Vikan


Vikan - 21.02.1980, Side 22

Vikan - 21.02.1980, Side 22
A HOIVTDA Æcord Helstu kostir 1980 Hljóðlátur — lipur — öntggur Jafnvel aðdáendur BMW og Mercedes Benz reka upp stór augu þegar þeir f inna hve Honda Accord er hljóð- látur, lipur, þýður og öruggur i akstri. Ströngustu gæðakröfur hvers ökumanns eru uppfylltar. Honda býður einnig upp á sérhannaða sjálfskiptingu (Hondamatic) með overdrive sem jafnast fyllilega á við 5 gira beinskiptan kassa. Bifreiðin er með öllum fullkomnasta öryggisbúnaði sem völ er á. Sérhönnuð framsæti. — Sætaáklæði og klæðning í stíl. ENN ER HONDA FETI FRAMAR Aætlað verð 3. janúar 1980: 3ja dyra um kr. 5,2 millj. 4ra dyra um kr. 5.4 millj. Þeir sem eiga pantaða bila, vinsamlegast hafið sam- band við umboðið sem fyrst. Æcord HONDA HONDA — umboðiö á Islandi Suðuriandsbraut 20 sími 38772 Framhaldssaga W I mánaskini væri gerð hér í Paris. Allt annað yrði þér of erfitt eins og sakir standa. Hefur þú einhverja peninga?” „Ó. já. Pabbi var með ávísana- reikning en hann lét mig undirrita alla ferðatékkana, svo hann losnaði við — svo hann —” „Ég skil. Hvað með önnur fjármál hans? Hafði hann lögfræðing í Englandi?” „Bankinn hans sér um allt slíkt. Hann — gekk frá öllu slíku seinast þegar hann var á ferðinni, því ég var farin að vera miklu meira I Englandi heldur en i Afríku. Ég var á seinasta ári í skólanum þegar hann kom siðast.” „Og hvað ertu gömul nuna, væna mín?” „Tuttugu.” Kökkurinn I hálsinum var alveg að kæfa mig og ég gat ekki sagt meira. Pabbi hafði verið búinn að segja mér hvað hann ætlaði að gera þegar ég yrði tuttugu og eins árs í júni. Ég hafði millilent nokkrum sinnum I París og Róm, en þar fyrir utan hafði ég aldrei komið til Evrópu. Og þess vegna hafði hann ráðgert að fara með mig til Flórens, Feneyja og Grikklands... Augun voru aftur full af tárum og herra Robertson sagði eins glaðlega og hann gat: „Ef þú lætur mig hafa heimilisfang frænda þin skal ég senda honum skeyti.” Þegar ég spurði um jarðarförina, sagði hann: „Hún verður seinnipartinn á morgun. Krufningin leiddi i ljós að það var hjartað sem gaf sig. Blóðþrýstingurinn hafði hækkað — þú minntist á að hann hefði verið flughræddur. Ég skal sjá um þetta allt. Segðu mér nú eitthvað meira um þennan frænda þinn. Ætlaðir þú að heimsækja hann? Hvað hefurðu hugsað þér aðgera núna?” „Ég vinn hjá skrifstofufyrirtæki í London og þaðer búist við mér þar strax eftir páska. En pabbi pantaði bílaleigubíl sem átti að vera tilbúinn á Heathrow- flugvelli, þegar við kæmum þangað, þrátt fyrir að ég áliti að hann ætti ekki að keyra sjálfur. . Ég starði eins og hálf utangátta á herra Robertson. „Og svo biður hann eftir okkur. Ó!” „Láttu mig hafa nafnið á bílaleigunni svo ég geti afpantað bílinn. Hafðu engar áhyggjur. Á þessi frændi þinn börn?” „Eina dóttur, Vivien. Hún er eldri en ég” Ég hnyklaði brýrnar og reyndi að hugsa skýrt. Vivien. Það var eitthvað í sambandi við hana ... Hún var „undar- leg”. Ég hafði heyrt mömmu segja að 22 Vlkan 8. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.