Vikan


Vikan - 02.08.1979, Síða 9

Vikan - 02.08.1979, Síða 9
aldrinum 12—13 ára en er mun algengara á næstu árum eftir þann aldur. Það er lika vitað að unglingar byrja fyrr að hafa kyn- mök nú á dögum en áður. Unglingar geta að sjálfsögðu eignast barn ef þeir „sofa saman”. Það er eindregið rétt að ráðleggja unglingum að nota getn- aðarvarnir ef þeir eru saman. Það er ein- faldlega alltof snemmt fyrir 12—16 ára gamla unglinga að eiga þörn. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir að unglingar „sofi saman” en það er hægt að komast hjá því að þam verði úr því. í þessu samþandi em fræðsla og upplýsingar um getnaðarvarnir mjög mikilvægar. Ef foreldrar treysta sér ekki sjálfir til að uppfræða þörn sín um þessa hluti er rétt að benda þeim eða ungl- ingunum sjálfum á að Heilsuverndarstöð Reykjavíkur lætur í té ýmsar upplýsingar um þessi mál. Fullorðnir og kynlíf Margt fullorðið fólk þorir ekki að tala um kynlíf og er illa að sér í þessum málefn- um. Margir líða fyrir það í dag að þeir ólust upp við fordóma í kynferðismálum. Margt fullorðið fólk á i erfiðleikum í kynlífi af því að það var svo erfitt að ræða um þessa hluti. Ef þessu á að breyta hjá hinum full- orðnu framtíðarinnar verður að byrja á að ræða þessi mál strax — það liggur á. i

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.