Vikan


Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 44
Svart skínandi andlit með herhúfu leit niður á [tau. Það var ekki hægt að komast hjá þvi að sjá einkennisjakkann og sindrandi hlaupið á hríðskotabyss- unni. Siðan sveif þyrlan snögglega til vinstri og hvarf sjónum. Andstutt fór Barbara Farson að tala. „Hvað gerist núna?” spurði hún. „Farið með aðra bæn.” Rödd Nicks var hvöss. „Allt í einu virðast hæðirnar vera miklu lengra í burtu.” Næstu tuttugu minúturnar ók Lilii á sjálfsmorðshraða í átt til skjólgóðra Lokatuluhæðanna. Þau voru stödd i miðjum savanna og þar var ekkert skjól utan gisin lág trén. Þyrlan flaug lágt og á sama hraða og þau, öðru hvoru megin við veginn. Lilli þurrkaði i sífellu svitann frá augunum og horfði alvarlegur á eldsneytismælinn. „Hvers vegna að leika kött og mús?” rumdi í honum. „Þeir gætu stöðvað okkur ef þá langaði til. Þeir gætu skotið okkur i tætlurá þessu færi!” Nick var eins æstur og hann en hann hélt áfram að athuga hæðirnar á nákvæmu kortinu sem hann var með á hnjánum. Þrátt fyrir taugatrekkjandi nálægð þyrlunnar jókst undrun hans stöðugt. Það hafði ekki verið vit í neinu sem gerst hafði síðan hann leiddi Barböru Farson niður tröppurnar við húsið hennar. „Þeir eru búnir að kalla upp liðsauka núna,” sagði hann hörkulega. „Kannski þeir vilji aðeins vera öruggir. Þeir vita ekki hve vel við erum vopnaðir. Þeir eru að reyna að hræða okkur.” „Þeir þurfa ekki að reyna það!” viður- kenndi Barbara Farson. Nick sá að hún gerði sitt besta til þess að sýnast hugrökk, en þegar axlir þeirra snertust fann hann hve hún skalf. „Verið þolinmóðar, frú Farson. Þér standið yður með prýði.” Hann beið þess ekki aö sjá hvernig hún brygðist við. Hann benti á Lokatuluhæðir sem skyndilega trónuðu yfir þeim. Lilli ók beint inn milli brattra giganna. „Aktu inn í göngin þarna!” hrópaði Nick. Lilli sneri stýrinu og sveigði milli steinanna. Land-Roverinn hoppaði og hentist til á grjótinu. Hann ók ofan i djúpt hvarf og Barbara kastaðist harka- lega fram. Aðeins snarheit Nicks björguðu henni frá því að hendast gégnum framrúðuna. „Þakka yður fyrir,” stundi hún þegar hann studdi hana. Hann hélt heldur lengur um öxl hennar en nauðsynlegt var. „Ég er viss um að þér lentuð aldrei í svona löguðu i Turnbridge Wells,” sagði hann. Hún kinkaði kolli. „Þaðer satt.” Allt í einu rak Lilli upp siguróp. Hann skipti í lága drifið og ók Land-Rovernum upp halla og inn í mynni klettagang- anna. „Okkur tókst það!” Háir þverhniptir klettar mynduðu um það bil fimmtiu metra löng göng. 1 miðjum göngunum snarstansaði Lilli. Hann slökkti undir eins á vélinni og EFTIR MALCOLM WILLIAMS Nick rétti upp höndina til merkis um þögn. Þyrlan hafði flogið mjög snögglega á braut til þess að komast hjá því að fljúga á klettana. Þau heyrðu ennþá í henni einhvers staðar hátt fyrir ofan þar sem hún leitaði að þeim. En nú voru þau ekki sýnileg úr lofti. „Þá komum við okkur," sagði Nick. „Viljið þér fara úr þessum fötum, frú Farson? Vinsamlegast!" Áður en hún gæti mótmælt hélt hann áfram: „Þér hafið gert eins og ég sagði við yður í símann og komið með eitthvað meðfæri- legt?" . . . ÞRIÐJI HLUTI 44 Vikan Z9. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.