Vikan


Vikan - 31.05.1979, Qupperneq 62

Vikan - 31.05.1979, Qupperneq 62
PÓSTURDIN Vill ekki borga lánið Kœri Póstur! Ég þakka þérfyrir allt gott í Vikunni og vona að Helga sé södd. Þannig er mál með vexti að ég er hrifm af strák sem er þrem árum eldri en ég. Stelpurnar í bekknum eru alltaf að reyna að koma okkur saman. Eitt kvöldið hringdi hann í mig og spurði mig hvort ég gæti lánað honum 50 þúsund, sem 'hann mundi borga mér eftir mánuð. Ég sagðist geta það. Þegar ég hafði lánað honum peninginn urðum við góðir vinir. Eftir mánuð sagðist hann ekki vilja borga mér, því að hann vœri byrjaður með annarri. Kæri Póstur, þú VERÐUR að svara mér því mig vantar peningana. Bless, bless. G. Ó. Svona í upphafi getur Pósturinn ekki látið hjá líða að óska þér til hamingju með að þú skyldir ekki sitja uppi með kauða til frambúðar og nú er bara að vona að sú sem hann hengdi sig á næst sitji ekki uppi með drenginn. Að sjálfsögðu getur Pósturinn alls ekki verið þekktur fyrir að kalla menn drullu- sokka og rottuhala, en ef hann mætti, þá . ...! Það fyrsta sem þú átt að gera er að láta foreldra þína vita um málið og biðja þau um aðstoð við að endurheimta peningana. Drengurinn er á þeim aldri að honum á að vera það fyllilega ljóst að hann má alls ekki taka við peningum af unglingi sem ekki er orðinn fjárráða. Foreldrar þínir eru rétti aðilinn til að sjá um málið, því þau eru þínir fjárhaldsmenn. Ef hann ekki endurgreiðir þeim er sjálfsagt að leita til lögfræðings. Vonandi hefur þú svo lært það af reynslu þessari að treysta alls ekki mönnum sem þú ekki þekkir betur en þetta og ef þú ert i vafa í framtíðinni að leita þá til foreldranna um ráð- leggingar. Penna- vinaklúbbur Kæri Póstur! Þetta bréf á ekki að vera um neina ástarþvælu og svoleiðis, heldur er þetta bréf út af íslenskum pennavinaklúbbi. Ég held að þessi sé sá fyrsti á íslandi. Þessi pennavinaklúbbur er sá 71. í öllum heiminum. Og hér hefur alltaf vantað slíkan. Ekki rétt? Ef einhver hefur áhuga á að ganga í klúbbinn er auðveldast að hafa samband við undirritaðan. Félagsgjald er 2.500 fyrir fólk 18 ára og eldra en 1500fyrir félaga undir 18 ára aldri. Jæja, þá er ekki annað eftir en að þakka fyrir birtinguna. Lengi lifi Póstur- inn! Guðbrandur D. Jónsson Leifsgötu 6 101 Reykjavík P.S. Ég hef yfir 70 bréf frá Kenya.frá ungu fólki sem hefur beðið um pennavini frá íslandi. Og ég hvet ungt fólk og það eldra líka til að skrifa mér sem fyrst og þá fá þau pennavinifrá Kenya. Þá ættu raunir íslenskra penna- sjúklinga að vera leystar að ein- hverju leyti og flestum orðið kleift að ná sambandi við penna- vini erlendis. Pósturinn þakkar Guðbrandi bréfið og eftir sem áður ættu þeir sem vilja penna- vini innanlands að geta fengið rúm í dálknum. Hvemig á að losna við kenn- arann? Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir allt gamalt og gott í Vikunni. Ég hef aldrei skrifað þér áður og vona að þú svarir mér. 1 haust kom I skólann kennari, sem er 21 árs, og ég er I 9. bekk. Ég varð strax hrifin af honum, og þegar hann talar við mig, roðna ég og stama út úr mér svarinu. Stelpunum fmnst hann montinn og leiðinlegur við alla nema mig. Eitt kvöldið kom hann allt I einu heim og bauð mér í bíó. Ég varð alveg hissa á honum og hélt að hann væri eitthvað skrítinn. Ég þáði boðið og fór með honum. I bíóinu fór hann að daðra við mig, svo að ég fékk algjört ógeð á honum og skildi hvað stelpurnar meintu með að hann væri montinn og leiðinlegur. Og núna get ég ekki losnað við hann. Hann kemur á hverju fimmtudagskvöldi og býður mér út, og í skólanum daginn eftir er ég alltaf I rusli. Vinkona mín komst að þessu og er alltaf að stríða mér. Kæri Póstur, þú verður að segja mér hvernig ég á að losna við hann. Þ.T. Einfalt mál. Á hverju fimmtudagskvöldi ert þú ekki heima. Það verður mjög annríkt hjá þér um tíma, þú ert að baka fyrir frænku þína, heimsækja afasystur, passa fyrir frænda þinn og frænku, þarft nauðsyn- lega að skreppa í næsta þorp, taka til fyrir mömmu þína af því hún er svo slæm í bakinu, færð sjálf flensu, höfuðverk og svona ýmislegt sem enginn ræður við og ekki er auðleyst. Með tímanum skilur kennarinn þinn hvað klukkan slær og hefur vit á því að láta þig í friði. Vertu samt áfram yfirmáta elskuleg og reyndu að láta ekki á neinu bera. Þetta líður hjá eins og flest annað og hverfur í fortíðina fyrr en varir. Þriðja flokks popparar Halló! Ég vil endilega taka undir gagnrýni 3871-7111 á nýja þátt Vikunnar, Poppkornið (sjá 12. tbl. '79). Ég keypti Vikuna reglulega á meðan poppfræðirit Halldórs Andréssonar var fastur liður. í því komu oft fram fróðlegir punktar um virkilega tónlistarmenn. Popp- kornið fjallar og snýst hins- vegar eingöngu um þriðja flokks poppara á borð við Boney M. Reyndar var ípopp- fræðiriti Halldórs einnig allt of mikið um þessa þriðja flokks poppara, en þar voru þó alltaf fyrsta flokks popparar inn á milli. Ég ráðlegg Vikunni því eindregið að birta ýtarlega grein um Frank Zappa eða ein- hvern álíka snilling, áður en við áhugamenn snúum alveg við ykkur bakinu. Svona í leiðinni vil ég láta ykkur vita að ég þekki marga sem lesa Vikuna og enginn þeirra hefur gaman af Jóni forstjóra. Ég ráðlegg ykkur að reyna að fá einhverja nýja skrýtlu eða sleppa Jóni. Að öðru leyti þakka ég fyrir allt gamalt og gott (þ.e. góðu punktana í poppfræðiritinu). Érank Zappa aðdáandi. Þarna sannast svo ekki verður 1 um villst að sitt sýnist hverjum. Þegar poppfræðiritið var í Vikunni komu bréf frá hópnum „sem þoldi engan veginn þetta hundleiðinlega poppfræðirit” en nú koma bréf frá aðdáendum þess sama. Af þessu má sjá að erfitt er að gera svo öllum líki en óskum þínum er hér með komið á framfæri. Það sama má reyndar segja um Jón forstjóra. Hann á einnig sína aðdáendur og líklega verður bara að ráð- leggja þér að leiða hann hjá þér og forðast að láta hann ergja þínar hárfínu taugar. Pennavinir Mrs. Ireva Kilgore, 201 King St. Dallastown, PA 17313, USA á marga pennavini en engan frá íslandi. Hún biður þess vegna einhvern íslending að vera svo vænan að skrifa sér. Mrs. Waltraud Miiller, DDR-8122 Radebeul, Winzerstr. 47, East-Germany er 34 ára, gift og þriggja barna móðir. Hennar áhugamál eru frímerkjasöfnun, póstkort og þjóðbúningadúkkur. Hún skrifar á þýsku og ensku. 62 Vikan 22. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.