Vikan


Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 27

Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 27
hugsaði með sjálfri mér að koma frú Buller-Hunter væri ekki nein tilviljun. „Hér er mjólkin fyrir iafðina. Og er ekki kominn tími til að taka inn aðra töflu?” Frú Buller-Hunter tók glas með laud- anumtöflum upp af borðinu og opnaði það á meðan Denning hjúkrunarkona neri hendur sínar vandræðalega, frænka mín starði tómlega út í loftið. „Nú kveð ég þig,” sagði ég því að ég vildi flýta mér út. Ég gat auðsjáanlega ekki fengið að vita hvað það var sem frænka mín vildi trúa mér fyrir. Ég undraðist meðsjálfri mér hvað það væri sem henni lægi svo á að segja mér en komst að þeirri niðurstöðu að það gæti varla veriðmikilvægt. Sautjándi kafli. Þegar ég mætti frú Buller-Hunter aftur seinna um daginn bjóst ég við skömmum. En í þetta skiptið sagði hún ekki neitt. Annaðhvort virtist hún ætla að sjá í gegnum fingur sér við mig eða hún hafði gefist upp við að reyna að betrumbæta mig. „Klæddu þig vel, Della,” sagði hún glaðlega, „því að við munum skoða um- hverfið nú í dag. Ég fékk ströng fyrir- mæli um að fara með þig I gönguferðir frá Cunningham lávarði. Blessaður mað- urinn hefur miklar áhyggjur af heilsufari þínu.” Ég fór upp i herbergið mitt og reyndi að finna yfirhöfn við hæfi. Ég valdi dumbrauða kápu, skinnkraga og múffu og lagði af stað viss um að ég væri vel út- búin til að mæta kuldanum fyrir utan. Frú Buller-Hunter var klædd í pels og hún kinkaði viðurkennandi kolli þegar hún sá mig. „Eg held ekki að okkur verði kalt þó að golan sé svöl. Þar sem hvorug okkar þekkir umhverfið hér ætti ekki að skipta máli í hvaða átt við höldum. Ég legg því til að við göngum fyrst á móti vindinum svo að við fáum hann í bakið þegar við höldum heimleiðis, þá verðum við ef- laust þreyttari. Er ég ekki sniðug?” „Fremur skynsöm en sniðug,” ég brosti um leið, golan sem lék um andlit okkar fékk pilsin til að þyrlast upp og læddist undir mittið á jakkanum. En sólin skein heið og björt og jörðin var einmitt mátulega mjúk undir fótum okkar. Ég naut útiverunnar i rikum mæli eftir innilokunina i Cunning- hamklaustrinu. Það var erfitt að halda uppi sam- ræðum þar sem við höfðum vindinn á móti okkur. Loksins benti frú Buller- Hunter mér á trjáþyrpingu uppi á hæð einni. „Sérðu nokkuð þarna á milli trjánna?” spurði hún. Ég leit þangað upp og sá glitta í eitt- hvað hvitt. „Já, ég held að það gæti verið einhvers konar bygging,” svaraði ég. „Þá held ég að það hljóti að vera skjólhýsið sem frændi þinn talaði um. Eigum viðekki aðfara þangað, Della?” Þrátt fyrir óv^nta áreynslu — eða kannski einmitt vegna hennar — hafði ég ákaflega gaman af þessari gönguferð. „Jú, gerum það, frú Buller-Hunter. En eigum við ekki að ganga lengra, mér finnst ég geta gengið tvisvar sinnum lengra.” „Æ, sá sem væri nú jafnungur og þú. En ég bið þig um að minnast þessarar öldruðu konu sem þú ert með í eftir- dragi. Þegar við höfum náð upp á hæð- ina held ég að ég hafi fengið nóg i dag. En við skulum nú samt bíða og sjá til.” Húsið var lengra í burtu en við höfðum búist við. Við börðumst á móti vindinum, sem fékk okkur til að stað- næmast af og til, og urðum jafnvel að styðja okkur hvor við aðra. Við urðum báðar fegnar þegar við gátum