Vikan


Vikan - 04.10.1979, Side 16

Vikan - 04.10.1979, Side 16
ööfnun listmuna gengur eins og eldur i sinu í Englandi hvort sem um er að ræða eðla listmuni eða bara venjulegt „drasl”. Ástæðan fyrir þessu nýja söfnunaræði eru sjónvarps- þættirnir um Caradusættina. Uppboð á listaverkum hafa verið haldin reglulega í Lundúnum síðan á 17. öld en jafnvel þá gengu kaup og sala misjafnlega. Á 18. öld fór myndasafn hins þekkta, breska málara, Sir Joshua Reynolds, undir hamarinn. Þar á meðal voru myndir eftir Van Ðyck, Correggio, Michaelangelo, Leonardo da Vinci og Raphael. Samt fékkst ekki betra meðal- verð fyrir þessar myndir en 25 pund. 1970 horfa svo málin öðruvisi við. Þá selur Christie, þekktasta uppboðsfyrirtæki í Lundúnum, mynd Velazquez af múlatta- þjóni sínum, Juan de Pareja, fyrir 2.200.000. Sjónvarpsþættirnir Listmuna- húsið fjalla um virta fjölskyldu sem stundar listmunaverslun í hinni gömlu, víggirtu borg, Chester, sem er fræg fyrir svart/hvítar byggingar sínar. Hornsteininn að auðæfum ættarinnar lagði grískur sjómaður sem kvæntist enskri stúlku og opnaði fornmuna- verslun í Chester árið 1879. Sonur hans, George, tekur síðan við fyrirtækinu sem blómstrar mjög undir hans stjórn. Þegar þættirnir hefjast er fyrirtækið að verða aldar gamalt, George deyr og dóttir hans, Helena, kemur heim frá París til að taka þátt í rekstri fyrirtækisins sem hefur hnignað mjög undir stjórn frænda hennar, Victors. Það hjálpar heldur ekki til að yngri bróðir hennar, Lionel, er hinn mesti eyðsluseggur. Sarah Bullen, sem leikur Helenu, er yngsti meiður á grein ættar sem hefur löngum verið fræg fyrir hestamennsku. Sjálf hætti hún að taka þátt í kappreiðum fyrir fimm árum til að snúa sér að leiklistinni. Systur hennar, Jennie og Jane, og bróðir hennar. Michael, hafa fimm sinnum verið fulltrúar Englands sem knapar á ólympíu- leikunum og Sarah átti stutt í land með að ná sömu leikni sem knapi þegar hún hætti. — Því miður á ég ekki húsið, segir hún um leið og hún sýnir mér glæsilega setustofu. Einn veggurinn er ekkert nema gler og snýr út að sólpalli og fögrum garði. — Ég get ekki hugsað mér yndislegra hús en það tilheyrir vini mínum sem er bankamaður og dvelur mikið erlendis. Ég tel mig samt heppna að hafa þetta húsnæði meðan ég er að leita mér aðöðru. Sarah er fædd í Dorset í Suður-Englandi, þar sem for- eldrar hennar stunduðu hrossa- rækt, og voru Palomino-smá- hestarnir þeirra margverðlaun- aðir. — Ég ólst upp á meðal hesta, segir Sarah. — Við systkinin erum sex og líf okkar hefur snúist um hesta frá blautu barns- beini. Ég byrjaði hesta- mennskuna tveggja ára gömul. Foreldrar Söruh létust þegar hún var 13 ára. Hún fór í einka- ritaraskóla að skyldunámi loknu til að hafa einhverja hagnýta menntun. Hún vann um tíma sem einkaritari í Knapa- klúbbnum sem sér um allar frægustu kappreiðar Englands. Sjálf sýndi hún stökk á hesti og varð svo leikin i þeirri list að hún tók þátt í keppni í þeirri grein. En hún hafði líka áhuga á Framh. á bls. 18. Frá hrossum til listmuna Sarah Bullen sem leikur Helenu í sjónvarps- þáttunum Listmunahúsið hætti hestamennskunni sig leiklist- — tn mér fannst nóg komið Hún býr í yndislegu, litlu húsi af frægum knöpum í ættinni og við kyrrláta og fallega götu ákvað að reyna eitthvað annað, nálægt Belgrave Square, milli segir hún. Chelsea og Buckinghamhallar. 16 Vikan 40. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.