Vikan


Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 63

Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 63
Vildi flytja úr kjallaranum aftur Hæ, hæ Póstur góður. Mig er lengi búið að langa til að skrifa þér, en hef aldrei haft tíma til að gera það fyrr en núna. Ég á nefnilega við vandamál að striða og mér finnst þetta alveg ferlegt vanda- mál, þó öðrum finnist það kannski ekki það merkilegt að það eigi að birta það í Póstinum. En nóg um það, ég lœt þig um að dæma hvort þetta sé nógu merkilegt og dembi mér í að segja þér hvað er að! Þannig er mál með vexti að ég bý hjá foreldrum mínum (ég er 18 ára) sem eiga nokkuð stórt hús með kjallara. Ég er yngst af 4 systkinum og þau eru öll futt að heiman nema ég. Þó að ég sé ein eftir þá hefur það alltaf verið minn æðsti draumur að fá herbergið í kjallaranum, þar sem ég gæti verið út af fyrir mig og fengið gesti án þess að mamma væri með nefð ofan í því hver það væri, eða hvenær þeir færu á kvöldin. Þetta var ofsa gaman fyrst, ég innréttaði herbergið sjálf og eftir smá tíma útvegaði ég mér eldunar- plötu svo ég gæti boðið vinum mínum upp á te og kaff og svoleiðis. En glansinn fór nú fljótt af, því mamma var nú ekki á því að leyfa mér að vera þarna niðri eftirlitslausri. Þegar ég er ein niðri (eins og yflrleitt) að prjóna eða læra og ekkert heyrist í mér, bá kemur hún til að gá hvort ég sé ekki örugglega heima, kíkir í skápinn og skammar mig ef hennifinnst ég kaupa of dýran ost, svo strýkur hún fngrinum yfr hillurnar og setur upp hneykslunarsvip ef henni finnst ekki nógu vel tekið til hjá mér. Fjárinn haf það, það er ég sem á að skammast mín ef ekki er tekið nógu vel til hjá mér, ekki hún. Og svo þegar ég fæ gesti þá kemur hún alltaf niður til að gá hverjir það séu og sest niður og talar og talar og fer ekki neitt. Svo verður vandræðaleg þögn af því að okkur finnst ekkert gaman að tala um okkar áhugamál þegar hún er nálægt. Og þegar hún loksins fer (ef hún gerir það þá yfirleitt), þá kíkir hún alltaf niður við og við til að passa að þau fari nú á siðsam- legum tíma. Og nú er ástandið orðið þannig, að enginn nennir að koma til mín af því að enginn þolir þessa af- skiptasemi í mömmu. Ég er farin að óska þess að ég hefði ekki fiutt niður, því á meðan ég hafði herbergi uppi þá sætti ég mig við að hafa ekki góða aðstöðu til að fá vini mína í heimsókn. Kæri Póstur. Hvað á ég að gera? Ég vil ekki fiytja að heima, m.a. vegna þess að ég er í skóla og fæ hjálp hjá pabba og mömmu þangað til ég er búin með hann. En ég þoli ekki þetta ástand lengur. Það hlýtur að vera til eitthvert ráð. Kjallaramey Það er mjög skiljanlegt að framkoma móður þinnar angri þig og þýðir víst lítið að hugga þig með því að raunverulega sé þarna um umhyggju fyrir þinni velferð að ræða. Þó er það nú einmitt umhyggja, sem að baki liggur. Einnig er alls ekki ósennilegt að móðir þín sé einmana og leiti félagsskapar þíns á svona vandræðalegan máta. Talaðu við hana um þetta í einrúmi og gættu þess að vera ekki særandi. Skiljir þú hennar sjónarmið verður eftirleikurinn mun auðveldari. Peniiavinir Sigurbjörg K. Óskarsdóttir, Austurvegi 13, 870 Vík í Mýrdal óskar eftir penna- vini á aldrinum 14-15 ára. Áhugamál eru margvísleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Oddný Stefánsdóttir, Garði, 765 Djúpa- vogi óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 14-16 ára. Áhugamál margvísleg. Mynd fylgi fyrsta bréfiefhægt er. Anna Margrét Kristinsdóttir, IJrðar- götu 15, 450 Patreksfirði óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 12-14 ára, er sjálf 13 ára. Svarar öllum bréfum. Áhugamál: Fótbolti, íþróttir og fleira. Mrs. Margaret Swinden, 7 Lyndale Drive Wrenthorpe Near Wakefield West Yorkshire, England, 32 ára. Hefur áhuga á ferðalögum, lestri, (handiðn) músík, íþróttum og mörgu öðru. Hún óskar eindregið eftir penna- vinum á lslandi. Mrs. Jean Mckie, 21 Bonny st. East Benteigh Victoria, 3165 Australia. Safnar minjagripum, silfurskeiðum (á um 600 skeiðar) og hún óskar eftir pennavinum á tslandi. Mrs. Elaine Lunchka, 2240 st. Andrewave, Saskatoon, sask, sjm om 3, Canada. 