðurkirkjuna i Worms og er þar að auki frá mjög góðu ári. Akurinn Liebfrauenstift er uppruni nafnsins Liebfraumilch á þýskum vínblöndum, þótt ekkert samband sé lengur þar á milli. Liebfrauenstift er mun göfugra vin en Liebfraumilch. I gæðaprófun Vikunnar reyndist þetta vín of sætt til að drekka með mat. Það væri hins vegar gott við arineld að kvöldi dags. Liturinn var djúpur og gullinn, Riesling-ilmurinn framúr- skarandi og margbrotinn, bragðið í góðu jafnvægi og langvinnt. Gæðaprófunin gaf vininu einkunnina 9, sem er hæsta einkunn, sem hingað til hefur verið gefin í pistlum þessum. Verðið er líka hið hæsta í þýsku hvitvíni í Ríkinu eða 2.800 krónur. Samt verða að teljast góð kaup í þessu vini til sér- stakra hátíðabrigða. Hitt Hessenvinið er „MAINZER ST. ALBAN" gæðavin, árgangur 1976 frá Sichel. Það er frá vinhreppi nokkru sunnan við borgina Mainz, sem er vínmiðstöðin í Hessen. Þetta vín leit vel út og hafði sæmilegan ilm, en var ósköp Iitilfjörlegt á bragðið og jaðraði við að vera vont. Gæðaprófunin gaf þvi einkunnina 5. Verðið í Ríkinu er 2.100 krónur flaskan. Vegur Pfalzvína fer vaxandi Pfalz er stærsta vinræktarsvæði Þýskalands, um 70 kílómetra löng skák i skjóli Haardt-fjalla og framhald Alsace- vínræktarsvæðisins í Frakklandi. Til skamms tima voru fá vin fræg af þessu svæði, en á siðari árum hafa þau sótt á, enda tiltölulega ódýr i innkaupi. Pfalzvín eru gjarnan sæt, en þó ekki alltaf. Þau verða gjarnan sterkari en vínin, sem ræktuð eru norðar við Rín og þverár hennar. Þetta er líka einna sólrikasta vinræktarsvæði Þýskalands. Tvö vín með kryddbragði „KALLSTADTER KOBNERT, Morio Muskat Kabinett” er praktvin, árgangur 1976 frá Frankhof. Þetta vín er frá besta vinræktarsvæði Pfalz, rétt norðan við borgirnar Deidesheim og Bad Durkheim. Vinhreppurinn heitir Kobnert. Morio Muskat er nafn vínbersins. Það er kynblendingur Hvítbúrgundarberja og Sylvanerberja. Vín úr þessu beri hafa skemmtilegt kryddbragð, sem leyndi sér ekki í gæðaprófun Vikunnar. Þetta reyndist sætt vín í mjög góðu jafnvægi. Gæðaprófunin gaf víninu einkunnina 8 eða hæstu einkunn þessa svæðis. Verðið er 2.300 krónur flaskan, svo að mjög góð kaup hljóta að teljast í þessu vini. Næst kom „SYLVANER & MULLER-THURGAU, Kirrweiler Römerberg", gæðavín af árgangi 1973 frá Fischer (Jos. Philipps Kochan). í verðskrá Ríkisins er það raunar kallað Oppenheimer Krötenbrunnen út í hött. Vin þetta er frá vínhreppnum Römer- berg, sem eins og Kobnert er i besta svæðinu í Pfalz, rétt sunnan við borgina Neustadt. Argangurinn er í betra lagi. Vínið er búið til úr blöndu af Sylvanerberjum og Múller-Thurgau- berjum. Síðarnefndu berin eru kynblendingur Sylvanerberja og Rieslingberja. Þetta reyndist fremur litdauft vín með skemmtilega sérkennilegum ilm. Bragðið var iika sérkennilegt og sennilega ekki við allra hæfi. Það minnti á kryddjurtina kerfil og féll vel i geð sumra dómaranna ogannarraekki. Gæðaprófunin gaf víninu einkunnina 7 , sem er með hærri einkunnum, sem þýskum vínum hafa verið gefnar. Verðið er 2.200 krónur, svo að góð kaup hljóta að teljast í því, ef menn á annað borð fella sig við bragðið. Sjeneverbrúsinn ruglaði í riminu „KENDERMANN RIESLING”, gæðavin af árgangi 1974 frá Kender- mann rak lestina. Þetta \ tn er ekki ein- kennt neinum sérstökum hluta Pfalz. Árgangurinn er fremur slakur. 16 Vikan 4. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.