Vikan


Vikan - 02.08.1979, Qupperneq 47

Vikan - 02.08.1979, Qupperneq 47
á verðinum. Þú verndar eigur þinar til siðasta varalitsins, ha?” Hun lækkaði röddina. „Ekki beint. Nick.” Hún leit áhyggjufull til dyranna, en sitt hvorum megin við þær voru vopnaðir verðir. „Barbara," sagði Nick af einlægni. „Mér þykir það leitt með leitina. Ég hefði getað drepið ...” Hún setti fingur sinn á varir hans. „Ég veit það, Nick. Og ég er þér þakklát. En — jæja, ég gat ekki hugsað mér að eitthvað kæmi fyrir þig." Það síðasta sagði hún gegnum saman- bitnar tennurnar, en tilfinningarnar höfðu leyst úr læðingi. Hann lagði handlegginn utan um hana og hún lagði höfuðið á öxl hans. „Ó, Nick! Þetta er allt mér að kenna. Öll þessi vandræði vegna min!" Axlir hennar skulfu og hann lyfti höku hennar varlega upp. Tárin runnu niður kinnar hennar og staðnæmdust á efri vörinni. Hann þurrkaði þau burt með hálsklútnum sínum, andlit hans var þétt að hennar. „Róleg nú. Barbara! Þó það verði mitt síðasta verk skal ég koma þér heilli á húfi yfir landamærin til eiginmanns þins." „Eiginmanns!” Hún stífnaði upp, skyndilega urðu augu hennar isköld bak við tárin. „Eiginmanns!" endurtók hún, biturleiki hennar sló hann. „Nick, þú þekkir mig ekki hið minnsta. Ég vil ekki einu sinni fara yfir landamærin núna!" „Vilt ekki?" át hann eftir henni furðu lostinn. „En —” Rödd Barböru var nú köld. „Það eru engin en, Nick. Eiginmaður minn er siðasta mannveran í heiminum sem ég vildi hitta. Ég væri ánægð með að þurfa aldrei aðsjá hann framar!” „En, Barbara, hann lagði á sig mikið erfiði — og kostnað — til þess að ná þér aftur.” „Erfiði!" hvæsti hún. „Þú ert sá sem átt allt erfiðið. Og hvað sem hann er að gera núna er það ekki mér til heilla, það getur þú verið viss um.” Nick hristi höfuðið steinhissa. „Barbara, hvaðert þú aðsegja?” „Segja?” Það komu ný tár, reiðitár. „Það sem ég er að segja, Nick. er að eiginmaður minn og ég hötum hvort annað. Það er það sem hjónaband okkar hefur byggst á — gagnkvæmt hatur. Skilur þú það ekki?” Hún sneri andliti sinu frá honum og notaði skyrtuermi sína til þess að þurrka sér um augun. Nick hélt í handlegg hennar til þess að styðja hana. Loks hætti hún að streitast á móti honum og baðst afsökunar. Hann hélt henni þétt upp að sér aftur og hún virtist varnar- lausari en hún hafði verið við hylinn. Hljóðlega sagði Nick við hana: „Ég er hræddur um að ég skilji þetta ekki ennþá, Barbara. Það er svo margt i sam- bandi við þetta verk sem hefur ruglað mig.” „Þú hafðir rétt fyrir þér, Nick. Ég særist auðveldlega. Ég sagði ekki mikið áður, en við vorum ókunnug . . .” Hún greip i hann meðótrúlegu afli. „Svissneski bankareikningurinn, Nick. Hann er til. En hann er á mínu nafni. Næstum allt er á mínu nafni. Sjáðu til. Nigel gekk aldrei vel með neitt. Hann er ekkert nema raupið og fegurðin. Sú var tíðin að ég féll fyrir því og naut þess meira að segja. Á þeim tima virtist Afríka stórkostlegt tækifæri. En Nigel notaði mig eins og hann hefur alltaf notað fólk. Hann er ekkert nema auvirðilegur svikari.” Það fór aftur hrollur um hana. „Þannig er öll sagan. Málið er, Nick, að Nigel Farson er ekki eftirlýstur af stjórn- inni fyrir „æsandi áróður”, eins og hann sagði þér. Þeir vilja ná honum vegna þess að hann er þrjótur. Ef hann næst lendir hann i réttarhöldum og fangelsi, eða verra. Hann flúði úr landi, aðeins til þess að