Vikan


Vikan - 15.11.1979, Síða 7

Vikan - 15.11.1979, Síða 7
 UM SÆNGURKONUR OgDrottinn talaði við Móses ogsagði: Tala þú til ísraelsmanna og seg: Þegar konan verður léttari og elur sveinbarn, þá skal hún vera óhrein sjö daga. Skal hún vera óhrein, eins og þá daga, sem hún er saurug af klœðaföllum. Og á áttunda degi skal umskera hold yfirhúðar hans. En konan skal halda sér heima þrjátíu og þrjá daga, meðan á blóðhreinsun stendur. Hún skal ekkert heilagt snerta og eigi inn í helgidóminn koma, uns hreinsunardagar hennar eru úti. En ef hún elur meybarn, þá skal hún vera óhrein hálfan mánuð, sem þá er hún er saurug af klæðaföllum, og hún skal halda sér heima sextíu og sex daga, meðan á blóðhreinsuninni stendur. En þegar hreinsunardagar hennar eru úti, hvort heldur er fyrir son eða dóttur, þá skal hún færa prestinum að dyrum samfundatjaldsins sauðkind vetur- gamla í brennifórn og unga dúfu eða turtildúfu í syndafórn. Skal hann fram bera það fyrir Drottin ogfriðþægja fyrir hana, og er hún þá hrein af blóðlátum sínum. Þessi eru ákvæðin um sængurkonuna, hvort heldur barnið er sveinbarn eða meybarn. En ef hún á ekki fyrir sauðkind, þá færi hún tvær turtildúfur eða tvær ungar dúfur, aðra í brennifórn, en hina í syndafórn, og skal presturinn friðþægja fyrir hana og er hún þá hrein. (III Mósebók, 12) getnaðarvörn og má gera ráð fyrir að um eða yfir 30% kvenna noti hana. Þannig getum við reiknað með að allt að 70% kvenna á barneignaaldri noti getnaðar- varnir sem gefa meira en 98% öryggi. Við þetta bætist sá hluti kvenna sem notar ein- hverjar aðrar aðferðir með góðum árangri. Við höfum því gildar ástæður til að ætla að 80-85% allra kvenna noti getnaðarvarnir. — Það hefur verið nokkuð talað um það í blöðum að pillan geti valdið krabbameini. En alls ekkert hefur verið sannað i því máli. Hins vegar hafa yfirgripsmiklar athuganir, sem Bretar gerðu á aukaverkunum pillunn- ar, bent til þess að hún geti ýtt undir myndun blóðtappa. Þess vegna eru þær konur sem hafa æðabólgur, æðahnúta og ýmsa sjúkdóma ekki látnar nota pilluna. Sumir læknar vilja ganga svo langt að draga úr notkun hennar hjá konum sem náð hafa 35 ára aldri, þar sem þeim er m.a. hættara við æðasjúkdómum. Ófrjósemi er alls ekki vonlaust fyrirbæri — Á meðan meginhluti kvenna berst við að halda frjósemi sinni í skefjum eru aðrar sem berjast við hið gagnstæða. Tvær algengustu ástæður fyrir ófrjósemi kvenna eru stíflaðir eggjaleiðarar vegna móðurlífs- bólgu og hormónatruflanir sem valda því að egglos ■ verða stopul eða eiga sér ekki stað. Mörgum þessara kvenna i fyrri hópnum er unnt að hjálpa með aðgerðum, en hinum siðari með hormónagjöfum af ýmsu tagi. Auk þessa eru margar aðrar ástæður fyrir ófrjósemi til staðar sem of langt mál yrði að telja upp hér. — Fréttir um frjóvgun eggs í tilrauna- glasi hafa verið mjög til umræðu í fjöl- miðlum. Því miður eru margar þeirra harla óábyrgar eins og oft vill verða með nýjung- ar á sviði læknavísinda. Það gleymist að þetta kostar margar aðgerðir, konan er nánast notuð sem tilraunakanína á meðan. Það er t.d. mikið álag að leggja síendur- teknar kviðarholsspeglanir á konuna. Þarf stundum að gera margar slíkar aðgerðir áður en frjóvgun heppnast. Þessi aðferð getur því aldrei orðið algeng og í blaða- fregnum um þessi mál hefur heldur lítið verið minnst á allar þær aðgerðir sem misheppnast. — Algengt er að leitað sé til sérfræðinga í kvenlækningum vegna ófrjósemi. Það má gera ráð fyrir að á milli 10 og 12% hjóna- banda séu af einhverjum ástæðum bamlaus og í um helmingi þessara tilfella getum við hjálpað. í um 1/3 tilfellanna er orsakanna að leita hjá karlmanninum Þar getur n,.a. verið um minnkaða sæðisframleiðslu að ræða, þeir hafa orðið fyrir einhverjum áverkum, fengið hettusótt, aðrar bólgur eða hafa ýmsar truflanir á hormónafram- leiðslu. Það er oft hægt að hjálpa 46. tbL Vikan7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.