Vikan


Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 20

Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 20
rv'í W '**:-'* /ó/7ös Kristjánsson skrifar frá Grikklandi: 8. grein Súkkat-jólakökur I morgunmat Grikklandsfarar, sem þurfa að passa línurnar, ættu að ganga i stóran sveig umhverfis griskar kökur og sætabrauð. Það, sem aðrar þjóðir hafa sætt, hafa Grikkir dísætt. Þeir eru sennilega heimsins mestu sætindabelgir. Við finnum þetta strax í morgun- matnum á hótelum i Aþenu, þegar við fáum sætan brauðsnúð og súkkat-jóla- köku með kaffinu. Og komnir af hóteli niður á gangstétt hittum við götuhorns- brauðsalann, sem hefur upp á svipaðar lystisemdir að bjóða. Hann selur brauðsnúða og KÚLÚRI, fyrirferðarmikið, þunnt brauð með sesamfræjum að ofan. Hann selur liklega einnig BÚREKÍA, ástarpunga úr kleinudeigi, sykurhúðaða að ofan, en stundum örlitið útflatta og þá með sultu i dæld að ofan. Og ef til vill selur hann BÚGATSA, pæ með rjóma inni í og púðursykri ofan á. Og enn magnast sykurinn, ef okkur verður litið inn í eitt af bakariunum, sem þarna eru á hverju strái. Þar getum við úðað í okkur kalorium og fengið jafnvel kaffi með, þvi margar kökubúðir i Aþenu hafa það einnig á boðstólum. Ein frægasta kaka Grikkja er BAKLAVA. Hún er í mörgum lögum, þar sem skiptist á deig, hunang og muldar hnetur. Önnur er KAÐAIFA. Hún er úr þráðardeigi, fyllt sykri og muldurn hnetum og gjarna með þeyttum rjóma ofan á. Hin þriðja er GALAKOTBUREKO. Hún er sykrað eggjakrem milli tveggja deiglaga. Syndin lætur ekki að sér hæða 1 hjarta Aþenu, nokkur skref frá Sintagmatorgi, við enda götunnar Venizelou, eru hlið við hlið tvö frægustu kökuhús Aþenu, ZONAR og FLOCA. Þangað ættum við endilega að lita inn, þótt ekki nema bara til að sjá köku- skartið í glerskápunum. Þar má sjá alls kyns gotterí og súkku- laði, sætar kökur og tertur. Einkum er þetta glæsilegt á Zonar, sem raunar er veitingahús á þremur hæðum. Sjálft kaffihúsið er á jarðhæð, matstofa uppi á annarribæð og^ameriskur bar í kjallar- anuni. Endá má segja, að Zonar sé eins konar Mekka Bandarikjamanna i Aþenu. Floca er eins konar vasaútgáfa af Zonar, en hefur hrikalega rjómaísa sér til ágætis til viðbótar. ísinn Bé-Bé er blanda af vanilluis,—jarðarberjais, ávaxta- salati, marens, þeyttum rjóma og ískexi. Og ísinn Hippy er blanda af súkkulaði, hnetum, mokkaís, marens, súkkulaði- sósu, þeyttum rjóma, kirsuberjum og ískexi. Þessi mjóu prik nota Grikkir i stafl kökukefla, þegar þeir fletja út „fillo" Á þessum slóðum fer margur góður ásetningur fyrir lítið. Þarna eyðileggja sumar frúr margra ára þrældóm á einu hrikalegu sykurfylliríi. Og stynja í alsælu. „Fillo” er undirstaðan Margar frægustu kökur Grikkja eru búnar til úr deigi, sem þeir kalla „fillo”. Það er hægt að búa til á ýmsan hátt, en hér er uppskrift, sem er algeng og hentar auk þess hráefnum, sem fást á lslandi: 1/2 kg hveiti 1 tsk. salt 3-4 msk. olifuolía 2egg 1/2 bolli vatn meira hveiti eftir þörfum (sleppa má eggjum og nota þá 1 bolla vatns i stað 1/2). Hveiti og salt er sigtað í stóra skál. Olíunni er blandað saman við og nuddað vel inn í með fingrunum. Vatni og þeyttum eggjum er smám saman blandað í deigið (eða bara vatni, ef eggjum er sleppt). Þá er stráð hveiti á borð og deigið hnoðað vel, uns það verður mjúkt og teygjanlegt. Til að fá deigið stifara má bæta meira hveiti við. Að þessu loknu er deiginu skipt i átta kúlur. Hver þeirra er flött út með köku- kefli og svo næfurþunnt, að ekki gefi laufabrauðsdeigi eftir. í stað kökukeflis nota Grikkir grönn prik eins og sést á mynd með þessari grein. Nú er fillo-deigið tilbúið til margvis- legrar notkunar. t öllum tilvikum er sett i það fylling. Stundum er deigið skorið í litla ferninga, sem siðan er lokað i þríhyrning utan um fyllinguna. Einnig má skera deigið í renninga og rúlla jreim utan um fyllinguna. Loks er algengast að klæða bökunarskúffu með deiginu og smyrja fyllingu milli laga af deiginu. Viðskulum byrja á dæmum um slíkt. Búið sjálf til Galaktobureko... Galaktobureko er ein vinsælasta kakan i Grikklandi. Hún hefur fyllingu úr eggjum, mjólk, sykri og smjöri, svo sem hér segir: 6-8 egg 1 bolli sykur 1,5 bolli maisena eða annað mjöl 7 bollar mjólk rifinn sitrónubörkur 3 msk. smjör 700 grömm fillo-deig (sjá hér að framan) 3/4 bolli bráðið smjör 2 bollar sykur 1 bolli vatn 1 msk. sitrónusafi Þeytið saman egg og sykur, uns blandan þykknar. Bætið út í maisena eða öðru mjöli, mjólk og rifnum sítrónu- berki. Þetta er hitað við vægan hita og látið þykkna, meðan stöðugt er hrært í. 20 Vlkan 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.