Vikan


Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 30

Vikan - 04.10.1979, Blaðsíða 30
Strákar og skólavist Kæri draumráðandi! Ég œtla að biðja þig um að ráða tvo drauma fyrir mig. 1. draumur: Eg var komin með árs- gamalt barn í hendurnar sem ég átti sjálf, en ég vissi aldrei af því fyrr en ég fékk það ársgamalt. Fannst mér það vera frændi minn (sem erfjögurra ára) eða var strákurinn minn mjög líkur frænda mínum. Ég skírði drenginn í höfuðið á pabba sínum eða R. Svo sit ég inni í eldhúsi hjá foreldrum mínum. Mamma spyr mig, hvort ég hafi drenginn ekki á brjósti. Nei, segi ég. hann var orðinn svo gamall. Þá segir pabbi eitthvað á þessa leið: Það hefur aldrei verið almennileg meðferð á drengnum og verður víst aldrei. Svo birtist R og hann segist ætla að búa með mér, því að honum þyki svo vænt um drenginn. Svo fara allir að sofa, ég og drengurinn í mínu herbergi en R inni í stofunni. Svo vaknaði ég um morgun- inn í draumnum og í verunni líka. (Ég og R höfum verið saman öðru hvoru en ekki á föstu og á hvorugt okkar krakka). 2. draumur: Ég var á balli í raunveru- leikanum. Þegar ég kom heim og fór að sofa dreymdi mig eftirfarandi draum: Ég dansaði einn og hálfan dans við R (nú í draumnum) svo sat ég hjá honum við borðið. Svo fór ég frá því. Strákurinn, sem ég hef líka verið öðru hvoru með (sem við skulum kalla E), var þarna líka með einhverri stelpu. En svo var ballið búið og ég fór út fyrir hliðið á dansstaðnum og fór að tala við E. Spyr ég hann hvernig hann hafi getað haldið fram hjá mér og hvernig hann hafi getað gert mér þetta. Þá segir hann að ég sé trúlofuð. Ég neita því og segist bara hafa haldið það. Þá kyssti hann mig og þegar við vorum búin að kyssast nokkuð lengi, opnaði maður mömmu hans dyrnar og spurði E hvað hann væri að gera við mig. Hann svarar honum ekki. Við för- um inn í bílinn og mamma hans keyrir af stað heim til hans. Svo þegar ég kem heim daginn eftir sitja allir inni I eldhúsi og pabbi segir að skólastjórinn í bændaskólanum hafi verið að hringja og segja að ég fengi pláss og ég var ekkert yfir mig ánægð yfr því að fá inngöngu. Þá vaknaði ég. Þakka birtinguna. 3261-1222 Þessa drauma er erfitt að ráða vegna þess hve þeir blandast mjög saman við hugsanir þínar í vökunni og líklega flesta þína vökudrauma. Þér væri fyrir bestu að fara þér hægt í að bindast einhverjum ákveðnum manni á næstunni og gera sem minnst af því að stofna til nýrra sambanda Það er einnig erfitt að segja til um hvað verður í sambandi við skólavist þína. Oftast boðar frétt i draumi einmitt það gagn- stæða, en ef þarna er um að ræða eitthvað sem þú hefur haft hugann mikið bundinn við að undanförnu er einnig lítið mark á því takandi. Það er þó óhætt að segja að þarna séu tákn um rótleysi og fljótfærni, sem þú skalt reyna að ráða bót á sem allra fyrst. Engin augu og ekkert nef Kæri draumráðandi! Eg ætla að biðja þig að ráðafyrir mig draum, sem veldur mér miklum áhyggjum. Eg ætla að taka það fram að ég er ófrísk og að það verður annað barnið mitt. En svona er draumurinn: Eg var leidd inn í dimmt herbergi og þar lagðist ég upp á eitthvað kringlótt, sem snerist hægt í hringi. Síðan sá ég lœkni halda á barni, sem ég vissi að var mitt eigið, það var stelpa. Hún var með stórt ferkantað andlit, engin augu og ekkert nef, bara einn stóran munn. Vona að þú getir ráðið þennan draum fyrir mig! Með fyrirfram þökk. Eríða. Ef konu, sem á von á barni, dreymir barnsfæðingu er sjaldan um neina merkingu i draumnum að ræða. Þar er aðeins að verki undirmeðvitundin og hræðsla flestra kvenna við að eitthvað verði að barninu birtist í ýmsum myndum í draumum þeirra. Ekki er nokkur minnsta ástæða til að taka mark á slíku og alls ekki til að ætla að nokkuð verði að þessu síðara barni þinu. Peningaseðlar breyt- ast í spilapeninga Kœri draumráðandi. Mig langar svo til að biðja þig að ráðafyrir mig draum þennan. Mér fnnst hann breyta svo miklu. Jæja, mér fannst ég vera að fara á diskótek eða jólatrésskemmtun og aðgangseyririnn var 1200 krónur. En mér fannst mamma bara eiga 1000 kr.. svo ég fór að reyna að smala 200 krónum saman. Þegar ég var búin að því fór ég á skemmtunina, en þegar ég kom þangað hafði ég gleymt peningunum svo ég fór heim. Á leiðinni gekk ég fram hjá húsi fólks, sem ég passa stundum hjá, en konan var að koma heim af spítala svo ég þurfti að laga til þar. Ég gekk inn í húsið og fór að laga til. Þegar það var búið fór ég til að kveðja en sá þá þrjá fmm þúsund króna seðla liggja þar. Ég klæddi mig og fór að spekúlera í því hvort ég ætti að stela einum 5000 króna seðlinum. En þá komu hjónin og gestirnir, sem höfðu verið hjá þeim. Þar var einn feitur karl, sem mér fannst eiga peningana. Samt tók ég einn seðilinn og sagði: „Loksins fann ég hann. Þá leit maður konunnar, sem ég passa hjá. hvasst á mig. Og svo fór ég á skemmtunina með fimm þúsund kr. En þegar þangað kom og ég var búin að borga mig inn og kaupa eina kók breyttust peningarnir i söguspils- peninga. Þá vaknaði ég. Jæja, ég vona að þú getir ráðið þetla, kæri draum- ráðandi. Kveðja. Stína Stuð. Fjármálin taka óvænta og ánægjulegri stefnu en áður og þér gengur betur en á horfðist á ýmsum sviðum. Gættu þess að láta rótleysi og áhrifagirni ekki ná tökum á þér, því þá gæti það sem áunnist hefur orðið að engu aftur á jafn skömmum tíma. 30 Vikan 40. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.