Vikan


Vikan - 15.11.1979, Side 48

Vikan - 15.11.1979, Side 48
vindum vom gegn lir Belgískar regnkápur úr gerviull. Sú brúna kostar 32.000 krónur en bláa 29.500. Hálsklútarnir kosta 1.300 krónur. Vetur er genginn í garð eftir sólarlítið sumar. Veðurbarðir íslendingar bíta á jaxlinn og draga fram þann vetrarfatnað sem ekki var notaður í „sumar" og sumir endurnýja úrvalið. Að öðrum fatnaði ólöstuðum er regnkápan líklega nauðsyn- legasta fataplaggið hérlendis. enfœstir eiga samt regnkápu í fataskápnum. Það hefur lengi verið haft á orði að okkur væri sérdeilis ósýnt um að klœða af okkur veðrabrigði — ef til vill eigum við þar eitt af okkar frægu heimsmetum miðað við mannfjölda. Verslanir hafa fæstar hlífðar- fatnað eins og regnkápur á boðstólum en undantekningar frá þeirri reglu finnast þó, ef vel er leitað. Verslunin Eros í Hafnarstræti 4 er með eldri tískuverslunum borgarinnar og þar hefur verið verslað með slíkan varning um árabil. Við litum þar inn á dögunum og kynntum okkur brot af vetrar- varningnum. Þar kenndi margra grasa, til dæmis voru þar stórgóðar regnkápur í glöðum litum til þess að lífga upp á skammm&ið, þyk'kir og vandaðir kulda- y ^jakkar og hlýlegar vetrardragtir. Ljósmyndir tók Jim Smart en fyrirsæturnar voru sýningarstúlkurnar Ragnheiður Rósarsdóttir og Margrét Birgisdóttir. baj 48 Vikan46. tbi.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.