Vikan


Vikan - 19.04.1979, Síða 26

Vikan - 19.04.1979, Síða 26
vitum við þó allavega í hvað aurarnir fara. Við höldum það þannig, að Ingveldur færir inn allt, sem keypt er, en ég fer svo yfir það. — Okkur finnst hafa orðið mikil stökkbreyting á verðlagi á síðastliðnum tveimur árum. Svo mikil, að núna komumst við ekki af, nema konan vinni úti, en það gerði hún ekki í Vest- mannaeyjum. Hún vinnur nú úti 4 tíma á dag. — Við vorum fjögur í heimili fyrsta árið, sem við héldum bókhald, en síðastliðin tvö ár Þetta er spurning, sem ósjaldan flýgur í gegnum huga hins almenna borgara, þegar kemur í ljós, að endarnir ná vart saman og þá ekki hvað síst á tíma hins mikla janúaruppgjörs, er gjalda skal keisaranum sitt. Þó eru það undarlega fáir, sem koma þvi í verk að tíunda fyrir sjálfum sér, hvað hafi í raun og veru verið keypt. Vikan hafði spurnir af hjónum, þeim Rúti Snorrasyni Fer lyftan alltaf svona hratt niður? og Ingveldi Þórðardóttur að Háaleitisbraut 107, sem hafa þó ekki látið sitja við orðin tóm, heldur haldið nákvæmt bókhald um alla sína eyðslu síðastliðin þrjú ár. Við fengum hjá þeim bókhaldið, sem auk þess að sýna þróun framfærslukostnaðar á þessum þremur árum, ætti að verða öðrum til eftirbreytni. Þau hjónin fluttu frá Vestmannaeyjum til Reykja- víkur eftir gos og urðu fljótlega vör við, að það var mun erfiðara að láta endana mætast hér en þar. — Við getum nú ekki alveg gert okkur grein fyrir hvers vegna, segir Rútur. — Að visu var miklu ódýrara að fá í soðið þar, en hins vegar kyndingar- kostnaður mun meiri. Bíllinn verður okkur þó dýrari í rekstri, þvi hér eru um miklu lengri vegalengdir að ræða. — Ég veit ekki, hvort þetta bókhald er okkur meira aðhald en ella í fjármálunum, en nú I HVAD FARA PENINGARNiR? ÁRIÐ 1976 Matur og hrein- lætisvörur: Fatnaður: Gjafir: Rafmagn og hiti: Á mðnuði: 53.340 10.606 11.667 9.372 Áári: 640.075 127.279 140.010 112.469 Árseyðsla: 2.470.790 ÁRIÐ 1977 Á mánuði: 63.773 4.961 15.600 10.493 Á ári: 765.286 58.992 187.190 125.925 Árseyðsla: 2.589.428 ÁRIÐ 1978 Á mánuði: 82.680 13.271 23.511 11.212 Á ári: 992.162 159.255 282.136 134.547 Árseyðsla: 3.260.982 26 Vikan 16. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.