Vikan


Vikan - 02.08.1979, Síða 7

Vikan - 02.08.1979, Síða 7
* leiðir síðan auðveldlega til þess að barnið „gleymir” að það hefur áhuga á kynfærun- um og „hættir” að hugsa um þau. Þetta getur aftur á móti haft í för með sér að barnið á erfitt með að hugsa um kynferðis- mál seinna meir og lendir ef til vill í erfið- leikum í kynlifinu. En bamið er búið að „gleyma” að því var einu sinni bannað að sýna kynfærunum áhuga. Það er orðið ómeðvitað. Foreldrar eiga erfitt með að ræða um kynferðismál Flest börn byrja þegar við 3ja ára aldur að hafa áhuga á kynferðismálum. Þau byrja þá að spyrja um t.d. hvernig þau hafi orðið til, hvaðan þau komi o.s.frv. Á aldrin- um 3—5 ára er eðlilegt að börn sýni kyn- ferðismálum áhuga og þau vilja oft fá að heyra útskýringar á sömu hlutunum ótal sinnum. Stundum vilja börn lika fá svör við nýjum og nýjum spurningum. T.d. hvernig fólk fari að þegar það ætlar að hafa sam- farir án þess að eignast börn, hvernig það sé að búa til börn o.s.frv. Börn á aldrinum 3—5 ára eru mjög mál- efnaleg og það er hægt að gefa þeim mál- efnaleg svör um samfarir, þungun, verjur og fæðingu. Margir foreldrar eiga mjög erfitt með að ræða um kynferðismál á eðlilegan og mál- efnalegan hátt við börn sín. Það er ekki af slæmum ásetningi, heldur vegna þess að þeir hafa sjálfir verið aldir upp við fordóma og pukur um kynferðismál. Á heimilum þeirra flokkaðist öll umræða um kynferðis- mál undir bannvöru. Sannleikurinn er líka oft sá, að foreldrar eru feimnir við börn sín þegar þessi mál ber á góma. Þekkingarleysi barna og unglinga á kynferðismálum — jafnvel einföldustu hlutum þess — stafar oft af því að fordómar foreldra koma í veg fyrir upplýsingar. Fordómar og þekkingarleysi á kynferðis- málum hafa m.a. valdið því að ýmisleg eðli- leg fyrirbrigði hafa valdið fólki hugarangri. Má þar t.d. nefna upplýsingar um sjálfsfró- un, blæðingar og samfarir. Sjálfsfróun Sjálfsfróun (onani) þýðir kynferðisleg fróun sem einstaklingurinn framkvæmir á sér sjálfur. Sjálfsfróun er eðlilegt fyrirbæri og bæði drengir og stúlkur reyna sjálfs- fróun. Lítil börn geta lika fróað sér og í flestum tilvikum er það alveg eðlilegt en athöfnin getur þó orðið svo tíð og einstrengingsleg að bendir til sálrænna erfiðleika. í slíkum tilvikum líður barninu í raun og veru illa en það reynir að bæta sér upp andlega van- líðan með því að fróa sér svo að út yfir tekur. Ef grunur leikur á sliku er nauðsyn- legt að leita hjálpar og reyna að komast að því hvað veldur sjálfsfróuninni. Því var einu sinni haldið fram að sjálfs- fróun skaðaði einstaklinginn. Fólki var beinlínis ráðlagt að hætta sjálfsfróun því að í kjölfar hennar gæti komið geðveiki eða þaðan af verra. Þetta var að sjálfsögðu rangt, en það hafði sín áhrif því það hræddi bæði marga unglinga og fullorðna og hélt þeim frá því að fróa sér. 1 dag eru ennþá til foreldrar sem skamma og hegna börnum sínum ef þeir komast að því að þau frói sér. Þetta er mjög bagalegt1 og getur haft skaðleg áhrif á börn af því að neikvæð afstaða til sjálfsfróunar getur mót- 31. tbl. Vlkan 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.