Vikan


Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 8

Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 8
Textí: Jóhanna Þráinsdóttír. fVARTAGULUÐ NORÐURSJÚ BLAÐAMAÐUR VIKUNNAR HEIMSÆKIR OLÍU BÆINN STAVANGER Fátt hefur farið verr með efnahag hinna vestrænu iðnrikja en orkukreppan sem allt frá árinu 1973 hefur ógnaðafkomu þessara landa. Þróunin hefur því eðlilega orðið sú að leggja mikla áherslu á leit að nýjum auðlindum og hefur fátt vakið meiri athygli og umræður í því sambandi en olíu- ævintýri Norðmanna. Og nú, þegar áætlað er að leita olíu norðan 62° N. gerist sú spurning ærið áleitin hvort við íslendingar eigum kannski von á hlutdeild í þessu ævintýri. Blaðamaður Vikunnar var satt að segja lítt kunnug t>essum málum er hún hélt til ævintýralandsins sjálfs, Noregs, til að leita sér upplýsinga um þau, enda hefur henni ætíð staðið mikil ógn af öllu þvi sem flokk- ast undir tækni. Og víst eru öll þessi risa- mannvirki í sambandi við olíuleit og vinnslu í Norðursjó ótrúlegt tækniævintýri og ósjálfrátt læðist að manni sá grunur að kannski sé manninum þegar allt kemur til alls ekkert ómögulegt í viðleitni sinni til velferðarbjörgunar. Grein sú sem hér fer á eftir byggist á viðtölum við Þórhall Fr. Guðmundsson, tæknifræðing hjá Det Norske Veritas í Osló, Egil Bergsager, forstöðumann rannsóknardeildar Olíustofnunarinnar, Arne K. Lervik, jarðeðlisfræðing hjá Olíufélagi ríkisins og Per Erik Björklund, blaðafulltrúa Philips Petroleum Company, en þrjú síðastnefndu fyrirtækin hafa aðalstöðvar sínar i Stavanger. Því miður gefst ekki rými til að gera þessu máli eins ýtarleg skil á síðum Vikunn- ar og þessir sérfræðingar gerðu blaðamanni, heldur skal hér stiklað á aðalatriðum. Vikan vill og færa þeim Páli Ásgeiri Tryggvasyni, sendiherra í Osló, og tengda- syni hans, Þórhalli Fr. Guðmundssyni, sér- stakar þakkir fyrir frábæra fyrirgreiðslu við nauðsynlega efnisöflun. Tildrög ævintýrisins Á árunum 1960-1961 kom í ljós að á suðurhluta landgrunns Norðursjávar, undan ströndum Englands og Hollands, er að finna allþykk setlög. 1 sambandi við líkur á olíu eru setlögin langsamlega áhuga- verðust og jafnan talin ein af forsendum þess að olía geti myndast og safnast fyrir. Olía myndast af leifum örsmárra dýra og plantna á sjávarbotni. Þessar leifar breytast í olíu og gas á milljónum ára fyrir áhrif hita og þrýstings, þegar þær smátt og smátt grafast á meira dýpi. Það var eðlilegt að álykta að fyrst setlög væru á suðurhluta landgrunnsins i Norður- sjónum gætu þau teygt sig yfir á norska landgrunnið. Philips Petroleum Company er fyrsta fyrirtækið sem fer fram á það við Norðmenn að leita þar að olíu. Það var árið 1962. Síðar komu óskir frá öðrum erlendum olíufélögum. Norðmenn tóku strax upp þá stefnu að veita engu einu olíufyrirtæki einkaleyfi til leitar eins og Danir gerðu, heldur kusu þeir að skipta landgrunni sínu í skika á milli ýmissa fyrirtækja. Með því móti hugðust þeir hafa meiri tök á yfirumsjón á framkvæmdum og koma í veg fyrir að erlend stórfyrirtæki næðu einokun á þessu sviði. Vorið 1965 var auglýst eftir umsóknum á vinnsluleyfi á fyrstu skikunum sem opnaðir voru. Vinnsluleyfi á 78 skikum 8 Vikan 29. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.