Vikan


Vikan - 31.05.1979, Page 43

Vikan - 31.05.1979, Page 43
— Foreldrar mínir höfðu mjög gaman af söngleikjum. í hverri viku kom nýr sýningar- flokkur til bæjarins og lagði undir sig leikhúsið. Nú hafa rokkhljómsveitir komið í staðinn en þær hafa ekki sömu tækifæri til að skapa eitthvað nýtt og hlutverk leikhúsanna er nú annað. — Við reynum að halda sköpunargleðinni við með því að heimsækja Harlem, The Appollo og alla þessa staði sem þekktir voru fyrir góð „show”. Okkur finnst við vera afsprengi þeirra svörtu listamanna sem stóðu þarna á sviðinu á undan okkur. Okkur finnst við hafa Við lítum fyrst og f remst á okkur sem hljóð- færaleikara ssíMaurice ■ wi m White, songvan með hljómsveitinni Earth, Wind & Fire. skyldur á herðum gagnvart öllu því fólki af svarta kynstofninum sem horfir daglega á sjónvarp en sér bara sjaldan svart andlit á skerminum. — Við erum fyrst og fremst hljómsveit. Philip Bailey er sá eini sem var bara söngvari áður en hann byrjaði með okkur. Ég var ekki söngvari. Ég söng að vísu töluvert sem barn, en ég var heldur aldrei neitt undrabarn á því sviði. Ég hafði alltaf meiri áhuga á hljóðfæraleik. Allir meðlimir hljómsveitarinnar lita á sig sem hljóðfæraleikara — líka Philip. Við leggjum mesta áherslu á hljóðfæraleikinn: „to play the music”. Ef hljóðfæra- leikurinn er í lagi hlýtur söngur- inn að heppnast líka. Við eigum dýpstar rætur í tónlist eins og jass, blues og gospel. Innblástur sækjum við í eigin reynslu og umhverfi — síðast en ekki síst í götulífið í Ameríku. 22. tbl. Vikan 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.