27 ára. gift og eins barns móðir. Hún safnar skeiðum, frimerkjum kortum og mörgu öðru. Öskar eftir pennavinum á Islandi. Miss Anita S. Patel, P.O. Box: 83302, Mombassa Kenya er 14 ára gömul stelpa sem langar til að eignast penna- vini á tslandi. Áhugamál hennar eru margvisleg. Len Smith, 92 Brackett St. Westbrook, ME 04092, USA er 17 ára strákur sem hefur áhuga á að skrifast á við íslend- inga. Áhugamál hans eru frímerkja- söfnun, bréfaskipti, tónlist og ferðalög út um allan heim. B. Wilson P. O. Box 59-2773, AMF Miami, Florida, 33159, USA, er myndar- legur karlmaður, 35 ára, heiðarlegur, rétt- látur, vingjamlegur, hreinskilinn, gáfaður, með góða vinnu. Hann hefur áhuga á að kynnast sérstaklega faltegri íslenskri konu, á akirinum 20-30 ára, sem gædd er svipuðum eiginleikum, með langvarandi samband í huga. Kristin Benediktsdóttir, Hvalnesi, 781 Höfn, Austur Skaftafellssýslu óskar eftir að komast i bréfasamband við stráka og stelpur á aldrinum 13-16 ára Áhugamál eru margvísleg. Hún er 14 ára. Ester Júlía Olgeirsdóttir, Drápuhlíð 40 105 Reykjavík óskar eftir pennavinum á aldrinum 11-13 ára. Hún verður sjálf bráðum 13 ára. Helstu áhugamál eru: Hestamennska, dýr, dans og fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Biren A Nagda, P.O. Box 44939, Nairobi, Kenya. Áhugamál hans eru: Frimerki, músík, bóklestur og auk þess hefur hann mikinn áhuga á íslandi. Hann vill skrifast á við stráka og stelpur. Miss Maureen McConnachie, Hillhead Cottages, Oldmeldrum, Aberdeenshire, AB5 OAD, Scotland. Hún er 23 ára og helstu áhugamál hennar eru elda- mennska, handavinna, krikkett, lestur og að skrifa bréf. Hún hefur áhuga á að komast í bréfasamband við íslendinga og fræðast um land og þjóð. John Randall, 700 Spalding Drive, Sandy Springs, GA 30328, USA er 34 ára gamall og óskar eftir að skrifast á við islenskar konur með náið samband í huga. Hann er skilinn, i góðri stöðu og helstu áhugamál hans eru söfnun gamalla vopna, bifhjólaakstur, útilegur, sund, kvikmyndir og hljómleikar. Mrs. Catherine Russell, 40 Holly Walk, KeynshaO, Bristol BS18 2Tu, England er 26 ára gömul. Hennar áhugamál eru frímerkjasöfnun, bréfaskriftir, prjóna- skapur, lestur, plöntur og vitneskja um önnur lönd. Hún hefur áhuga á að komast í samband við íslenskar konur með svipuðáhugamál. Doros A. Izamis, P.O. Box 343, Carletonville 2500, South Africa óskar eftir íslenskum pennavinum. Hann er mikill áhugamaður um frímerkjasöfnun og fyrir utan að skiptast á frímerkjum hefur hann áhuga á að fræðast um land og þjóð. Birna Bjarnadóttir, Melgerði 22, 200 Kópavogi og Sigríður H. Guðmundsdóttir, Borgarholtsbraut 35, 200 Kópavogi eru stelpur sem óska eftir að komast i bréfasamband við stráka á aldrinum 13 15 ára. Þær eru báðar 14 ára. Ýmisleg áhugamál. Æskilegl að mynd fylgi fyrsta bréfi. Ellert Guðmundsson, Aðalgötu 16, Suðureyri við Súgandafjörð og Egill I. Óskarsson, Hjallavegi 25, Suðureyri við Súgandafjörð óska eftir að skrifast á við stelpur á aldrinum 13-15 ára. Ellert er 14 ára en Egill er 13. Áhugamál: Hljómsveitin Kiss, diskótek, útilif, dýr. íþróttir og sætar stelpur. Mynd fylgi bréfi ef hægt er. 29. tbl. Vlkan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.