Vikan


Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 31

Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 31
Fimleikafélag Hafnarfjarðar. FH. var slofnað árið 1929 og er þvi 50 ára á þessu ári. Afmælisins hcfur þegar verið minnst á einn og annan hátt og víst er að ekkert félag getur státað af jafnglæsi- legum árangri i islenskum handknattleik og einmitt FH. 1 39 ára sögu Íslandsmótsins hefur FH sigrað 11 sinnunt og árangur félagsins i utan- hussmótinu er enn glæsilegri. Þar hefur FH sigrað alls 17 sinnunt — þar af 14 sinnum i röðá árunum 1956- 1969. Alls hefur utimótið verið haldið 30 sinnum þannig að árangur FH er einkar glæsileg- ur. Hallstcinn Hinriksson er sá maður sem FH gat að mestu leyti þakkað sinn árangur lengi vel framan af. Hann var lífið og sálin í hand- knattleiknum hjá félaginu og það er áreiðanlega réttnefni að kalla hann föður handknattleiksins á Íslandi. Hann hvatti strákana til dáða og leiðbeindi þeini og þjálfaði og var ávallt reiðu- búinn að hjálpa. Sonur Hallsteins. Geir. er besti handknattleiksmaður sem ísland hcfuráti fvrr og siðar. Bróðir Geirs. Örn. var einnig frábær Itand knattleiksmaöur. FH var lilt áberandi i handknattleiknum framan af en siðan ntá segja að liðið hafi komið. séð og sigrað árið 1956. Þá vann FH bæði Íslandsmeislaratililinn innan- og utanhúss með glæsibrag. Utanhússtitillinn var siðan eign FH næstu 13 árin ogóhætt er aðsegja að þaðsé afrek. sem seint eða aldrei verður slegið. Almennt var farið að tala um að hætta utanhússmótinu — FH ynni hvor: eð er alltaf. FH vann innanhússmótið einnig árið 1957 og siðan 1959, 1960 og 1961. Aðalmennirnir i liði FH á þessum tinta voru þeir Ragnar Jónsson. Birgir Björnsson og Örn Hallsteinsson. Auðunn Óskarsson fór einnig að konia inn i liðið á þessum tínta og lið FH hafði úrvalsmann i hverri stöðu. í markinu var Hjalti Einarsson lengst af og hápunkturinn á ferli Hjalta var vafalitið landsleikurinn gegn Rúmenum i febrúar 1971. Þeim leik lauk nteð jafntefli. 14:14 og þáttur Hjalla var t\ imælalaust mestur þótt allir leikmenn íslenska liðsins hafi átt stórkostlegan leik. Jafnteflið í þessum leik var ekki hvað sist merkilegt vegna þess að Rúmenar voru þáverandi heimsmeistarar i handknattleik. FH varð Íslandsmeistari árin 1965 og 1966 og siðan aftur 1969. Þá var Geir búinn að taka forystuhlutverkið í liðinu og stjórnaði öllu spili liðsins og gerir enn. Geir hefur leikið fleiri lands- leiki i handknattleik en nokkur annar íslenskur handknattleiksmaður og á hátindi ferils sins var enginn vafi á að hann var einn af 5 bestu hand- knattleiksmönnum í heiminum. Þótt Geir hafi örlítið hægt á sér undanfarin ár er enginn vafi á að hann er enn fyrsta flokks handknattleiksmaður og til að undirstrika það enn frekar varð hann marka- kóngur i siðasta íslandsmóti með 95 mörk. Næst varð FH meistari 1971 og þá voru komnir i liðið menn eins og Þórarinn Ragnarsson. Viðar Simonarson. Birgir Finnbogason og bræðurnir sterku, Gils. Kristján og Sæmundur Stefánssynir. Utanhússtitillinn vannst þá i 15. skiptið og aftur 1973. Árið 1974 vann FH báða bikarana — innan- og utanhúss. Það ár var í fyrsta sinn keppl i bikarkeppni HSÍ. FH tókst ekki að sigra það árið en bætti það upp með þvi að vinna keppnina næstu þrjú árin í röð. Geir Hallsteinsson er hér I vígamóði og það er enginn annar en Ólafur H. Jónsson sem grípur hann ómildum tökum. Stefánsson og Birgir Fi'nnbogason. Meginhluli leikmannanna er þó mjög ungur og þessir piltar sýndu það í fyrra að þeir eiga eftir að láta að sér kveða svo um munar. Þá munu FH-ingar að öllunt likindum endurheimta Ólaf Einarsson frá Víkingi og þeir Magnús Teitsson og Eyjólfur Bragason hafa gengið yfir i FH úr Stjörnunni í Garðabæ eftir að hafa verið máttarstólpar liðs síns um árabil. Með þennan liðsstyrk og Geir við stjórnvölinn ætti félagiö ekki aö bera kviöboga fyrir vetrinum. SSv. Guðmundur „Dadú" Magnússon skorar hér laglega af linu i leik FH og ÍR sl. vetur. Um þetta leyti hélt Geir Hallstcinsson til Þýska lands og lék þar með þýsku félagsliði við frábæran orðstir um 3 ára skeið. Annar FH ingur, Gunnar Einarsson. hélt einnig til Þýskalands nokkrunt áruni siðar og gerðist atvinnumaður hjá sama liði og Geir. FA Göppingen. Bróðir Gunnars. Ólafur. varð einnig til þess að freista gæfunnar i Þýska landi og lék með 2. deildarliðinu Donzdorf. Gunnar dvelur enn erlendis og ku lika vistin vel. Siðasti íslandsmeistaratitill FH féll liðinu i skaut árið 1976. Siðan hefur Valur einokað ntótið. Núverandi lið FH er ekki ósvipaö Frarn þvi þar er kjarni liðsins ungir leikmenn og flestir |x:irra óharðnaðir. Með liðinu leika þó reynd.ir kappar eins og t.d. Geir Hallsteinsson. sent ntun einnig annast þjálfun liðsins í vetur, Guðmundur Árni 40. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.