Vikan


Vikan - 21.02.1980, Side 26

Vikan - 21.02.1980, Side 26
Framhaldssagan viðtu selja bíBnn ? Þá auglýstu hann hér 1 smáauglýsingum Dag- blaðsins og fáðu öll nauðsynleg eyðublöð (þ.á.m. afsalseyðublað) ókaypis i afgreiðslu Dag- blaðsins að Þverholti 2. Þar færð þú einnig skriflegar leiðbeiningar um hvers gæta þarf við frágang sölugagna'. Þverholti 2 sfmi 2 70 22 | Smáauglýsingar WMBIAB5INS Ðílaviðskipti 8 w I mánaskini halda. En hann minntist ekkert á að ég kænii í heimsókn. En ég hafði enga ástæðu til að halda að hann hefði neitt á móti mér, hugsaði ég með mér um leið og ég lagði bréfið á arinhilluna. Smákveðja og á meiru gat ég ekki átt von. Héðan i frá varð ég að reiða mig á þá vini sem ég aflaði mér sjálf. Það voru um það bil tveir mánuðir •llðnir frá andláti pabba þegar mér varð hugsað til þess pú yrði ég að skrifa Robertsonhjöniifitim í Paris aftur. Þau höfðu verið svo elskuleg að halda sam- bandinu og þegar ég var að leita að löngu bréfi. sem frú Robertson hafði skrifað mér. rakst ég á eina hlutinn. sem pabbi hafði átt. sem ég hafði ekki snert. litiö skrín sem hann hafði gevmt i skyrtuhnappana sina. I>etta skrín var eins og lítill peninga- kassi. með hólfi efst sem hægt var að lyfta upp úr. Ég brosti þegar ég kom auga á fullt af hnöppum, eins og þeir sem notaðir höfðu verið þegar lausu flibbarnir voru í tisku; það var greinilega langt síðan hann hafði tekið til í þessum kassa. Það var ló í kassanum og i einu horninu var samanbrotið blað og ametyststeinn. sem ég ntundi að pabbi hafði keypt til að láta setja i hálsnten handa mér. Þarna voru perlu skyrtuhnapparnir hans og ónixhringur. sem hann hafði fengið að erfðum eftir einhvern ættingja. og ýmiss konar ermahnappar. Pappírsblaðið virtist vera fast i samskeytunum milli hliðar og botns kassans. Ég hvolfdi kassanum og lamdi á botn og hliðar, en blaðið var enn fast. Ég reyndi að losa það með nöglunum, en án árangurs. Þá tók ég um það með tveim fingrum og reyndi að tosa í það án þess aðrífa það. Allt I einu fannst mér eins og ég kannaðist við þykktina og áferðina á pappirnum, og ég áttaði mig á að þetta var sams konar pappir og Julian frændi hafði skrifað samúðarkveðjuna á. Og þegar ég horfði á þetta gat ég meira að segja séð móta fyrir skriftinni hans i gegnum pappírinn. Forvitni min var vakin og ég togaði ákveðið í pappírinn. Bréfið féll i kjöltu mina og það heyrðist smellur. sem gat ekki þýtt annað en eitthvað væri inni i bréfinu. Blaðið lá samanrúllað eitt and- artak i kjöltu minni en rann svo af stað og opnaðist um leið og i Ijós kom einhver lítill. svartur hlutur. á stærð við þumalfingur manns. Forvitin ýtti ég bréfinu til hliðar og tók upp hlutinn. 26 Vikan 8. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.