Vikan


Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 37

Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 37
að fylgjast með rafgeyminum sérstaklega og láta jafnvel hlaða hann af og til þó svo rafallinn hlaði geyminn við aksttrr. „Tæmist” geymir samt sem áður, getur það verið vegna þess, að rafallinn er bilaður og þá er rétt að líta við á verkstæði. Séu menn í vafa um, hvort þeir eigi að notast við gamla rafgeyminn þegar veturinn skellur á fyrir alvöru, ættu þeir að láta fagmann kíkja á hann. Rafgeymar endast yfirleitt í tvö til fimm ár, allt eftir gerð, akstri og viðhaldi. Kerti Góð kerti tryggja örugga gangsetningu. Það kostar ekki mikið að skipta um kerti fyrir vetraraksturinn. Hægt er að láta gera það á verkstæði, en það er heldur ekki stórkostlegt vanda- Skil milli vetrar- og sumaraksturs geta verið ákaf- lega erfið og það sýnir sig ár eftir ár, að fólk er yfirleitt harla illa undir þau búið. Fyrsta snjófölið veldur nánast alltaf miklum vandræðum og áföllum, venju- lega af því, að menn hafa enn ekki skipt yfir á vetrardekk, eða þá, að það tekur tíma að átta sig á þvi, að það er annað að aka á glerhálum vegi en auðum sumarvegi. Athugið rafgeyminn Þegar frjósa tekur, minnkar spennan á rafgeyminum. Einföld athugun á verkstæði sker úr um, hvort nauðsynlegt er að fá sér nýjan. Flestir ökumenn kannast við þá ónota- tilfinningu, sem læðist að þeim, þar sem þeir sitja í köldum bíl snemma morguns, tímabundnir, og heyra starthljóðið smám saman deyja út. Þá er um tvo möguleika að ræða. Annaðhvort að hringja á sendibílastöð, sem er dýrt og tímafrekt, eða fá hjálp frá nágrannanum með startköplum. Með startköplum, sem tengdir eru við hlaðinn geymi hins bílsins og í „dauða” geyminn, er hægt að starta bilnum í gang. En munið eitt, tengið minuskló við mínuspól og plúskló við plús- pól. Ef tengt er á annan hátt má reikna með þvi að rafkerfi bilsins geti orðið fyrir skemmdum. Slíkt kostar peninga. Munið að hreinsa val snjó og hrim af öllum rúðum. Gefið ykkur tíma til þess, jafnvel þótt þið séuð tíma- bundin. Það er líklegra, að vinnu- veitandinn vilji að þið komið heldur tiu minútum of seint til vinnu en alls ekki. Vökvamagnið i rafgeyminum verður alltaf að vera nægilega mikið. Ef ekið er með of litinn vökva, eyðileggst rafgeymirinn fljótlega. Vökvinn á að fljóta rétt yfir rafskautin. Góð regla er að kanna þetta einu sinni í viku, a.m.k. einu sinni á tveggja vikna fresti. Það er reynslan, að iílaer gætt að þessu atriði. Áuðvelt er að kanna vökva- magnið á rafgeýminum. Tapparnir eru skrúfaðir af og lýst niður í geyminn með vasa- ljósi. Notið alls ekki eldspýtur, því gastegund sem myndast í rafgeyminum getur valdið sprengingu ef eldur er borinn að. Sýrumagnið í vökvanum á rafgeyminum er hægt að fá mælt á hverri bensínstöð. Hægt er að kaupa sýrumagnsmæli og fylgjast með þessu sjálfur og sé farið eftir leiðbeiningunum á ekki að vera erfitt að mæla sýru- magnið. Sé það litið, verður að láta hlaða geyminn hjá fagmönnum. 1 miklum frosthörkum er rétt mál að gera það sjálfur. Til þess þarf einungis kertalykil en þess er að gæta, að dálítið erfitt getur verið að komast að kertunum í sumum bílategundum. Platínur Eigendum eldri bíla þótti það ekkert tiltökumál að skipta sjálfir um eða stilla platínurnar. Nýtísku bílar hafa hins vegar flestir allflókið platínukerfi og millibilið þarf oftast að stilla með rafbúnaði — sem sagt á verkstæði. Séu platínurnar slitnar, eða illa stilltar, leiðir það til erfiðleika við gangsetningu. 40. tbl. ViKan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.