sest niður. Frá hæðinni var útsýnið dásamlegt og við sáum silfurlita læki liðast um i sól- skininu. Það skiptust á tré og sléttur og í austri sáum við hjörð af dádýrum sem gengu tignarlega um á milli trjánna, greinarnar sveigðust í vindinum. „Það er ekki hægt að sjá eina einustu ptánneskju. Mér finnst eins og við séum einu manneskjurnar í heiminum,” sagði ég og dró þéttar að mér kápuna, ég ’Sltalf, ekki tff kuld^ium heldur af ein- hverri vanmáttartilfinningu. En hve manneskjan mátti sín lítils á móti náttúruöflunum. „Ég er hrædd um að þessi gönguferð okkar hafi varla verið áreynslunnar virði, hér er fremur eyðilegt um þessar mundir. En Cunningham lávarður sagði mér að hérna væri mjög fagurt á vorin þegar runnarnir væru í fullum blóma og litadýrðin upp á sitt besta. Þá verðum við að koma hingað aftur, Della.” „Ég get vel ímyndað mér að það sé stórfengleg sjón,” sagði ég. „Þó er ein- hver tignarleg kyrrð yfir öllu núna, finnst þér þaðekki?” Frú Buller-Hunter hugsaði um það sem ég hafði sagt. „Jú, það er ef til vill rétt hjá þér. En ég verð alltaf þunglynd þegar ég sé svona eyðilegt landslag. Ég vil fremur sjá liti og líf i kringum mig og heyra hljóð fuglanna þegar þeir byggja sérhreiðursin.” „Það er svo sannarlega eyðiiegt hér um slóðir, jafnvel enn eyðilegra en í Cornwall. Þar er stutt á milli kofanna og mávarnir gefa stöðugt frá sér lífs- mark. Þú sem hefur ferðast svo mikið, hvaða stað heldur þú mest upp á?” Það stóð ekki á svari hjá henni og rödd hennar var full hrifningar: „London. Það jafnast enginn staður á við þá borg, með öllum sinum söfnum, leikhúsum og veitingahúsum. Listinn er endalaus.” „Og þó fórstu þaðan til að koma hingað?” „Aðeins um stundarsakir, Della, og ekki til langdvalar. London er dýr borg að búa í ef ætlunin er að fá eitthvað út úr lifinu þar. Það vil ég. Og ég vil fremur vera þar skantma hríð og njóta lífsins, jafnvel þó það þýði að ég verði að nota það sem eftir er ársins til að vinna mér inn peninga.” „Þetta virðist alveg fyrirtaks hug- mynd,” sagði ég. „Frændi minntist eitthvað á það að hann ætlaði að reyna að komast að einhverju samkomulagi fyrir þína hönd. Þýðir það að þú sért á förum héðan?” Hún greip andann á lofti. „Sagði Cunningham lávarður það?” Mér skildist strax að ég hefði ekki átt að minnast á þetta, að þetta hefði aðeins verið mínum eyrum ætlað. En hvernig átti ég að vita það? Kannski hafði ég misskilið hann, hann talaði um svo margt og hann minntist líka á að hr. Mowbray myndi eflaust vilja fara að halda af stað, þar sem hann hafði lokið við málverkið af mér. Jú, þegar ég hugsa betur um þetta, ég hlýt að hafa misskilið hann,” sagði ég og flýtti mér að líta á hana til að sjá hvort hún tryði mér. andlit hennar gaf ekkert til kynna. Hún bretti upp kragann og stóð upp. „Komdu nú, Della, Það er best að við höldum heimleiðis.” Það var mikill munur að hafa vindinn í bakiö! Við flugum áfram niður hallann og fætur okkar snertu varla jörðina, kápurnar okkar voru næstum eins og segl í vindinum. Framh. ínæsta hlaöi. ■ v : Énn aukin þjónusta! Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. 'BIAÐIÐ Dagblaöið er smáauglýsingablaðiö Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 40. tbl. Vikan X7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.