Vikan


Vikan - 21.06.1979, Qupperneq 25

Vikan - 21.06.1979, Qupperneq 25
I Hann er á nýju, frönsku línunni og notar eingöngu fersk hráefni í matinn. Þarna eru hibýli og húsbúnaður með einfaldasta móti, en öll áhersla lögð á mat og vin. Meðal frægustu rétta eru dúfur með truffe sveppasósu og lamba- hryggur og get ég mælt með hvoru tveggja. Annar fremur dýr staður með góðum mat er DIE BASTEI við Konrad- Adenauer-Ufer 80. Veitingahúsið var reist árið 1924 ofan á leifum gamals turns í borgarmúrnum alveg á bakka Rinar. Úr risastórum útsýnisgluggum er frábært útsýni yfir fljót og borg. Þetta er stórt veitingahús, sem tekur um 200 manns i sæti og býður þeim meðal annars upp á grillaðan humar. laxa-fondue og kálfasteikur. Upplagður stemmningarstaður, ef seðlaveskið er hæfilega digurt. WEINHAUS IM WALFISCH við Salzgasse 13 er sennilega sögufrægasta veitingahús Kölnar, starfrækt í sama húsi allar götur frá 1626 og er því orðið meira en 350 ára gamalt. Matseðill dagsins kostar frá 19 og upp í 24,50 mörk. Og þarna gat ég valið milli 250 mismunandi víntegunda. Gluggarnir á veitingahúsinu Bastei visa til allra átta. Eitt eftirsóttasta veitingahúsið er SIGI’S BISTRO við Kleiner Griechen- markt 23. Þar verða menn að panta með nokkrum fyrirvara til að njóta hinnar frönsku eldamennsku. Fremur ódýrir staðir með skemmti- legum innréttingum og ágætum mat eru ALT KÖLN AM DOM við Trankgasse 7. RÁUCHER KÖBES við Kleine Budengasse 1 og BALKAN-GRILL við Friesenstrasse 33. Á Kölsch-knæpum mæla menn sér mót Enginn getur komið til Kölnar án þess að bragða á hinum sérkennilega bjór staðarins, Kölsch. Það er best að gera á einhverri gamalli knæpu, þar sem hægt er að fá með ..hálfan hana" (brauð með ostil, „Kölnar-kavíar” (blóðpylsu) eða „Rievkooche” (kartöflupönnukökur). Kölnardómkirkjan gnæfir yfir borg og fljót. Meðal ágætra knæpa af þvi tagi eru FROH AM DOM við Am Hof 12, ðRAUHAUS SION við Unter Taschen macher 5 og HAUS TÖLLER við Weyerstrasse 96. Sion er við eina elstu götu borgarinnar, einkar afslappaður staður, þar sem háir og lágir mæla sér mót. Öll hótelin og og veitingahúsin. sem hér hefur verið bent á. eru í miðju Kölnar. i flestum tilvikum aðeins steinsnar frá hinni frægu dómkirkju. Jónas Kristjánsson / ncBstu Viku: Frankfurt í* Jf/' Jm Æ æ 7 L V Jp markmið laganna er að koma í veg fyrir að ofbeldi sé notað sem tæki til að ala börn upp. Mikil umræða spannst um frumvarp þetta í sænska þinginu þar sem þingmenn bentu rétti- lega á hversu erfitt yrði að fram- fylgja lögunum. Þrátt fyrir það voru lögin samþykkt af meirihluta þingsins. Sem stendur er foreldrum barna undir 10 ára aldri heimilt að sinna veikum börnum sínum i 12-18 daga á ári, eftir því hvað börnin eru mörg, á fullu kaupi, en nú á að bæta um betur og Bömin i Svíþjóö fá akki einu sinni að kjósalll dagafjöldi þessi aukinn um 60 daga auk þess sem aldur barn- anna verður miðaður við 12 ára i stað 10. Það er félagsmálaráð- herra Svía sem stendur fyrir þessu og auk þess bætti hann 50 dögum við fæðingarorlof kvenna sem vinna erfiðisvinnu. Einnig voru greiðslur til foreldris eða foreldra sem hagnýta sér 9 mánaða orlof eftir fæðingu barns hækkaðar. Og menntamálaráðherrann lá ekki heldur á liði sínu. Hann ákvað að bæta 7,5 milljónum sænskra króna við upphæð þá sem ætluð hafði verið til menningarstarfsemi fyrir börn. Rennur það fjármagn til barna- bókasafna, listasafna, þannig að þau geti sinnt þörfum barna fyrir þau mál, og svo í það að koma góðum kvikmyndum, leikritum og tónlist til blessaðra barnanna. Einnig verður gerð bragarbót á opnum svæðum þar sem börn eiga að geta komið saman og leikið sér, málað og yfirleitt gert hvað það sem sköpunargleði þeirra býður þeim í það og það skiptið. Svona gera Svíar á barnaári, og það verður gaman að sjá hvað þessir ágætu nágrannar okkar gera þegar ár dýranna verður haldið hátíðlegt um víða veröld. Ætli þeir setji þá ekki lítinn dýragarð inn á hvert heimili? 25. tbl. Vikan 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.