Vikan


Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 17

Vikan - 19.07.1979, Blaðsíða 17
Framhaldssaga eftir Stefan Zweig Þýð.: Svanhildur Halldórsdóttir. LEPORELLA 2. HLUTI Hann hældi matnum hennar óspart, lét vingjarnleg orð falla annað slagið við hana og þegar hann fékk fagurlega skreytta tertu að morgni afmælis- dagsins, hló hann glaðlega og hrópaði: „Þú dekrar alltof mikið við mig, Cenzi. Hvernig heldurðu að fari með mig þegar drekinn kemur heim?" Fyrstu dagana gætti hann framkomu sinnar og varaðist að gera nokkuð, sem vakið gæti stórhneyksli. En þegar honum var ljóst að hann gat reitt sig á þagmælsku hennar, fór hann að hegða sér eins og piparsveinn. Fjórða daginn kallaði hann á Crescenz og sagði við hana eins og ekkert væri eðlilegra, að hann vildi biðja hana að taka til eitthvert góðgæti handa tveimur og setja inn í stofuna um kvöldið og fara svo í háttinn, hann ætlaði að sjá um afganginn. Crescenz hlýddi þögul á fyrirmæli hans. Það var ekkert í svipbrigðum hennar, sem sýndi að hún áttaði sig á merkingu þessara orða. En honum til mikillar undrunar og skemmtunar sá hann, þegar hann kom heim um kvöldið, að hún hafði áttað sig á málunum. Hann hafði farið í leikhúsið og bauð heim með sér ungri söngkonu. 1 stofunni beið smekklega dúkað borð og blómum prýtt, og í svefnherberginu hafði hún tekið sængurnar upp beggja vegna og lagt fram silkináttslopp og inniskó af konu hans. Grasekkillinn gat ekki stillt sig um að hlæja að umhyggjunni. Þar með voru allar efasemdir um trúnað Crescenz úr sögunni. Morguninn eftir hringdi hann því á hana til að biðja hana að hjálpa litlu vinkonunni að klæða sig. Milli þeirra tveggja ríkti nú þögult sam- komulag. Og fessa dagana fékk Crescenz líka nýja nafnið sitt. Unga líflega söngkonan var einmitt að æfa hlutverk Donnu Elviru og i glensi kallaði hún aðdáanda sinn Don Juan. Eitt sinn sagði hún við hann: „Nú, kallaðu bara á hana Leporellu þína.” Honum fannst þetta skemmtilegt nafn. Það passaði svo spaugilega við þessa uppþornuðu, gróf- gerðu týrólastúlku, svo að frá og með þessum degi kallaði hann hana aldrei Þetta er ekki eðlilegt! Ættingjar mínir grétu og þinir hlógu. Þetta hefur verið mest selda gerðin fram að þessu. annað en Leporellu. 1 fyrstu gapti hún af undrun yfir þessu óskiljanlega nafni, en henni féll vel hljómurinn í því, var upp með sér og tók þetta sem einhverskonar heiðursnafngift. 1 hvert sinn sem hann hrópaði glaðlega „Leporella”, brosti hún svo að skein í brúnar hrosstennurnar og í auðmýkt og undirgefni lá viðað hún skriði að fótum húsbónda síns til að taka við fyrirmælum hans. Litla söngkonan hafði verið að grínast og af hreinni tilviljun hitt á sérstaklega vel viðeigandi nafn. Þessi gamla jómfrú tók þátt í ævintýrum húsbónda síns af sama stolti og gleði og peyi Don Juans, Leporello, í söngleiknum. Það var erfitt aö átta sig á því hvað olli einstakri hjálp- semi Crescenz í sambandi við ástar- Spyrðu Tomma litla hvaða frímerki hann vilji. Ég var búin að segja honum að þú ynnir á pósthúsinu. 29. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.