bjarga eigin skinni. Peningarnir minir og staða voru hætt að vernda hann. Skilur þú.” Nick dró djúpt andann. Það var mikið sem kom nú heim og saman. Ljótt og hneykslanlegt. En hann minntist ekki á það. „Barbara. ástin min. Ég trúi hverju einasta orði sem þú segir. Ég hef látið gabba mig. En hvernig gat eiginmaður þinn komið sér upp þúsund pundum í reiðufé?” Hún setti stút á varirnar. „Vafalaust hefur hjákonan hans hjálpað honum. Hún er vel stæð. Að minnsta kosti er faðir hennar það.” „Á hann hjákonu?” „Hann hefur aldrei verið án þess. En Jill Sanderson hefur verið með honum nokkuð lengi. Faðir hennar er auðugur bankastjóri og styður núverandi rikis- stjórn. Jill gæti komist yfir þúsund pund með því einu að depla auga." Nick varð óglatt. Nú læddist að honum nýr ótti — um hann og Barböru. „Hver var ástæðan,” spurði hann rólega, „til að koma þér út úr Njongwe, Barbara?” Hún hugsaði um þelta og leit ekki á Nick. „Nú, í fyrsta lagi býst ég við að það liti höfðinglega út, er það ekki? Hvað sem Nigel hefur i huga verður hann að njóta einhverrar virðingar. Og hann þarfnast þjóðfélagsstöðu, jafnt og peninga ... Ó, ég veit það ekki! Ég get ekki hugsað rökrétt lengur, Nick." Hann hélt þétt utan um hana og gróf andlitið í hári hennar. Þrátt fyrir hitann og rakann var það þurrt viðkomu. Langt í burtu buldi i þrumum. Radd- irnar hækkuðu reiðilega við og við. Mennirnir voru enn að deila við Pat Mulchay. „Barbara, hvers vegna þoldir þú þetta svona lengi?" Hún hrökk við. „Stolt, býst ég við. Að halda hárri stöðu sinni verður hluti af lifi manns þegar ekkert er að látast með lengur.” Hrærður af hreinskilni hennar og tali tók hann þéttar utan um hana. Hægt lyfti hún höfðinu. Tárin höfðu nú þornað og það gerði hana enn bitrari á svip. Nick kyssti hana, varir þeirra snertust varla. Siðan þrýsti hún munni sínum upp að munni hans og vafði handleggj- unum um háls hans svo að við lá að hann næði ekki andanum. Hún hélt aug- unum lokuðum og hann neyddi sig til þess aðsleppa henni. En nýr áleitinn ótti sótti að honum. Hann losaði sig frá henni, en hún hélt í hægri hönd hans með báðum höndum. Rödd hennar var þrungin eftirsjá þegar hún sagði við hann: „Þú áttir ekki skilið að lenda í neinu af þessu, Nick.” Hann brosti bliðlega og dró varlega að sér höndina. „Ég álít að ég hafi átt þetta skilið, Barbara. Og ég notaði mér það sem best.” Hún brosti og hann gekk um kofann nokkrum sinnum. „Þú lítur út eins og villidýr i búri, Nick." Hann stansaði fyrir framan hana, reiður og hjálparvana, fullur löngunar til þess að vernda hana. „Allt mitt lif, Barbara, hef ég verið á ferðinni. Ég hef aldrei staðnæmst nógu lengi til þess að skjóta rótum. Það var aldrei neitt sem hélt i mig." Hann and- varpaði mæðulega og andlit hans hrukk- aðist i örvinglan. „Ég hef alltaf haldið að ég gæti lagað mig að öllum aðstæðum, Barbara. Og nú, þegar ég óska þess heitast að hafa stjórn á hlutunum...” Hann lét handlegginn falla niður með hliðunum. „Ég hefði ekki átt að koma okkur i þetta," urraði hann. „Ef ég bara hefði byssu.” Hljóðlega stóð Barbara á fætur og horfði á hann með einkennilegu augna- ráði. „Nick," sagði hún næstum hvíslandi, „ég er meðbyssu." wrAkO^01 B-L-Ú-S-S-U-R 1*2 í fjölmörgum litum Verz/anahö/fínni Laugavegi26, 2. hæð. Sími 17744 Næg bí/astæði, Grettisgötumegin. 31. tbl. Vikan 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.